Spelade
-
Ekki missa af Hæ hæ afmælis-sýningin er 25. júní í Gamla Bíó - miðar á tix.is!
Þáttur dagsins: Hjálmar fór á gamalt gott fyllerí - og hitti edrú Helga í miðbænum og flæktist Jakob Frímann inn í málin. Svo varð uppákoma í gufubaði í Breiðholti með gömlu karli sem endaði í rifrildi. Og hver er munur á djamminu og kakóseremóníu? Í leikþættinum hringdi óvæntur aðili inn í Útvarp Sögu.
IG: hjalmarorn110 & helgijean
Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe-a -
Til okkar mætti Viktoría Hermanns - dagskrárgerðarkona á RÚV. Hún ræddi um blaðamannaferilinn frá DV til RÚV. Sambandið við Sóla Hólm - og fyrsta deitið. Vandræðalegu mómentin á ferlinum - og hvernig fréttirnar hafa breyst.
Takk fyrir að hlusta!
IG: helgijean & hjalmarorn110 -
Simmi Vill mætti til okkar og fór yfir allt sem gerst hefur: skilnaður, dómsmál, fráfall föður hans, öll fyrirtækin - og nýi ferillinn sem áhrifavaldur með maska og kanínueyru á Instagram.
Takk fyrir að hlusta - Munið að subscribe-a
IG: simmivill & helgijean & hjalmarorn110 -
Í þessum þætti var farið yfir stöðuna á Helga sem einum eftirsóttasta piparsvein landsins. Hjálmar hafði sína skoðun á málinu. Er í lagi að leyfa makanum að sofa hjá öðrum? Jú þetta er allt að frétta í þættinum.
Takk fyrir að hlusta - Munið að subscribe-a!
IG: helgijean & hjalmarorn110 -
Í þætti dagsins byrjar Hjálmar á erfiðum valkostum - en hann nær sér aftur á strik - og setur út vafasamar fullyrðingar sem tengjast Vesturbænum. Og svo kemur í ljós í lok þáttar að það er í lagi að láta sér leiðast.
Takk fyrir að hlusta - Munið að subscribe-a.
IG: helgijean & hjalmarorn110 -
Til okkar mætti Ólíver Þorsteinsson í eitt af einlægu viðtölunum í Hæ hæ. Ólíver gekk í gegnum dimma dali í kvíða og þunglyndi - en sneri blaðinu við, skrifaði bók - og segir okkur frá lífi sínu í dag. Við förum líka inn í umræðu um að missa sveindóminn - og pressuna við að vera ungur í dag.
IG: oliverdorada & helgijean & hjalmarorn110 -
Í þætti dagsins var stiginn léttur dans við játningar. Sumt af því var hátíðlegt, eitt kjánalegt - og annað hjákátlegt. Hvernig datt okkur þetta allt í hug?
Takk fyrir að hlusta - Munið að subscribe-a!
IG: helgijean & hjalmarorn110 -
Jú - það er 100. þáttur af Hæ hæ mættur! Í honum var viðeigandi að fá heimsmethafa og Íþróttamann ársins 2019 á Íslandi Júlían J.K. Jóhannsson. Það er sjaldgæft að hitta svona mjúkan mann sem er svona svakalega sterkur. Nýbakaður faðir og heljarmenni sem kann að refsa járninu og spila á mýkri strengi hjartans.
IG: helgijean & hjalmarorn110 -
Helgi fór í saklausa ferð niður Stuðlagil á einhyrningi og setti á Instagram. Í þættinum ræddum við allt saman sem gerðist í kjölfarið. Þetta er viðhafnarþáttur þar sem engu er sleppt!
IG: helgijean & hjalmar
Takk fyrir að hlusta & Munið að subscribe-a. -
Í þætti dagsins var rætt um tilfinningar og tár - þó að sjálfsögðu væri hart skotið inn á milli. Eins var tekinn snúningur á 2 metra lögreglunni sem leynist víða!
Takk fyrir að hlusta - Munið að subscribe-a!
IG: hjalmarorn110 & helgijean -
Bakaraboxarinn Hilmir Hjálmarsson mætti til okkar og fór bæði hátt upp - og á dýptina. Hann talaði um erfiða þunglyndið - uppsveifluna - föðurhlutverkið - og föstur. Þáttur sem fer víða um líkamlega og andlega heilsu!
IG: primal_viking - hjalmarorn110 & helgijean -
Hjálmar hljóp 1 km. um helgina - og Helgi fór 85 kílómetra á hálendinu - en aðeins annar þeirra var með strengi. Svo kom uppljóstrun frá Ljósu sem sýnir sérstaka tækni Hjálmars með uppþvottavélar.
IG helgijean & hjalmarorn110
Takk fyrir að hlusta- Munið að subscribe-a! -
Í þætti dagsins förum við fyrir allskonar hluti - eins og hvort það sé nauðsynlegt að eignast börn - nauðsynlegt að eignast maka - eða hvort maður eigi að vera einn og yfirgefinn að eilífu.
Svo verður líka rætt um kakó - í með og á móti.
Takk fyrir að hlusta - Munið að subscribe-a.
IG: helgijean & hjalmarorn110 -
Til okkar mætti Erna Kristín - drottning af Ernulandi. Erna hefur unnið úr allskonar uppákomum lífsins - og vinnur nú með jákvæða sjálfsmynd. Hún skellti í grjótharða játningu - sagði frá klandri með kvensjúkdómalækninn og áfallinu sem mótaði hana.
Takk fyrir að hlusta - MUnið að subscribe-a!
IG: Ernuland - helgijean - hjalmarorn110 -
Til okkar mætti Björn Bragi Djöfulsson og fór vítt og breitt um ævi sín og störf. Upp poppuðu sögur af prakkarastrikum, yfirheyrslum, játningum, mögulegum barneignum og lífinu í gríninu.
Takk fyrir að hlusta. Munið að subscribe'a!
IG: helgijean & hjalmarorn110 & bjornbragi -
Drottningin af Smartlandi Marta María mætti og við tóku umræðu um umræðuna. Upphafið í fjölmiðlabransanum - árin á Vefpressunni - Smartlandið - viðtalið/viðreynsluna við Pál Winkel og bollann hans Davíðs Oddssonar.
-
Í þátt dagsins mætti sjálfur fjármálaráðherrann og sjéntilmaðurinn Bjarni Ben. Hann fór yfir mennskuna á bakvið manninn í pólitíkinni. Hann kom með játningar af sex ára Bjarna Ben - afa hlutverkinu - morgunrútínuna - og hvort hann væri til í að vera með Litla-Bjarna til að hjálpa sér í lífinu.
Takk fyrir að hlusta - Munið að subscribe-a.
IG: helgijean & hjalmarorn110 - Visa fler