Avsnitt
-
Þriðjudagur 27. maí
Lýðræði. list og gervigreind, ölæði, Landbúnaðarháskólinn og náttúruvefur
Valur Ingimundarson sagnfræðingur og Jón Ólafsson heimspekingur ræða við Gunnar Smára um lýðræðið í austustu Evrópu og lýðræðisþróun í okkar heimshluta. Trump ber á góma ásamt hinum ýmsu Evrópuleiðtogum í bland við stríð, pólitík og uppgang fasisma. Hlynur Helgason, myndlistarmaður, dósent i listfræði HÍ og varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna ræðir um gervigreind, myndlist, falsanir og höfundarrétt við Oddnýju Eir. Margt bendir til þess að fjárhagsleg afkoma íþróttafélaga ráði för þegar áfengi er selt á viðburðum í kringum börn. Spurt er hvort vegi þyngra, fjármál eða lýðheilsa barna. Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi segir áfengismenninguna út úr kú. Björn Þorláks ræðir við hann. Christian Schultze, umhverfisskipulagsfræðingur og landslagsarkitekt, sviðsstjóri rannsókna- og alþjóðamála í Landbúnaðarháskóla Íslands kemur þar á eftir til Oddnýjar Eirar og segir okkur frá alþjóðasamstarfi og nýjustu verkefnum og ræðir mikilvægi öflugs rannsóknarumhverfis á sviði landbúnaðar á nýjum tímum. Sólrún Harðardóttir, kennari og námsefnishöfundur lokar svo samtali kvöldsins einnig með Oddnýju og ræðir við hana um nýjan náttúruvef fyrir borgarbörn og önnur náttúrubörn. -
Rauða borðið, mánudaginn, 26. maí.
Samstöðin, Mótmæli, Aðildarumsókn, Akureyrar-cóvíd og Þokkabót
Við hefjum Rauða borðið á smá spjalli um stöðu Samstöðvarinnar og kynnum síðan dagskrá kvöldsins. Við byrjum á því að fara niðrí bæ á mótmæli. María Lilja og Oddný Eir ræddu við fólk sem kom til að mótmæla brottvísun Oscars Andres Florez Bocanegra. Þær hittu fyrir þjóðþekkt andlit og önnur minna þekkt, fólk sem er vant að mótmæla og aðra sem eru að uppgötva samtakamáttinn. Gunnar Smári ræðir því næst við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor í stjórnmálafræði um mögulega aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu, um muninn á krónu- og evruhagkerfinu. Og svo ræða þeir um síðustu skeyti Trump og afstöðu John Bolton, fyrrum öryggisráðgjafa, til stöðu Íslands gagnvart Bandaríkjunum. Gunnar Smári ræðir við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor í stjórnmálafræði um mögulega aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu, um muninn á krónu- og evru-hagkerfinu. Og svo ræða þeir um síðustu skeyti Trump og afstöðu John Bolton, fyrrum öryggisráðgjafa, til stöðu Íslands gagnvart Bandaríkjunum. Í tímaritinu Súlur hefur birst ný grein eftir Grétar Þór Eyþórsson prófessor á Akureyri um covid-tímann á Akureyri. Grétar ræðir rannsóknina að baki þeirri grein í samtali við Björn Þorláks sem og hallarbyltingu sósíalista. Hljómsveitin Þokkabót er komin á kreik á ný en Íslendingar kannast vel við smelli fortíðar úr smiðju hljómsveitarinnar líkt og Litlir kassar. Þeir Lárus Halldór Grímsson, Ingólfur Steinsson og Halldór Gunnarsson ræða við Björn Þorláks um pólitíska texta, listina að hlusta – og margt fleira. -
Saknas det avsnitt?
