Spelade
-
Edda Falak er fjármálafræðingur, áhrifavaldur og stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur. Í þættinum ræði Edda hugrekki, að fólk haldi að hún sé karlahatari, að slaka á í lífinu, mismunandi skoðanir, veikindadaga, að sinna færri boltum en fleirum og margt margt fleira.
þátturinn er í boði:
Your Super - https://tropic.is/voruflokkur/ofurfaedur/your-super/
Sumac - https://sumac.is/
Kristall - https://www.olgerdin.is/
Sportvörur - https://sportvorur.is/
-
Ólafur Grétar Gunnarsson er hjónabands og fjölskylduráðgjafi. Í þættinum ræðir Ólafur sambönd, algeng vandamál í samböndum og lausnum við þeim, barneignir og sambönd, að fjárfesta í samböndum, einföld tæki og tól til að gera sambönd betri, afhverju fólk hættir saman, hvað sé mikilvægt að hafa í huga í samböndum á meðgöngu og við barneignir, hversu mikilvæg sambönd eru fyrir velferð barna og margt margt fleira.
þátturinn er í boði:
Te og kaffi - https://www.teogkaffi.is/
Your Super - https://tropic.is/voruflokkur/ofurfaedur/your-super/
Sumac - https://sumac.is/
Kristall - https://www.olgerdin.is/
Sportvörur - https://sportvorur.is/
-
"Hvað þekkir þú marga sem eru ekki fórnarlömb? Sem eru ekki að ásaka sig eða annan, ásaka ríkisstjórnina, sem eru ekki að réttlæta sína tilvist og afsaka sig? Af hverju? Því það er einhver ávinningur af því að vera fórnarlamb í eigin sögu. Þá geturu réttlætt vanmátt þinn og útskýrt af hverju þú ferð ekki á fætur, af hverju þú drekkur eða borðar svona mikið. Það er bara eitt lögmál: orsök og afleiðing. Ef þú ert að upplifa þjáningu eða vanmátt þá ertu að stórum hluta að valda því sjálfur."
Guðni Gunnarsson er lífsráðgjafi og einn af frumkvöðlum Íslands á sviði líkams- og heilsuræktar. Hann hefur starfað við fagið í tæpa fjóra áratugi og er m.a. fyrsti einkaþjálfarinn á Íslandi.
-
Trigger warning. Ingibjörg er tveggja barna móðir úr Mývatssveit. Hún er þremur vinnum og ein af þeim er OnlyFans. Við ræðum aðeins staðalímyndir, geðsjúkdóma og kynlífsvinnu. Ingibjörg ræðir einnig skömmina sem fylgir því að vera nauðgað, hvernig hún kenndi sér um að hafa verið of freðin, að hún hefði nú átt að passa sig betur. Slíkur hugsunarháttur kemur líklegast frá samfélaginu, samfélagið segir þér að þú átt ekki að vera of full og ekki of sexy. Við ræðum einnig um kynlífsvinnu og hvað við flokkum undir feminisma og hvað ekki.
-
Jói Dagur er rappari og má eflaust kalla "legend in the game". Jói Dagur var í neyslu í 16 ár og hefur upplifað margar skuggahliðar lífsins og verið á stað sem hann óskar engum að vera á. Jói dagur segir meðal annars frá hræðilegri reynslu þegar hann og vinur hans reykja saman fentanýl plástur sem leddi til þess að Jói fór í hjartastopp. Vinur hans reynir síðan að vekja hann með því að kveikja í hönd hans. Jói barðist við fíknisjukdóminn í 16 ár og talar um skaðsemi fordóma gagnvart fíklum og afhverju afglæpavæðing neysluskammta sé mikilvæg fyrir samfélagið og fólk sem glímir við fíknisjúkdóm.
-
Rapparinn Vigdís Howser Harðardóttir, sem gengur undir listanafninu Fever Dream flutti frá Berlín til Íslands eftir að hafa fengið nóg af “Partý Berlín” í bili. Vigdís var einnig meðlimur í Reykjavíkur dætrum þar og túruðu þær um allan heim. Hún segir vanta allt pönk í íslenskan feminisma. Við ræðum aðeins afhverju Vigdís hætti í Reykjavíkurdætrum, white feminism, ofbeldi í æsku og fl.
