Island – Populära podcasts
-
Leikna sjónvarpsþáttaröðin um Vigdísi Finnbogadóttur hefur verið í þróun í yfir tíu ár enda vandasamt verk að koma uppvexti og mótunaröflum fyrsta þjóðkjörna kvenforseta heims í handritaform. Hvaða áskoranir fylgja því að túlka Vigdísi Finnbogadóttur, konuna sem braut blað í heimssögunni, og hvernig er hægt að endurskapa veröldina sem blasti við íslensku þjóðinni á fimmta til áttunda áratug síðustu aldar?
Í þessum þáttum fáum við innsýn í handrita- og framleiðsluferli þáttanna. Leikstjórar, leikarar, leikmynda- og búningahönnuðir eru meðal þeirra sem sitja fyrir svörum og segja okkur sögurnar bakvið tjöldin.
Umsjón: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Komið gott með Ólöfu Skaftadóttur og Kristínu Gunnarsdóttur.
-
Podcast sem fjallar um meðvirkni og allt sem að henni snýr.
-
Þetta hlaðvarp er fyrir þá sem hafa áhuga á fyrirtækjarekstri, fjármálum, fjárfestingum og að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Í þáttunum setjumst við niður með íslenskum frumkvöðlum, viðskiptamönnum og einstaklingum sem hafa þorað að elta sína drauma og hafa náð langt á sínu sviði. Við förum yfir þeirra sögu, velgengnina og mistökin. Meira um hlaðvarpið inn á www.islenskidraumurinn.is
-
Fyrrum fréttakonurnar Þórhildur Þorkels og Nadine Yaghi rifja upp áhugaverð fréttamál og fjalla um þau á mannlegum nótum.
-
Þáttur á ferðinni sem upplýsir, fræðir og gleður, en við lofum engu!
-
Bakherbergið er nýtt hlaðvarp um stjórnmál. Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson hleypa ljósi inn í bakherbergi landsins, fjalla um það sem gerist að tjaldabaki og setja umfjöllun fjölmiðla í samhengi - allt með aðstoð góðra gesta.
-
Þrjár tvíburamæður með munnræpu.
Deilum reynslu okkar á tvíburum ásamt því að fá til okkar frábæra viðmælendur sem allir eiga það sameiginlegt að vera foreldrar. -
Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.
Alkastið er örverpi Þvottahússins.
Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi.
Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland. -
Spjöllum saman um morð, mannshvörf, raðmorðingja og dularfull dauðsföll sem eru bæði leyst eða óleyst mál! Nýr þáttur kemur út alla miðvikudaga. Þú finnur okkur á facebook og instagram: Morðskúrinn.
www.pardus.is/mordskurinn -
Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.
-
Götustrákar eru samansettir af Bjarka Viðarsyni og Aroni Mími Gylfasyni. Þeir félagar stikla á stóru málunum og fara yfir víðan völl samfélagsins af sinni einstöku framsagnalist og kímni. Þeir kafa ofan í heim götunnar, twitter og fá gesti til sín í stúdíóið.
Fáðu fleiri þætti á www.pardus.is/gotustrakar -
Besta sætið er hlaðvarp íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Þar er fjallað um allt sem skiptir máli í íþróttaheiminum.
-
Podcast by FM957
-
Í þáttunum fylgir Jóhannes Kr. Kristjánsson kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir í um tveggja mánaða skeið.
-
Grjótkastið. Fréttaskýringar, pistlar og viðtöl um málefni líðandi stundar. Dagbókarbrot.
-
Stelpa að spjalla um allt tengt heilsu, hugarfari og vellíðan með það markmið að hjálpa þér að verða besta þú <3
-
Í hlaðvarpi Heimildarinnar, áður Kjarnans, má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.
-
Velkomin í Skipulagt Chaos! Við erum Steinunn og Selma, nýlegar besties að skríða yfir tvítugsárin með mikla lífsreynslu á bakinu. Hér í Skipulagt Chaos ætlum við að fjalla um bæði allt og ekkert, en mun margt vera tengt sjálfsvinnu, sjálfsást og alltaf mjög stutt í húmorinn. Hér tökum við engu alvarlega og vonum að þið njótið. Disclaimer: Við getum ekki lofað að við náum að halda okkur 100% við efnið í hverjum þætti.
Fylgið okkur á instagram: @skipulagtchaos -
Podcast með Sölva er þáttur sem lætur sér ekkert óviðkomandi. Fylgstu með áhugaverðu fólki úr öllum áttum setjast í stólinn hjá Sölva Tryggva.
- Visa fler