-
Sunnudagurinn 25. maí
Synir Egils: Stjórnin, stjórnarandstaðan, flóttabörn og mótmæli
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Helga Vala Helgadóttir lögmaður, Helen María Ólafsdóttir öryggissérfræðingur og Björn Leví Gunnarsson tölvunarfræðingur og fyrrum þingmaður og ræða fréttir vikunnar og stjórnmálaástandið. María Lílja ræðir síðan við Sonju Magnúsdóttur og Svavar Jóhannsson, fósturforeldra Oscars Bocanegra Florez frá Kólumbíu, sem vísa á úr landi. Í lokin fara þeir bræður síðan yfir pólitíkina með sínu nefi. -
Laugardagur 24. maí
Helgi-spjall: Ásdís Thoroddsen
Ásdís Thoroddsen, kvikmyndagerðarmaður segir Oddnýju Eir frá lífi sínu og list. -
Föstudagur 23. maí
Vikuskammtur: Vika 21
Í Vikuskammtinum að þessu sinni koma að Rauða borðinu ásamt Maríu Lillju þau Guðmundur Ingi Þóroddsson, Formaður Afstöðu félags fanga. Svala Jóhannesardóttir, formaður Matthildarsamtakanna um skaðaminnkun, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalista og formaður velferðarráðs Reykjavíkur og Pétur Eggerz, tæknistjóri og aðgerðasinni. Það hefur margt gengið á innanlands sem utan en hæst ber að nefna margt varðandi Gaza, mótmæli, málþing, rasisma, hnífstungu og mannskæðan bruna. Þá mælti heilbrigðisráðherra fyrir frumvarpi sem segir nikótínpúðum stríð á hendur, Trump lét gamminn geysa um hin ýmsu mál, úttekt Viðskiptaráðs um kostnað ríkis og bæja vegna latra starfsmanna vakti hörð viðbrögð, búvörulögin voru staðfest af Hæstarétti og Perlan seldist. Þá heyrum við jafnan hvað gestir okkar aðhöfðust í vikunni sem leið en þau eru öll sérstaklega iðin við baráttuna fyrir betra samfélagi. -
Fimmtudagur 22. maí
Sérhagsmunapot, fangar, geggjun, Gaza og frumlegur listamaður
Við hefjum leik við Rauða borðið á viðtali við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólaf Stephensen. Hann er stóryrtur eftir dóm Hæstaréttar í búvörulagafrumvarpinu og segist hissa á ástandinu í hans gamla flokki, Sjálfstæðisflokknum. Fréttir af Gaza verða sagðar við Rauða borðið. Magga Stína var áberandi í fjölmiðlum í gær og hún vaknaði við holskeflu af viðbjóðslegum skilaboðum. Hún ræðir við Maríu Lilju um fréttir af Gaza, áreitið og ofbeldið sem aktívistar verða fyrir, fyrir það eitt að standa gegn barnamorðum. María Lilja mætti á stórmerka ráðstefnu sem Afstaða, félags fanga blés til í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Hún tók nokkra þátttakendur tali. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir Oddnýju Eir Ævarsdóttur allt að frétta frá geggjað góðri dagskrá um geðheilbrigðismál um síðustu helgi. Við endum þáttinn í kvöld úti á landi. Egill Logi Jónasson, listamannsnafn hans er Drengurinn fengurinn, er nýr bæjarlistamaður á Akureyri og ræðir í samtali við Björn Þorláks kúnstina að vera til og það sturlaða plan að reyna að þrífast og lifa á listinni. -
Miðvikudagur 21. maí
Gaza, Reynsluboltar, misskipting, Nigel Farage, arkítektúr, Færeyjar og bridge
Í byrjun þáttar fer María Lilja yfir það helsta sem er að frétta af þjóðarmorðinu á Gaza. Reysluboltar Sigurjóns M eru á sínum stað. Þau Hörður Torfason - Ragnheiður Davíðsdóttir - Drífa Sigfúsdóttir ræða ýmis hitamál. Vaxtalækkun Seðlabankans mun ekki endilega gera hlutskipti leigjenda bærilegra, dæmi eru um hið gagnstæða. Þetta segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna. Hann ræðir húsnæðismálin og pólitískt stefnumót sósíalista um næstu helgi ásamt Sönnu Magdalenu Mörtudóttur borgarfulltrúa. Björn Þorláks ræðir við þau. Gunnar Smári hringir til London og ræðir við Guðmund Auðunsson hagfræðing um bresk stjórnmál, einkum ensk, og ekki síst um hvaða fyrirbrigði Umbótaflokkur Nigel Farage er. Mikið vantar á að hugað sé að tilhlýðilegum lífsgæðum íbúa er kemur að húsbyggingum síðustu ára - þéttingarstefnan bitnar á ljósi og hljóði og spyrna þarf við fótum með róttækum hætti ekki seinna en strax. Þetta kemur fram í