-
Gunnar hansson þekkja nú kannski flestir en hann er hvað þekktastur fyrir að leika Frímann Gunnarsson. Gunnar lifði einn með reynslu sinni af kynferðislegri misnotkun lengi og sagði ekki nokkrum lifandi manni frá því. Við ræðum aðeins um metoo bylgjuna og segir hann meðal annars: “Ég hef oft hugsað, þarna stíg ég fram og segi frá, þar sem gerandinn minn er Karl Vignir, sem er alveg svona “sterio týpískur lóner perri”. Hvað ef ég hefði stigið þarna fram og sagt frá þessu og þetta hefði verið landsþekktur maður sem er þekktur fyrir eitthvað gott, frægur íþróttamaður, eða stjórnmálamaður eða hvað ef hann hefði verið í fjölskyldunni minni? Því viðbrögðin sem ég fengið við það að stíga fram, í bæði skiptin, voru í einu orði sagt jákvæð.”
Þátturinn er í boði:
https://omnom.is/
-
Einkaþjálfarinn og samfélagsmiðlastjarnan Gummi Emil hefur engan tíma fyrir kvenfólk, hann hefur verið upptekin. Agaðari mann er erfitt að finna og hefur hann náð góðum árangri í sinni íþrótt. Á þessu ári tók hann þátt í Arnold Classic UK og síðan Íslandsmeistaramótinu í Fitness þar sem hann tók annað sæti. Fyrir mótin var hann að æfa 12x í viku og borðaði í kringum 1500 kaloríur og segir meðal annars “ég lenti í því á fimm daga fresti að taka bara “GÚFF”, tvær Flatey pizzur, snúður og burger”. Rétt fyrir mótið var hann farinn að vilja mat sem hann myndi aldrei borða, farinn að þefa af mat, horfa á matarvideo og horfa á aðra borða. Gummi losaði sig við 9kg á sólahring og ræddum við aðeins um heilbrigði, hvernig áhrif þetta hafi á hausinn, hvers vegna maður leggi allt þetta á sig og hvað maður fái út úr því.
Þátturinn er í boði:
https://omnom.is/
-
Íris Svava er ein mesta drottning landsins og er þessi þáttur tileinkaður “janúar megrunar áróðrinum” sem fer líklegast að skella á. Íris er virk á í umræðunni um líkamsímynd og talar um sína vegferð að vellíðan. Áður hefði hún aldrei keypt sér þröngar buxur eða sutta boli og valdi hún sér alltaf flíkur sem faldi magann. Hún keypti sér oft flíkur í minni stærðum sem “hvatningu”. Hún segir mikið frelsi að kaupa sér flíkur sem passa akkúrat núna og stærði skipti engu máli því hún skilgreinir okkur ekki. Hún segir það misskilning að “body positivity” geti farið út í öfgar, því fyrst og fremst snúist þetta um að líða vel í eigin skinni og þá er auðveldara að leita í almennt heilbrigði og líkaminn aðlagist með bættir andlegri heilsu.
Þátturinn er í boði:
https://omnom.is/
-
TW: Björk Lárusdóttir er ung transkona sem varð fyrir hrottalegum árasum með stuttu millibili. Skilaboðin sem deild voru á Eiginkonur Instagram eru skilaboð sem send voru á hana. Strákar voru að senda á hana og segjast ætla að nauðga henni og nota hana sem kynlífsþræl. Björk varð síðan fyrir hræðilegri árás þar sem maður braust inn til hennar og nauðgaði henni. Stuttu seinna var hún frelsissvipt í sex klukkutíma og brotið var á henni. Björk lagði fram kæru en hefur hvorki fengið neyðarhnapp né svar frá lögreglu. Hatursorðræða og hótanir á netinu eru miklu alvarlegra en fólk gerir sér grein fyrir því fólk meinar það sem það segir. Það er ekki nóg að styðja baráttu trans kvenna með því að halda bara með þeim, það þarf að berjast með þeim.
