Samhälle och kultur – Island – Populära podcasts
-
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
-
Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Ljótu hálfvitunum og snjallmenni á auglýsingastofunni PiparTBWA tekur viðtöl við skemmtilegt fólk.
-
illverk er íslenskt sakamála podcast stjórnað af Ingu Kristjáns.
illverk@illverk.is -
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
-
Karlmennskuhugmyndir og afleiðingar þeirra á líf okkar og umhverfi eru viðfangsefni Þorsteins V. Einarssonar.
-
Tónlistarmennirnir Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn búa til sitt hvorn topp 10 listann yfir alls konar hluti, hugtök og fyrirbæri og ræða um þá sín á milli.
-
https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.
-
Dagur Gunnarsson skiptist á sögum við fólk... ein saga leiðir til næstu sögu.
-
Í þessu Nei nú segi ég stopp, takmarkaða hlaðvarpi verða 6 þættir. Samansafn af samskiptum Köru við fylgjendur sína af Instagram árin 2018-2021. Andleg heilsa, strákavandamál og hár/húð umhirða og Kara kemur með mörg stóru systur svör og álit.
-
Baldur, Birna og Haukur dæma allt á milli himins og jarðar, og mögulega himininn og jörðina í leiðinni.
-
Þetta er hlaðvarp Meðvitaðra foreldra – virðing í uppeldi. Hér er rætt á jafningjagrundvelli um eigin reynslu, líkt og gert er á mánaðarlegum foreldramorgnum og -kvöldum. Þá bjóðum við góðum gestum til okkar sem hafa eitthvað alveg sérstakt fram að færa um virðingarríkt uppeldi.
-
Poppsálin er poppmenningarlegt hlaðvarp með sálfræðilegu ívafi. Fjallað er um ýmis sálfræðileg málefni sem tengjast poppmenningu sem og áhugaverðar rannsóknir og pælingar innan sálfræðinnar.
-
Gleymum sorg og sút og sinnisgrút. Töfrateppið flýgur með hlustendur í vindsins litadýrð á vit ævintýra Disney samsteypunnar þar sem klassískar teiknimyndir öðlast stærra samhengi og allir vilja vera kettir. Umsjón: Anna Marsibil Clausen.
-
"Von Ráðgjöf - er podcast þar sem við hjónin miðlum persónulegri reynslu í bland við faglega af lífinu bæði í blíðu og stríðu vonandi meira í blíðu. Við nálgumst efnið sem sendiboðar sem boða von frekar en einhverskonar rannsóknarfræðimenn sem hafa grandskoðað öll akademísku ritin. Við störfum bæði i Lausninni fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Baldur er menntaður Markþjálfi og fyrirtækja markþjálfi og Barbara er með b.ed., gráðu í grunnskólakennarafræðum og Fjölskyldufræðingur Ma-Diplómunám. Samanlagt eiga þau 7/8 börn eftir því hvernig talið er og 2 barnabörn. Útskýrum það nánar í þáttunum. Við vonum að þið hafið gott og gaman af því að hlusta.
-
Viðtalsþáttur í umsjón Völu Rúnar Magnúsdóttur og Vöku Njálsdóttur þar sem lögð er áhersla á reynsluheim kvenna sem skarað hafa fram úr á sínu sviði.
-
Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.
-
Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags. Hér má heyra úrval þátta hverrar viku. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Kristján Guðjónsson.
-
Í Lesgleraugunum verður varpað út upptökum af bókmenntaviðburðum safnsins, sem klipptar eru og skornar sérstaklega fyrir hlaðvarpið.
Spennandi umræður um lestur, persónur, sjónarhorn, ævisögur, sannleika og skáldskap - allt sem tengist bókmenntum - með mismunandi lesgleraugum í hvert sinn! -
Útfararstjórar deyja. Nammigrísir deyja. Prestur deyr. Áhugamenn um tölvu- og byssuleiki deyja. Í þáttunum Allir deyja er rætt við fólk um dauðann - hvert er samband okkar við dauðann? Hvernig breytist það með aldrinum? Eigum við til að forðast dauðann? Hvað tekur við? Viðtölin í þessum þáttum hófust sem rannsóknarverkefni fyrir Borgarleikhúsið, þar sem spyrill þáttanna starfar sem leikskáld. Umsjón: Matthías Tryggvi Haraldsson.
-
Um litróf mannlífsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
- Visa fler