eldsnörpu og gagnrýnu spjalli Hildigunnar Sverrisdóttur arkitekts, Ólafs Hjàlmarssonar hljóðverkfræðings og Àsta Logadóttur verkfræðings sem er sérfræðingur í ljósi. Björn Þorláks ræðir við þau. Stórskáldið færeyska, Carl Jóhan Jensen, segir okkur fréttir frá Færeyjum og ræðir um heimsókn Kristrúnar, varnarmál, nýlenduhyggju, bókmenntir og annað sem hæst ber. Það styttist í einn stærsta briddsviðburð um langt skeið hér á landi. Á Laugarvatni fer fram í byrjun næsta mánaðar Norðurlandamót og ræða þeir Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands, og Magnús Magnússon landsliðsmaður horfurnar, auk þess sem Magnús segir frá því hvernig hann varð briddspilari í fremstu röð. Björn Þorláks hefur umsjá með bridsþætti Samstöðvarinnar. -
Rauða borðið 19. maí
Gaza, geðheilsa, málþóf, óþekkti þingmaðurinn, sósíalismi og torfbær
Ennþá versnar ástandið á Gaza, María Lilja fylgist náið með næstu daga. Í kvöld fær hún til sín Kötlu Ásgeirsdótttur, plötusnúð og aktívista og fara þær yfir nýjustu fréttir. Þá er endurflutt ræða Páls Óskars frá liðinni helgi. Ræðan var frumflutt á baráttufundi fyrir frelsi Palestínu fyrir gesti við Austurvöll. Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar mætti ásamt listamönnunum Ægi Mána Bjarnasyni og Karli Kristjáni Dávíðssyni, auk Kolbrúnar Guðmundsdóttur, konu Karls Kristjáns, að tala um geðheilbrigðismál. Þau segja okkur frá nýrri viðbót í geðheilbrigðisþjónustu, jafningjastuðningsins, ásamt því að fara yfir fordóma, heimilisleysi og fleiri áskoranir sem fólk með geðrænar áskoranir þarf oft að glíma við auk veikinda sinna. Björn Leví Gunnarsson, tölvunarfræðingur, fyrrum þingmaður, útskýrir fyrir okkur mikilvægi málþófsins á Alþingi og ræðir um júróvisjón-atkvæðin, nefndirnar, skautunina, vókið og tilfinningatjáningu, áróður og gagnsæi. Snorri Másson ræðir við Björn Þorláks sem óþekkti þingmaðurinn þessa vikuna. Skoðanir Snorra eru umdeildari en gengur og gerist. Hver er maðurinn á bak við pólitíkina? Eyjólfur Eyvindsson kemur í vikulegt spjall við Maríu Lilju með fréttir af hnattræna suðrinu. Hannes Lárusson myndlistarmaður ólst upp í torfbæ til tíu ára aldurs. Hann lítur íslenska torfbæinn öðrum og jákvæðari augum en margir aðrir Íslendingar eins og fram kemur í samtali hans og Björns Þorlákssonar og vill að torfbærinn fari á heimsminjaskrá UNESCO. -
Sunnudagurinn 18. maí
Synir Egils: Þjóðarmorð, söngur, löggur, stríð og fasismi
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengsl, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi og Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður og ræða allt nema veðrið og svo fara þeir bræður yfir stöðuna í pólitíkinni með sínu nefi. -
Laugardagur 17. maí
Helgi-spjall: Andri Snær
Andri Snær Magnason rithöfundur segir frá nýjustu ævintýrum sínum í Himalajafjöllum og Feneyjum og fer yfir feril sinn sem rithöfundur og aðgerðarsinni. -
Föstudagur 16. maí
Vikuskammtur: Vika 20
Í frjálst spjall út frá fréttum vikunnar mæta þau Brynhildur Björnsdóttir, kabarett-söngkona og höfundur bókarinnar Venjulegar konur -vændi á Íslandi, Arnar Eggert Thoroddsen, félagsfræðingur við Háskóla Íslands og Sigrún Sandra Ólafsdóttir, textíl-sóunar og fata-neyslufræðingur og Ágúst Borgþór Sverrisson, rithöfundur og fréttastjóri Dv og fara yfir fréttir vikunnar með Oddnýju Eir og segja sínar eigin fréttir. -
Fimmtudagur 15. maí
Trump, Vesturbugt, kvíði, Starmer, skoðanakúgun og kynjaþing