-
TW: Dagmar Rós kom og talaði um þegar henni var byrlað árið 2009. Það var brotið á henni kynferðislega og veit hún ekki ennþá í dag hversu margir þeir voru. Hún byrjaði fyrst að vinna í sér árið 2019 og leitaði sér aðstoðar hjá Stígamótum. Árið 2019 verður hún síðan fyrir kynferðisbroti af hálfu manns sem var mjög náinn fjölskyldunni. Brotið átti sér stað í brúðkaupinu hans þar sem hann nauðgar henni. Dagmar fékk sér lögfræðing og kærir bortið, hún talar aðeins um hversu erfitt það er fara í gegnum þetta ferli og hún sé enn að bíða eftir niðurstöðu úr málinu. Dagmar er gjörsamlega mögnuð og segir hún fleiri stelpur hafi haft samband við sig vegna sama manns.
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Trigger warning: Ástæðan fyrir þessu viðtali er til þess að varpa ljósi á raunveruleikann. Það er varla hægt að skilja það hugrekki sem Helga býr yfir og hvernig það hefur verið að búa við þessar aðstæður. Helga Agatha var í ofbeldissambandi í sex ár og gift í fimm. Hann barði hana, nauðgaði henni, drap dýrin hennar fyrir framan hana og dóttur og frelsissvipti hana þegar honum sýndist. Árið 2014 gerðist það að Helga var næstum því dáin. Hann pyntaði hana og nauðgaði í 2 daga og endaði hún með 5 brotin rifbein, gat á lungu, brot í kjálkabeini, brenndar gerivörtur og innvortis blæðingar. Spítalinn kærði en málið fór ekki lengra. Helga fer aðeins á hvernig kerfið braust henni og gerir enn og talar einnig um afskiptaleysi fólks. Það eru fleiri konur sem búa við heimilsofbeldi og segir hún að það sé leið út. Hún lifir góðu lífi í dag og segist hafa fundið enhvern ólýsanlegan kraft til þess að opna á þetta og hvetja fólk til þess að skipta sér af ef það heldur að fólk búi við heimilsofbeldi.
Þátturinn er í boði:
The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is
-
María rún Bjarnadóttir er lögfræðingur og verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglunni (rls). RLS fóru af stað með herferð þar sem karlmenn eru hvattir til að vera ekki “þessi gaur”. Þetta snýst ekki um að allir karlar séu kynferðisafbrotamenn. Karlar þurfa að vera virkir í því að brjóta upp þessi samfélagsmynstur og staðalmyndir vegna þess að það er ekki bara skaðlegt fyrir konur, það er líka skaðlegt fyrir karla. Við ræðum einnig um síðuna umtöluðu, þar sem verið er að óska eftir nektarmyndum af stelpum. María segir lögregluna ekki hafa lagaheimildir til þess að taka síðuna niður þrátt fyrir lög um stafrænt ofbeldi. Lögreglan hefur bara leyfi til þess að taka niður heimasíður hýstar léni sem er “.is” og bara ef það sem kemur fram á síðunni, varðar við sex ára fangelsi eða meira.
Þátturinn er í boði:
https://omnom.is/
-
Fáir sem ekki flokkast undir starfsstétt kennara hafa eytt jafn miklum tíma inni í skólastofum landsins og Þorgrímur Þráinsson. Eftir 13 ár af fyrirlestrum innan veggja skóla landsins deilir Þorgrímur fast mótuðum skoðunum sínum á hegðun samfélagsins gagnvart börnum, greiningu á vandamálinu sem skapast og úrræða sem þarf að grípa til.
Þar að auki ræðum við rithöfunda-, blaðamanna- og knattspyrnuferilinn. -
Ohh boy! myndi ekki breyta neinu ef ég væri með apple air tag upp i rassgatinu nuna! svona er tæknin mögnuð! VIÐ COVID MUNUUUM SIGRA! SIGRA! sigra þátturinn er í boði: Ísbúð Huppu, Orville poppkorn, Swiss miss og fantaaaaa! Stef- Hamstra Sjarma - Prins Polo
-
Fyrsti vikuþáttur ársins!
Svakalega langur enda gríðarlega viðamikið mál sem Unnur segir frá.
Margar spurningar sem vakna og við fáum alls ekki svar við þeim öllum.Í boði Orville, Digest, Ristorante og Ömmu Mús.
