Spelade
-
Hismismenn setjast niður með Steve Dagskrá og kryfja kosningarnar framundan. Farið er yfir frammtistöðu flokkanna, leiðtoganna, stjórnarmyndunarviðræður og margt fleira. Vilhjálmur fer yfir mikla borgarferð alla leið úr Kórahverfinu, Grétar gerir grein fyrir rituali úr Litla-Stokkhólmi þar sem bestu synir hverfisins hittast og vaxa Barbour-jakkana sína auk þess sem skákhorn þáttarins er á sínum stað þar sem Árni fer yfir það þegar hann tók viðtal við Bobby Fischer.
-
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu kom ásamt einkaþjálfaranum Móða Bessa og ræddu þau um fitufordóma. Áhugaverðar umræður áttu sér stað þar sem Tara ræðir skaðaemi fitufordóma á meðan Móði Bessi talar um skaðsemi þess að vera of feitur. En hvað er það sem er raunverulega skaðlegt? eru það fordómarnir eða holdafar?
-
Deadpool, John Wick, Contraband, Ófærð, Mýrin og Djúpið - allt eru þetta myndir sem Elísabet Ronaldsdóttir hefur klippt og unnið að. Svo langt hefur hún náð í faginu að hún var valin í Óskarsverðlauna tilnefninganefnd og hlaut Fálkaorðuna fyrir störf sín. Hér ræðir hún upphaf ferilsins, að hlusta á sjálfa sig og standa með sér (hafna blockbuster verkefnum frá Marvel og skila Fálkaorðunni), 4. stigs krabbamein sem hún greindist með í átakanlegri framleiðslu Deadpool 2 og hvernig Ryan Reynolds sjálfur sá til þess að Elísabet fengi bestu krabbameinsmeðferð sem bauðst.
-
Í þessum þætti ræða Bryndís og Svanhildur um sína reynslu af þvi að annast börn og fullorðna en þó sér í lagi þá öldruðu. Hvað þarf t.d. að hafa í huga þegar kemur að dvöl á hjúkrunarheimili?
Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsU
Facebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/Viskubrunnar
Instagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
-
ON REGULA! ITS THE REGULAAA! Daglegt brauð í lífi mannkyns er furðulegra en þú heldur! við gerum asnalega hluti eins og að klippa tánegglur eða pissa sitjandi og erum i rauninni bara að tala um það í þessum þætti. Njótið.! Ísbúð Huppu, Nine kids, Daim, Orville poppkorn og fantaaaaa! Stef- Hamstra Sjarma - Prins Polo
-
Í þessum þætti deilir Sandra Ýr Grétarsdóttir átakanlegri sögu sinni af skyndilegu fráfalli sonar síns, hvernig hún leiddist út í neyslu í kjölfarið og leiðina aftur á beinu brautina.
-
Í þessum fyrsta þætti kynna vinkonurnar Díana Karen og Jóna Kristín hugmyndina á bakvið Móðurlíf.
-
Gestur þáttarins í dag er kennarinn, rithöfundurinn, matreiðslukonan og heilsufrumkvöðullinn Ebba Guðný eða Pure Ebba. Ebba hefur gefið út þrjár vinsælar bækur, "Eldað með Ebbu" uppskriftarbækur og síðan "Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?"
Í þættinum fórum við yfir matarmál barna, heilsuvegferð Ebbu og almenna umræðu um heilbrigðan lífsstíl.------------------------
Samstarfsaðilar þáttarins:
Toppur
www.purenatura.is - kóði "360heilsa" f. 15% afslátt
Borðum betur - www.360heilsa.is/bordumbetur -
Fimmtudagar eru æði ekki satt?
Í þætti dagsins segir Bylgja frá raunum ungs manns í Írlandi eftir frekar lélegt partý og Unnur segir frá máli þar sem einhliða ást unglings fer úr böndunum.
Í boði Marr og Ristorante.
mordcastid.is
instagram.com/mordcastid
facebook.com/mordcastid -
Heilbrigðisstofnanir og sérfræðingar leggja gjarnan áherslu á mikilvægi þess að borða "fjölbreytt". Samanber fæðuhring landlæknisembættisins. En er það í raun og veru mikilvægt? Hvernig borðuðum við fjölbreytta fæðu hér áður fyrr þegar lítið úrval var af fjölbreyttri fæðu? Þetta og fleira spjalla ég um með Ævari Austfjörð. Til að lesa pistil hans um málefnið smelltu hér: https://bit.ly/2FyYdAA
------------------------
Samstarfsaðilar þáttarins:
www.sportvorur.is - ON hlaupaskór
www.purenatura.is - 25% afsláttur af PN vörum m. kóða "360heilsa"
-
Guðni Th. í stórskemmtilegu spjalli um hlaupaferilinn, hraunið í Vestmannaeyjum, Oxford, ævisögu (í óþökk) Kára Stefánssonar, sáttarfundi þeirra í London, lýðheilsu, geðheilsu, líkamlega heilsu og hvernig við getum og eigum að hafa áhrif á eigin örlög.