Avsnitt
-
David Lynch lést í liðinni viku. Hvíl í friði. Gerum upp ferilinn. Fyrst aðeins um Óskarstilnefningar 2025. Svo er það Lynch, Lynch og aftur David Lynch. Sérstakir gestir: Theodóra Björk Guðjónsdóttir og Magnús Jochum Pálsson.
-
Suður-kóreska undrið er mætt aftur á Netflix eftir þriggja ára bið. Ræðum allar kenningarnar, hvernig okkur fannst fyrri hluti seríunnar vs. seinni. Margt fleira. Sérstakur gestur: Vésteinn Örn Pétursson, sérfræðingur í málefnum Suður-Kóreu og fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.
-
Saknas det avsnitt?
-
Aðeins um Golden Globe og bruna í Hollywood. Nosferatu eftir Robert Eggers. Endurkoma vampírunnar? Hvers vegna eru vampírur svona sexí? Sérstakur gestur: Bríet Blær Jóhannsdóttir.
-
Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður mætir og ræðir skoðanir sínar á Skaupinu 2024 á sinn eigin hispurslausa hátt. Alvöru umræður.
-
Aldís Amah Hamilton fer með risahlutverk í jólamynd Hallmark sem gerist á Íslandi, The Christmas Quest. Hún er sérstakur gestur í jólaþætti Tveggja á toppnum 2024. Ræðir myndina (án spilla!), jólahefðirnar, næstu hlutverk og miklu miklu fleira. Gleðileg jól! <3
-
Arcane sería 1 og 2 ræddar. Vestrar. Yellowstone. Stiklan úr 28 Months Later. Sjónvarpsefni. Verðbólga í stjörnugjöfum. Margt fleira. Sérstakur gestur: Arnar Tómas Valgeirsson.
-
Hannes Þór Halldórsson leikstjóri sem er með puttana í vinsælustu þáttum landsins þessa dagana mætir og ræðir Iceguys ævintýrið, Bannað að hlæja, hvernig kvikmyndabakterían kviknaði hjá honum og miklu fleira.
-
Síðasti þáttur fyrir Alþingiskosningar 2024. Þakkargjörðarbíómyndir. John Candy ofl. The Penguin.
-
Það eru 24 ár liðin síðan Russell Crowe og Ridley Scott sópuðu til sín verðlaunum fyrir Gladiator og nú er framhald loksins komið í hús. Stórbrotið meistaraverk eða telenovela? Sérstakur gestur: Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
-
Flogið heitum vængjum yfir ríða, drepa, giftast, sköpunarsögu Tveggja á toppnum, Vikuna með Gísla Marteini, Penguin, Yellowstone og allt þar á milli.
-
Oddur tekinn af lífi. Myndin um fyrrverandi og næsta forseta Bandaríkjanna. Sérstakur gestur: Jón Þór Stefánsson, blaðamaður, Adam Sandler sérfræðingur og (ekki) stjórnmálafræðingur.
-
Heimskunnur morðingi mætti í settið.
-
Umdeildasta mynd ársins með Demi Moore og Dennis Qaid. Sú sem fékk kvikmyndahúsagesti til að æla og falla í yfirlið.
-
Egill Helgason og Theodóra Björk Guðjónsdóttir ræða nýjustu þættina úr heimi Miðgarðs. Reiðin á internetinu, orkar, álfar og gaslýsing Saurons meðal þess sem rætt er um.
-
Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttakona á Stöð 2 og Jóhann Leplat Ágústsson stjórnandi Kvikmyndaáhugamanna á Facebook ræða umdeildustu mynd ársins. Elísabet gekk út í hléi og er ekki parsátt. Jóhann Leplat er öllu rólegri og gefur myndinni 7,5 af 10 mögulegum.
-
Erlendar stórstjörnur falla í hrönnum þessa dagana. Maggie Smith, Kris Kristofferson og fleiri. Líka endurkoma Law and Order. Fyrstu viðbrögð við Joker 2 (án spilla), Will & Harper, Hringadróttinssaga og allskonar annað. Nóg framundan.
-
Dóra Júlía fjölmiðlakona og plötusnúður mætir og greinir nýju Netflix seríuna um Menendez bræður sem myrtu foreldra sína. Ræðum helstu kenningarnar í málinu, ótrúlega sögu fjölskyldunnar og hverju við trúum og trúum ekki. Líka gagnrýni bræðranna sem eru ekki par sáttir við höfund þáttanna Ryan Murphy, sem svarar þeim fullum hálsi.
-
Emmy verðlaunin 2024 rædd í þaula og meira til. Tveir á toppnum með á nótunum og flestir verðlaunahafar komið við sögu í þættinum áður. Sigurvegarar líkt og Shogun, Baby Reindeer og The Bear (Gömlu þættirnir okkar eru tímalausir!!1!1!) Förum yfir ýmislegt annað líka, hjólreiðar og plömmer sem dæmi.
-
Einn virtasti leikari samtímans James Earl Jones féll frá í vikunni 93 ára að aldri. Förum yfir feril hans, allt frá Svarthöfða til Múfasa, hans bestu hlutverk en líka hans verstu og spilum vel valdar klippur af þessu tilefni.
-
Sullað í yfirfullu trogi af kaótísku goðafræðigríni, svartagalli Saurons með óvæntu dassi af John Carpenter. Arnar Tómas Valgeirsson mætir með heitustu teikin.
- Visa fler