Óklipptan þátt er hægt að finna inná www.pardus.is/mordcastid
-
TW. Margrét kynntist barnföður sínum mjög ung og byrjaði ofbeldið mjög snemma. Hann beitti hana líkamlegu og andlegu ofbeldi sem stóð yfir í langan tíma. Við spyrjum oft brotaþola “afhverju fórstu ekki?”. Fyrstu mánuðirnir í sambandinu voru dásamlegir og taldi hann hana trú um að hún væri einstök. Hann fór síðan að beita hana andlegu ofbeldi sem fólst í niðurlægingu og skömmun og beitti hana einnig líkamlegu ofbeldi. Fjölskyldan hans setti yfirleitt skömmina á Margréti og átti hún að hafa reitt hann til reiði með þeim afleiðingum að hann lyfti henni upp og fleygði henni í gólfið, fyrir framan barnið. Ekki spyrja þolanda heimilsofbeldis “afhverju fórstu ekki?” Það fylgir því mikill ótti að fara frá ofbeldismanninum því þetta gerist inn á þínu eigin heimili. Þar sem öryggi þitt og skjól á að vera og þegar ógnin býr innan veggja heimilisins veit maður ekkert hvert maður á að fara.
-
Súsanna kemur frá yndislegu heimili en fann að það var eitthvað sem vantaði í líf hennar. Hún byrjaði 12 ára í fíkniefnaneyslu eftir að hún prófaði einu sinni hass með vinum sínum. Hún var síðan greind með geðhvarfasýki sem ekki er vitað hvort kom vegna neyslu. Ég og Súsanna vorum saman í menntaskóla og talar Súsanna um að hafa búið í greni í kringum þann tíma, hún segir ekki hægt að lýsa þeim aðstæðum sem hún bjó við og að myglan í vaskinum hafi verið margra vikna gömul. Hvernig fjármagnar svona ungur krakki neyslu? Súsanna segist ekki hafa verið beint að selja sig en hafi valið kærastana sína eftir því sem hana vantaði á þeim tíma og hafi gert hluti einungis til þess að fjármagna neysluna sína. Árið 2017 greinist Súsanna með krabbamein og er hún var með hægvaxandi blóðkrabbamein sem birtist í húðinni sem hún er ennþá að glíma við. Súsanna er ótrúlegur einstaklingur og segir að maður þekki ekki eigin styrk fyrr en reynir á.
-
Sigrún Eir var lengi í eitruðu sambandi. “Afhverju hættiru þú ekki bara með honum?” er spurning sem margir spyrja en einstaklingur í andlegu ofbeldissambandi áttar sig oft ekki á ofbeldinu. Andlega ofbeldið var notað til að brjóta Sigrúnu markvisst niður og höggva í sjálfmynd og sjálfsvirðingu hennar. Sigrún var farin að tipla á tánum í viðleitni hans til þess að forðast hugsanlega árekstra eða leiðindi. Hann skammtaði henni pening og reiddist henni þegar hún tók bensín á bensínstöðvum sem voru dýrar. Hann kenndi henni um þegar myndir í sjónvarpinu voru pixlaðar og sakaði hana um að hafa verið að horfa of mikið á sjónvarpið. Hann stjórnaði henni með reiði og fýlu og hækkaði útvarpið yfir hana þegar hún talaði. Sigrún segir umræðuna um andlegt ofbeldi svo mikilvæga því ofbeldið getur verið lúmskt og situr lengi í manni.
-
Steinunn Ólína er fyrrum formaður feministafélagsins í MH, hún var umboðskona reykjavikurdætra og talaði opinberlega um þá tilfinningu að finnast sem „mér hafi ekki verið nauðgað nógu mikið“. Hún áttaði sig á því að það væri algengara en hún hélt að fólki fyndist „það ekki eiga rétt á því að ræða sina sögu“ einfaldlega því „hún teldist ekki nógu traumatísk“ - Hvað er nógu mikið trauma til þess að það „teljist marktækt“ - og er einu sinni hægt að skilgreina það? Steinunn er ein sú allra besta og ein sú mikilvægasta sem við höfum þegar kemur að umræðunni um feminsima.
Þátturinn er í boði:
https://omnom.is/
- Visa fler