Avsnitt
-
Brynjólfur Gauti er doktorsnemi við Háskóla Íslands í tölfræði en heldur einnig úti síðunni metill.is þar sem hann framreiðir gögn um málefni líðandi stundar á skiljanlegan hátt. Brynjólfur talar við okkur um námið sitt, gagnamenningu og framsetningu á gögnum. Við tölum um þau verkefni sem hann hefur unnið við og birt gagnagreiningar á, þar ber að nefna COVID gögnin frægu, HM í handbolta, ríkisstjónarkosningarnar 2024, fjármál stjórnmálaflokka, landsspítalann og margt fleira.
-
Guðríður Steingrímsdóttir er öryggisstjóri hjá Syndis sem hefur sérstakan áhuga á öryggisvottunum. Við ræðum við hana um hvernig fyrirtæki geta fyrirbyggt stórslys með því að hafa öryggismál í góðu standi. Guðríður reynir því að beina tali sínu að jákvæðri öryggismenningu sem snýr að fyrirbyggjandi aðgerðum frekar en að einblína á hvað er hægt að gera ef/þegar allt fer á versta veg. Á þeim nótum tölum við um öryggisstaðla og hvernig hægt er að fá hjálp við að koma öryggismálum hjá sér í betra stand.
-
Saknas det avsnitt?
-
Í þættinum ræða Kristjana og Stefán við Unu Maríu um hvernig tækni er að hafa áhrif á hönnun. Una segir frá því hvernig tækni og forritun var stórt partur af hennar námi í grafískri hönnun. Herferð almannavarna í heimsfaraldrinum er einnig rædd en þessa dagana er Hönnunarsafn Íslands að varðveita herferðina.
-
Benedikt Geir Jóhannesson er yfir gagnavísindadeildinni hjá Skattinum. Í þættinum ræðum við við Benedikt um hvað þau eru að gera til að sjálfvirknivæða vinnuna sína. Við ræðum einnig við hann hvaða áskoranir þau eru að glíma við, hvaða tækifæri eru í gögnunum þeirra, mikilvægi þess að grípa skattsvik og hvernig það er að búa í Mosó.
-
Join us as Taylor Garcia Van Biljon dives into the world of UI and UX, exploring how they shape digital products and our daily lives. Taylor shares her journey from starting her career in a museum to working as a UX designer at Gangverk.
-
Hrefna Björg Gylfadóttir, verkefnastjóri hjá Marel kom í viðtal í UTvarpið til að ræða vinnustaðamenningu og fjarvinnu. Við fórum yfir það hvernig menning hefur áhrif á móral og hvað er hægt að gera til að styrkja hvoru tveggja.
-
Helgi Hrafn er fyrrverandi alþingismaður og forritari. Helgi ræðir við okkur um tækni og lýðræði og hvernig þessi tvö hugtök tvinnast saman í samtímanum. Við förum víða í spjallinu og snertum á ýmsu eins og rafrænum kosningum, samfélgsmiðlum, risastórum tæknifyrirtækjum, eftirliti, ritskoðun, lagarömmum fyrir tækninýjungar og opnum hugbúnaði. Þetta var virkilega áhugavert spjall sérstaklega á tímum þar sem lýðræðið gæti átt undir ákveðið högg að sækja.
-
Stefán Ólafsson er lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Stefán ræðir við okkur um máltækni. Við reynum að kanna svið máltækninnar og snertum á helstu hugmyndum og skilgreiningum. Við ræðum helstu vandamál og möguleika sem máltækni hefur upp á að bjóða þar sem við snertum á hlutum eins og vélþýðingum, talgerflum, talgreinum og risastórum mállíkönum.
-
Inga Björk er sérfræðingur hjá Þroskahjálp og aðjúnkt við menntavísindasvið hjá Háskóla Íslands. Inga ræðir við okkur um aðgengi og þá helst þegar kemur að aðgengi í tækni. Við snertum á mörgu, enda flókið mál, en meðal annars þá tölum við um hvernig fatlað fólk notar tækni, mikilvægi aðgengis í tækni, hindranir sem fatlað fólk glímir við og þær leiðir sem hægt er að fara til að stuðla að algildara aðgengi í tækniheiminum.
-
Kristinn R. Þórisson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur vægast sagt farið víða og við ræðum hans vegferð í byrjun þáttar, allt frá LEGO yfir í NASA. Í þættinum ræðum við þó aðalega róbóta eða vélmenni eða þjarka. Við snertum á hlutum eins og framleiðslu róbóta, afleiðingum víðtækrar róbótanotkunnar og hvers konar róbótar verða algengir í framtíðinni. Einnig ræðum við aðeins um gervigreind.
