Avsnitt
-
Gestur vikunnar er mjög áhugaverður náungi. Hann æfði eiginlega ekki fótbolta í 3 og 4 flokki því það var ekki lið í Garðinum, þaðan sem Jóhann Birnir kemur. Elton John keypti hann til Watford og þar spilaði hann undir goðsögninni Graham Taylor. Jóhann spilaði svo i Englandi, Noregi og í Svíþjóð áður en hann kom heim til að spila með Keflavík. Eftir ferilinn hefur Jói verið þjálfari Keflavíkur, yfirþjálfari Keflavíkur, afreksþjálfari hjá FH og er ný þjálfari ÍR í Lengjudeildinni.
Við fórum breytt yfir sviðið.
Við í Turnunum þökkum okkar traustu bakhjörlum í Nettó, Netgíró, Lengjunni, Fiskversluninni Hafið, Fitness Sport og Tékkanum Budvar ásamt Visitor ferðaskrifstofu. Það er nóg framundan. Gamlir íþróttamenn eru byrjaðir að bóka tíma hjá mér og fyrsti þáttur með bransasögum kemur út, fyrir mánaðarmót :) -
Gestur vikunnar er í einu áhugaverðasta starfi í íslenskum fótbolta. Halli þjálfar lið frá bæjarfélagi þar sem enginn býr, því miður.
Við ræddum saman um fótboltaferilinn, 48 tíma reglu Bo Hendrikssen, hvernig það var að þjálfa með Heimi Guðjóns, Tuva og Jóni Þór ásamt því sem Haraldur spáir því að trúðurinn Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna.
Kvikmyndaunnendur landsins munu líka njóta þessa þáttar enda er Halli kvikmyndafræðingur eftir að hafa gert lokaverkefni um Jón Pál Sigmarsson !
Við Turnarnir bjóðum Visitor velkomin í hópinn sem stuðningsaðilar. Þau bætast í hópinn við okkar hundtryggu aðdáendur í Nettó, Lengjunin, Netgíró, Hafinu fiskverslun, Fitness sport og Tékkanum Budvar!
Turnarnir eru í útrás - fylgist með :) -
Saknas det avsnitt?
-
Gestur vikunnar er maður frásagna! Hann hefur unnið titla sem leikmaður og þjálfari í körfubolta, var öflugur targetsenter í neðri deildum í fótbolta ásamt því að hafa gert nánast allt í fjölmiðlum á Íslandi þó hann sé sé eingöngu fertugur. Það má heldur aldrei gleymast að Kjartan Atli er rappstjarna!
Við Kjartan Atli ræddum allt milli himins og jarðar. Körfubolti, fótbolti, þjálfun, reglugerðir, áhrifavaldar og margt margt fleira bara á góma !
Við þökkum Nettó, Lengjunni, Netgíró, Fitness Sport, Tékkanum Budvar og Hafinu Fiskverslun fyrir samstarfið - það er nóg framundan.
Það Er Alltaf Von - Njótið! -
Gestur vikunnar er nýráðinn þjálfari Fylkis, Árni Freyr Guðnason.
Árni er alinn upp í Hafnafirði. Hann spilaði upp yngri flokka FH en hans bestu ár sem leikmaður komu í Breiðholtinu sem leikmaður ÍR.
Ásamt því að spila þá þjálfaði hann yngri flokka FH en hann hefur einnig þjálfað kvennalið FH og verið yfirþjálfari yngri flokka í Kaplakrika.
Árni Freyr tók við ÍR þegar félagið var í vandræðum í 2.deildinni í Júní 2022 en skilur við liðið í 1.deild sem eitt af liðum ársins í Íslenskum fótbolta.
Við Árni Freyr ræddum fótboltaþjálfun, golf, tónlist og dramatíkina vegna félagsskipta hans til Fylkis.
Við þökkum Nettó, Lengjunni, Netgíró, Fitness Sport, Tékkanum Budvar og Hafinu Fiskverslun fyrir samstarfið og hlökkum til framhaldsins.
Það Er Alltaf Von - Njótið! -
Gestur vikunnar er Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslenska kvennalandsliðsins. Steini kemur frá Norðfirði en flutti ungur á mölina og fór í KR og lék þar lengi ásamt að hafa átt góð ár í FH og Þrótti Reykjavíkur.
Þjálfaraferillinn er langur og við ræddum að mestu tímann hjá Breiðablik og landsliðinu samt því að hafa fórum yfir hvernig það væri að vera pabbi íþróttafólks.
Við þökkum Nettó, Lengjunni, Netgíró,Fitness Sport, Tékkneskum Budvar og Hafinu Fiskverslun fyrir samstarfið og hlökkkum til framhaldsins!
Það Er Alltaf Von - Njótið! -
Það er komið að fyrstu viðhafnarútgáfu Tveggja Turna Tals þar sem Åge Hareide bauð okkur heimsókn.
Við þáðum boðið og fyrstu skipafréttirnirnar í Tveggja Turna Tali áttu sér stað. Við ræddum þjálfun, hugarfar Íslenska landsliðsins, umferðarteppu á leiðinni á Wembley og vináttu okkar manns við Harald Noregskonung!
Við þökkum okkar bestu mönnum í Nettó, Netgíró, Lengjunni, Fitness Sport, Tékkneskum Budvar og að sjálfsögðu Eyjó í Hafinu fiskverslun fyrir samstarfið. Nú þurfum við að fara að halda Julefrukost!
Njótið! -
Magnús Már Einarsson, Maggi.net, er gestur vikunnar.
