Lyssna senare
-
Áskriftarleið fyrir viðtalið í heild sinni: https://www.patreon.com/einpaeling
Kristín Sif er útvarpskona á K100, hnefaleikakona, Crossfit þjálfari og margt fleira. Kristín hefur gengið í gegnum margt á sinni lífsleið og í þessu hlaðvarpi fjallar hún um það hvernig best sé að takast á við áföll og hvernig hægt sé að nýta þau í að vera þakklátur með það sem maður hefur. Þórarinn og Kristín ræða sjálfsvorkunn, hvort að kurteisi sé verðmætari en hreinskilni, míkrónarratív, uppeldi, mistök og #MeToo og hvort að hægt sé að gera kröfur á einstaklinga til þess að takast á við eigin vandamál.
Áskriftarleið fyrir viðtalið í heild sinni: https://www.patreon.com/einpaeling -
Leikarinn sem er búsettur í 101 og elskar latte en vill helst verða bóndi. Hilmir Snær er einn af okkar ástsælustu og ræðir hér Fóstbræður og grínið, hestamennskuna, sjómennskuna, flogaveikina og að verða of meðvitaður um sjálfan sig á sviði.
-
“Ég get tekið undir það ég er alveg grjótharður gamli skólinn.”
Willum Þór ræsti skólagönguna 5 ára gamall, lék með yngri landsliðum í körfubolta, fótbolta og handbolta ásamt því að leika fyrir meistaraflokk KR í öllum þremur greinunum á sama tíma.
Kennari, þjálfari og alþingismaður af gamla skólanum sem hefur aldrei felt niður kennslu, tekið sér veikindadag frá vinnu og er með 99% mætingu á þingið.
Samnefnarinn í íþróttum, kennslu og pólitík krufinn til mergjar og heimspekilegar pælingar frá hægum manni, að eigin sögn, sem getur þó séð rautt og gengst þá við viðurnefninu Tryllum, að annarra sögn.
-
Fyrir um 10 árum skrifaði Jóhann Hauksson blaðamaður bókina Þræðir valdsins. Bókin vakti mikla athygli og fjallar um tengsl viðskipta og stjórnmála á Íslandi; aðstöðubrask, klíkuskap og frændhygli. Þórarinn ræðir við höfundinn um Þræði valdsins í sögulegu samhengi. Telur Jóhann að hlutirnir hafi breyst á þeim 10 árum sem liðin eru frá útgáfu bókarinnar?
-
Jón Ívar er prófessor við læknadeild Harvard Háskóla í Boston. Þórarinn ræðir við hann um hvaða afleiðingar harðar aðgerðir hafa haft í faraldrinum, vísindalegan sannleika, skuggabann samfélagsmiðla, sænsku leiðina, umfjöllun kveiks um bólusetningar, hræðsluáróður og tjáningarfrelsi.
-
S01E80
– Hinrik Þór er alls ekki venjulegur maður. Hann á stórfurðulega ævi að baki og lifir í dag lífi sem myndi sjálfsagt ekki henta öllum. Hann hefur aldrei haft skýra stefnu en þó hefur hann verið viss í sinni sök og vitað hvar áhuginn liggur. Neysla og óregla kom þó í veg fyrir að hann næði takmörkum sínum, ástand sem knúið var af kvíða og rótleysi. Hann var mjög týndur um tíma og lét sig hverfa til útlanda. Á þessum 40 árum hefur hann unnið afar mikið en stundum afar lítið, eignast tvö börn, annað á fremur hefðbundinn máta en hitt við ólíklegri aðstæður. Hann hefur komið reglu á líf sitt og horfir mjög gagnrýnið yfir fortíðina með húmor og hreinskilni að vopni. Það er nákvæmlega enginn eins og Hinrik og hann er næstum óraunverulega skemmtilegur.Gott spjall. Og langt.
– Síminn Pay býður upp á STVF.Tjúllað tilboð hjá The Skyr Factory, Höfðatorgi og Katrínartúni. Allar skálar og boozt á 1.000 kr í Pay appinu! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. – Omnom býður upp á STVF. Vetrarlína Omnom sækir, líkt og fyrri ár, innblástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jóla. Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies & Spiced White + Caramel. – Bónus býður upp á STVF. Nýr grís og lengri opnunartími. Ég vann einu sinni í Bónus. Það var í kringum aldamótin og síðan hefur auðvitað margt breyst. Sumt breytist samt ekki því Bónus selur þér ennþá nauðsynlegar vörur á dísent verði. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.