Eiríkur Bergmann prófessor ræðir áhrif Trump á stjórnmálin utan Bandaríkjanna við Gunnar Smára. Gunnar Smári ræðir hverfið sem byggja á vestan við Slippinn við Reykjavíkurhöfn við Ástu Olgu Magnúsdóttur, íbúa á svæðinu og verkefnastjóra, Egil Sæbjörnsson, myndlistarmann og aðgerðasinna í byggingarlist og Pál Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði og stofnanda Envalys. Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og rithöfundur ræðir við Oddnýju Eir um nýútkomna bók sína ,,Ég er ekki fullkominn” þar sem hann fjallar á persónulegan og skemmtilegan hátt um viðureign sína við kvíða. Gunnar Smári slær á þráðinn til Guðmundar Auðunssonar hagfræðings í London og ræðir við hann um stöðuna í breskum stjórnmálum, ekki síst hraðleið Verkamannaflokks Keir Starmer til hægri. Allt snýst um tengsl og klíkur á Íslandi er kemur að störfum og tækifærum segir nemi í félagsráðgjöf og ljósmyndari, Sigga Svanborgardóttir, sem býr í Danmörku. Björn Þorláks ræðir við hana. Oddný Eir ræðir við Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands, um nýliðið kynjaþing, norræna kvennasamstöðu og stöðuna á kvennasamstöðunni. -
Miðvikudagur 14. maí
Trump, náttúra, vinstrið, reynsluboltar, norðurslóðir og blíðan
Gunnar Smári ræðir við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor um ferð Trump til Sádí Arabíu og nágrannalanda og um mögulegar friðarviðræður í Istanbúl á morgun. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir Oddnýju Eir hvernig þrengt er að starfi frjálsra félagasamtaka í náttúruvernd. Einar Már Jónsson, sagnfræðingur, rithöfundur og prófessor við Sorbonne-háskóla í París ræðir við Oddnýju Eir um möguleikann á vinstri breiðfylkingu í pólitík dagsins. Reynsluboltar heimsækja Sigurjón Magnús og ræða fréttir dagsins: Erna Indriðadóttir fréttakona, Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri og Páll Ásgeir Ásgeirsson fjallamaður. Magnús Árni Skjöld, dósent og stjórnmálafræðingur við Háskólann á Bifröst, ræðir við Gunnar Smára um Ísland og norðurslóðir í breyttum heimi, ekki síst vegna stjórnmálalegrar óvissu í Bandaríkjum Trump. Trausti Jónsson veðurfræðingur upplýsir í samtali við Björn Þorláks að ef undan er skilinn janúar hafi veður hér á landi verið mjög milt og gott allt árið, svo gott að sætir tíðindum. -
Þriðjudagur 13. maí
Fordómar, njósnir, arkitektúr, fegurð, dýravernd og félagsvandi fíkniefna
Við hefjum Rauða borðið á samræðu um leigubílamálið; Íslendingur að nafni Navid Nouri segir svo komið að honum sé ekki stætt að stunda akstur leigubíls, líkt og hann hefur gert að atvinnu í nokkur ár, vegna aukinna fordóma í samfélaginu. Eiginkona Navids, Nanna Hlín Halldórsdóttir mætti með honum til Maríu Lilju. Jón Þórisson, arkitekt, segir frá stríðinu um söguskýringar á hruninu í tengslum við ásakanir á hendur sérstökum saksóknara, ræðir um njósnir og spillingu og segir okkur af samstarfi sínu við Evu Joly eftir hrun. Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt ræðir húsin í borginni í samtali við Björn Þorláks, um pólitík byggingarlistar, vöntun á frumkvæði og fegurð. Ágúst Ólafur Ágústsson, ritari Dýravelferðarsamtaka Íslands, mætir til Maríu Lilju og fer yfir hina meintu öfga í dýravernd. Eru öfgarnar kannski úr hinni áttinni? Við ræðum að lokum um vímuefnavandann. Erla Björg Sigurðardóttir, lektor í félagsráðgjöf og framkvæmdastýra á áfangaheimili fyrir konur, Helena Gísladóttir, dagskrárstjóri meðferðar Krýsuvíkursamtakanna og MA-nemi í félagsráðgjöf og Sara Karlsdóttir löggiltur áfengis og vímuefnaráðgjafi og dagskrárstjóri meðferðar hjá Samhjálp segja Gunnari Smára frá því hvernig félagsleg staða fólks með vímuefnaraskanir getur grafið undan möguleikum þess á bata. -
Mánudagur 12. maí
Trillusjómenn, spilling, fjölmiðlar, ofbeldi feðra, Me-dagurinn og heimþrá