-
Sigurhanna Kristinsdóttir er reynslubolti í að þjálfa teymi í tæknigeiranum. Sinna ræðir við okkur um mikilvæga eiginleika teymi og hvernig er hægt að stuðla að góðri teymisdýnamík. Við ræðum einnig check-in og hvort það sé mikilvægt að þekkja teymismeðlimi sína. Í lokin förum við svo yfir áhugaverðar og krefjandi aðstæður sem geta komið upp á vinnustöðum.
-
Guðjón Vilhjálmsson leiðir hugbúnaðarþróun hjá Laki Power og hefur komið víða við á sínum ferli. Guðjón ræðir við okkur um bakgrunn sinn, störf og svo að sjálfsögðu um hugbúnaðaðarþróun. Hugbúnaðarþróun er vettvangur sem hefur stækkað og mótast gríðarlega hratt á síðustu áratugum og ekki hefur hægst á þeirri vegferð upp á síðkastið. Samræðurnar koma meðal annars inn á helstu hugtök og hvað hafa þarf í huga þegar kemur að þróun hugbúnaðar, hverjir eru þátttakendur og hlutverk þeirra, aðgengismál og framtíð hugbúnaðarþróunar.
-
Aron Heiðar Steinsson er rafmangstæknifræðingur og starfar hjá Nova sem séní í fjarskiptum eins og hann orðar þetta. Hann hefur komið að dreyfingu 5G nets á Íslandi og spjallar við okkur einmitt um þessa tækni. Við ræðum um muninn á 5G og eldri kynslóðum fjarskipta, tæknina bakvið þessi þráðlausu internet fjarskipti og bara hvað ber að hafa í huga í þessum málum á næstunni.
-
Yngvi Björnsson er prófessor við tölvunarfræðideildina í Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur beint athyggli sinni að gervigreind um langa hríð og var því heiður að fá að ræða við hann um einmitt það. Við spjöllum um gervigreind á almennum nótum svo þátturinn er aðgengilegur fólki óháð bakgrunni þess. Við förum vítt og breytt í samtalinu og snertum meðal annars á sögu gervigreindar, hvað gervigreind yfir höfuð er, hvað gervigreind er fær um að gera, gervigreind í tölvuleikjum og framtíð hennar. Við vonum að þið njótið þáttarinns jafn mikið og við nutum þess að taka hann upp.
-
Í spurningakeppni UT hlaðvarps Ský, UT-svar, sitja til svara fulltrúar frá þremur af þeim níu fyrirtækjum sem tilnefnd voru til UT verðlauna Ský. Í þessum þætti keppa þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir fyrir Almannaróm, Davíð Thoroddsen Guðjónsson fyrir Sýslumenn og Richard Ottó O'Brien fyrir Aurbjörg.
-
Í spurningakeppni UT hlaðvarps Ský, UT-svar, etja kappi fulltrúar frá þremur af þeim níu fyrirtækjum sem tilnefnd voru til UT verðlauna Ský. Í þessum þætti keppa þau Ása Júlía fyrir Alfreð, Kjartan Þórisson fyrir Noona og Kristján Andri fyrir Aha.is
-
Í spurningakeppni UT hlaðvarps Ský, UT-svar, etja kappi fulltrúar frá þremur af þeim níu fyrirtækjum sem tilnefnd voru til UT verðlauna Ský. Í þessum fyrsta þætti etja kappi Bryndís Bjarnadóttir fyrir CERT-Ís, Guðmundur Egill fyrir Dineout og Lee Roy Tipton fyrir AwareGO.
-
Sævar Helgi Bragason hefur verið sýnilegur í vísindamiðlun hér á landi um árabil. Í þessum seinni hluta höldum við áfram að ræða um framtíðina og spekúlerum um hvað við gætum séð gerast. Núna ræðum við um tækni og framfarir í læknavísindum og heilsu. Í lokin ræðum við svo einnig við Sævar um geiminn og jafnvel geimverur.
-
Sævar Helgi Bragason hefur verið sýnilegur í vísindamiðlun hér á landi um árabil. Í þessum fyrri hluta ræðir hann við okkur um fútúrisma og framtíðina þar sem við einbeitum okkur að næstu 100 árum. Við ræðum um meðal annars um umhverfismál og samfélagsbreytingarnar, lífsstíl og heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna.
-
Melína Kolka hefur verið virk í rafíþróttasenunni hér á landi og hefur meðal annars gengt stöðu varaformanns Rafíþróttasamtaka Íslands. Hún spjallar við okkur um tölvuleiki og þá sérstaklega rafíþróttir. Við ræðum meðal annars íþróttahlið tölvuleikja, ungmennastarf og rafíþróttamót. Mjög upplýsandi spjall um ört vaxandi grein íþróttanna.
- Visa fler