Spelade
-
Sigríður Kjaran Magnúsdóttir er ekkert eðlilega sjóuð og skemmtileg manneskja, með mikla reynslu og brennandi áhuga á matargerð. Hún hefur búið út um allan heim og sömuleiðis starfað í eldhúsum víða um heim. Sigríður er mjög nýtin, sniðug og iðin í eldhúsinu og haxmundarnir vella svoleiðis uppúr henni!
-
Bragðheimar eru uppi með sér eftir áhrifamikið spjall við ástríðukokkinn Pöttru Sriyanonge, sem deilir með hlustendum sinni listrænu nálgun á matreiðslu. Pattra elst upp við tælenska matargerð og sækir áhrifin mikið þaðan. Áhrifin sækir hún einnig frá þeim löndum sem hún hefur búið í, en þau eru ansi mörg. Pattra deilir með okkur rosalegum uppskriftum, Haxmundi Axeli og ýmsu fleira sem þú vilt ekki missa af.
Þátturinn er í boði Brauð & co, Blómstra, Ölgerðarinnar og Krónunnar.
-
Fyrsti þáttur af Bragðheimum er tileinkaður heilögum hleifnum, brauðinu sjálfu - það lá beinast við að faðir kolvetnisins yrði tekinn og étinn. Farið verður um víðan völl, hlustendur fá að skyggnast inn í heim tveggja svangra mjólkandi kvenna. Hvar er besta hleifinn að finna? hvaða rækjusamloka er best og þar fram eftir götunum.
-
Gestastælar, sparnaðarráð & sælkeraspjall á tímum mikillar verðbólgu og hárra stýrivaxta. Nautnaseggurinn og hlaðvarpsdrottningin Nadine Guðrún Yaghi deilir góðum sögum og ráðum með okkur.
-
Landsmót kássa og hægeldunar, Reykjavík Fusion og öll smjör ástin með flottustu Unni Birnu Backman. Stútfullur þáttur af kennsluefni og elegans!
-
Fanney Dóra er kokkur á heimsmælikvarða. Hún segir okkur frá ævintýrum sínum hjá Jamie Oliver og skólar okkur til í ostum, brauðtertum og íslenskum kryddjurtum. Hún segir meðal annars frá þeirri vannýttu auðlind sem grásleppan er, og hvernig hægt er að nýta hana til góðs. Ofboðslega fróðlegt og skemmtilegt spjall við þennan landsliðskokk sem hefur marga fjöruna sopið.
-
Hvað borðar meistari í matarmenningu í þynnkunni? Stefnir ísbíllinn í gjaldþrot og afhverju er enginn að fá sér kókflot í dag? Fyrir hvað standa samtökin "slow food" og hvernig má það vera að þau standa ekki fyrir hægeldun?
-
Afhverju er svona vondur matur í Finnlandi og Noregi og hvar er langbest að dæna í París? Hvers vegna er bekkurinn alltaf betri en sætið á veitingastöðum og hvernig er að vera grænmetisæta á tímum kjötætunnar?
-
Við fengum loksins að kynnast drottningu heimilishaldsins, Sólrúnu Diego. Hvernig viðhelduru vikumatseðli, signature eftirréttur Sólrúnar, heimilismatur æskunnar, endalaust af Haxmundum og svo margt fleira. Skemmtilegt og einlægt spjall með þessari góðu geit.
-
Hvernig er best að undirbúa, framkvæma og njóta góðrar veislu? Veisluvélin og arkitektinn Ólöf Örvarsdóttir svarar spurningum okkar og gefur okkur í leiðinni innsýn í sinn töfrandi matarheim.
-
Bragðheimabínurnar Eva & Solla líta yfir farinn veg og þræða leiðina norður yfir alvöru mauli. Hvar er best að stoppa á leiðinni norður, er gott að dæna á Akureyri og afhverju er enginn veitingastaður búinn að bjóða okkur út að borða? Standard, takk!