Við hefjum Rauða borðið á spjalli Maríu Lilju við trillusjómenn sem voru fastir í landi vegna öldugangs í Faxaflóa. Hún kíkti um borð í Ríkey og ræddi við bræðurna um borð um daginn og sjóinn. Svo ræðir Björn Þorláks við Þorvald Logason spillingarfræðing um siðferðilegar meinsemdir líðandi stundar í þjóðfélaginu, um fjölmiðla og vaxandi ítök útgerðarinnar í upplýsingaheiminum, sölu Íslandsbanka og bankahrunið. Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir varði um daginn doktorsritgerð sína um feður sem beitt hafa ofbeldi. Hún kemur að Rauða borðinu og segir Gunnari Smára frá hvers hún varð vísari, veltir fyrir sér hvort ofbeldismenn geti breyst og hvernig samfélagið bregst við ofbeldinu og þeim sem beita því.Eyjólfur Eyvindsson mætir til Maríu Lilju og ræðir fréttir úr ríkjum sósíalismans. Þau fara á ferðalag um heiminn og ræða meðal annars nýtt bandalag Búrkína Fasó við Venesúela. Helga Edwardsdóttir, formaður ME félags Íslands og Stefanía Veiga Sigurjónsdóttir, flugfreyja og aðstandandi, ræða við Oddnýju Eir um ME á Íslandi í tilefni Alþjóðlegs dags ME vitundarvakningar. Æ fleiri glíma við langvarandi afleiðingar sýkinga og við þurfum að vera betur vakandi fyrir alvarlegum áhrifum þeirra á líf okkar. Jasmina Vajzovic sem fæddist í Bosníu en flutti ung til Íslands ræðir tilfinningar eins og heimþrá og ber saman kosti og galla landanna tveggja. Flókið getur verið að skilja táknkerfi Íslendinga, segir Jasmina. Björn Þorláks ræðir við hana í lok þáttar. -
Sunnudagurinn 11. maí
Synir Egils: Auðlindir, innviðir, traust og svik
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessi sinni koma þau fyrst Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ og þingmennirnir Halla Hrund Logadóttir og Sigmar Guðmundsson. Síðan taka þau við Árni Helgason lögmaður og varaþingmaður, Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og ræða veiðigjöld, bankasölu og fleira. Í lokin taka þeir bræður stöðuna á pólitíkinni með sínu nefi. -
Laugardagur 10. maí
Helgi-spjall: Pétur Þorsteinsson
Í Helgispjalli Ruða borðsins er Pétur Þorsteinsson prestur óháða safnaðarins, sem stendur á tímamótum. Á sunnudag messar hann yfir sóknarbörnum sínum í síðasta skipti, hann kallar það lífslokamessu. Pétur hefur lengi verið þekktur fyrir petrískuna en með gamansömum hætti hefur hann fundið upp nýyrði og gefið út, orð sem gjarnan snúa upp á tunguna. En hver er manneskjan á bak við tunguna og húmorinn? Björn Þorláks reynir að komast undir yfirborðið. -
Föstudagur 9. maí
Vikuskammtur: Vika 19
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau María Hjálmtýsdóttir kennari, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur, Haukur Már Helgason rithöfundur og Ása Björk Ólafsdóttir prestur og ræða fréttir vikunnar þar sem finna á njósnir, svik, deilur, þjóðarmorð, frið og nýjan páfa. -
Fimmtudagur 8. maí
Trillur, Grænland, ófriður, trans, þingkona og börn
Strandveiði byrjaði í vikunni. Gunnar Smári ræðir við Kjartan Sveinsson, formann Félags strandveiðimanna, um gildi veiðanna og verðmæti fyrir þjóðarbúið. Ný sláandi heimildarmynd um uppljóstrun á áður óþekktu arðráni á Grænlandi er til umræðu hjá Oddnýju Eir. Sólveig Ásta Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur og ný-doktor á hugvísindasviði HÍ, Már Wolfgang Mixa, dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Bryndís Björnsdóttir, myndlistarkona og doktorsnemi í mannfræði og Linda Lyberth Kristiansen sérfræðingur i málefnum árþjóða hjá Arctic Circle, ræða um Grænland og nýlenduhyggju. Átök hafa brotist út milli Indlands og Pakistan og bæta þau enn við ófriðinn í heiminum. Gunnar Smári ræðir við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri um þau átök en ekki síður um stefnu Bandaríkjastjórnar í alþjóðamálum og þá sérstaklega í Evrópu. Arna Magnea Danks, leikkona, leikstjóri, kennari, og mannréttinda-fréttaritari okkar segir Oddnýju Eir frá nýjustu Trans-tíðindin í tengslum við pólitík heima og heiman. Hinn óþekkti þingmaður þessarar viku er tónlistarkonan Ása Berglind Hjálmarsdóttir, ný þingkona Samfylkingarinnar. Ása Berglind ræðir líf sitt á persónulegum nótum við Björn Þorláks en í þættinum eru flest umræðuefni leyfð - önnur er pólitík! Eydís Ásbjörnsdóttir, þingkona og talsmaður barna á Alþingi segir okkur Oddnýju Eir frá helstu baráttumálum í málefnum barna um land allt og sérstaklega út frá sjónarhorni landsbyggðarinnar. - Visa fler