Magnús byrjaði 13 ára að starfa sem blaðamaður á fotbolti.net og breytti leiknum í umfjöllunumum íslenskan fótbolta ásamt Hafliða Breiðfjörð á næstu 19 árum.
Sonur hans fótbrotnaði á fyrir nokkrum árum og það fékk Magga til að hugsa um hvað hann væri að gera í lífinu. Hann hætti á .net og fór að einbeita sér að þjálfun og að vera pabbi.
Árangurinn er að hann á tvö börn, það þriðja er á leiðinni og hann kom Aftureldingu í efstu deild.
Við þökkum Nettó, Lengjunni, Netgíró,Fitness Sport, Tékkneskum Budvar fyrir samstarfið og bjóðum Eyjó og Hafið fiskverslun velkomin í hópinn!
Það Er Alltaf Von - Njótið! -
Halldór Jóhann Sigfússon, agaður lögreglumaður frá Akureyri er gestur vikunnar. Við ræddum Kónginn frá Akureyri, Alfreð Gíslason, Julian Duranona ásamt því að fara yfir áhugaverðan feril Dóra á Íslandi og í Þýskalandi. Dóri er metnaðarfullur náungi, eilítið kassalaga og hann hefur getið sér gott orð í þjálfun bæði á Íslandi og niður við Persaflóa!
Dóri er ástæðan fyrir því að Ásbjörn Friðriks er í FH og Gísli Þorgeir er besti leikmaður sem hann hefur að þjálfað. Við höfðum um nóg að ræða, til dæmis þegar hann bauðst til að hætta að þjálfa FH-liðið.
Við þökkum Nettó, Netgíró, Lengjunni, Fitness Sport og Tékkneskum Budvar fyrir samstarfið.
Í dag er síðasti dagur Septembermánaðar. Munum að Það Er Alltaf Von.
Njótið! -
Gunnlaugur Jónsson er gestur vikunnar. Við félagarnir fórum yfir víðan völl enda áhugasvið og ferill Gulla afar athyglisverður.
Nýdönsk, afhverju vann FH ekki 89?, Draumalið ÍA frá 1980, Gaui Þórðar, Teitur Þórðar, Selfoss, Valur, Þróttur og fjölmiðlabakterían bar á góma! Við lentum í tómum vandræðum með þjófavörnina, brunavarnirnar og margt fleira.
Við þökkum Nettó, Netgíró, Lengjunni, Fitness Sport og 0% Budvar fyrir samstarfið góða og óskum ykkur öllum þess að njóta vel!
Það Er Alltaf Von -
Óli Kristjáns er gestur sem allir þekkja. Óli var góður leikmaður fyrir FH, KR, AGF og Íslenska landsliðið og fáir Íslendingar hafa átt eins áhugaverðan þjálfaraferil.
Það geta allir lært helling af því að hlusta á Ólaf. Skiptir þá engu hvort um sé að ræða þjálfun eða lífið sjálft.
Við þökkum Nettó, Netgíró, Lengjunni og 0% Budvar fyrir samstarfið góða og óskum ykkur öllum þess að njóta vel!
Það Er Alltaf Von -
Hákon Sverrisson hefur þjálfað hjá Breiðablik í um 30 ár ásamt því að vera einn leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.
Hákon hefur frá 2016 verið yfirþjálfari Blika en hefur auk þess í gegnum áratugina sérhæft sig í þjálfun yngstu iðkendanna og það væri gaman að vita hve mörg þúsund börn hafa hitt Hákon í Fífunni.
Hákon Sverrisson er óumdeildur og góður maður. Hann er guðsgjöf fyrir fótboltann í Kópavogi og á Íslandi.
Við þökkum Nettó, Netgíró, Lengjunni og 0%Budvar fyrir samstarfið og minnum alla á gulan september - Það Er Alltaf Von.
Njótið! -
Fjórði gestur í fyrstu seríu er Sigurvin Ólafsson. Lögfræðingur úr Vestmannaeyjum sem er fyrst og fremst fótboltamaður.
Sigurvin er óumdeildur. Hann er hvers manns hugljúfi. Einn af góðu gæjunum. Þessi þáttur gæti orðið námsefni í skólum landins - "ekki vera fáviti".
Við þökkum Nettó, Netgíró og Lengjunni fyrir samstarfið.
September er gulur mánuður. Það er alltaf von.
Kæru vinir,
njótið! -
Arnar Grétars á mjög áhugaverðan feril sem leikmaður, þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála á Íslandi, Grikklandi og í Belgíu.
Við fórum yfir allt milli himins og jarðar frá því að hann sat 16 ára gamall með Sir Alex Ferguson á skrifstofunni yfir í tíma hans hjá Val.
Þátturinn er í boði Nettó, Netgíró og Lengjunnar.
Njótið vel. -
Fjalar Þorgeirs settist niður með mér og fór yfir sviðið. Hvernig var að vera þjálfaður undir Ásgeiri El, Willum og Atla Eðvalds?
Hann byrjaði þjálfaraferilinn í kampavínspartýinu í Garðabæ og upplifði skrautlega tíma hjá FH.
Fjalar er í dag markmannsþjálfari landsliðsins og við veltum fyrir okkur markmannsþjálfun í fortíð, nútíð og framtíð.
Bjótið. -
Siggi Raggi settist niður með mér of fór yfir ferilinn og þjálfun. Honum þykir vænt um landsliðsstelpurnar gömlu þó honum hafi sárnað viðskilnaðinn.
Siggi Raggi er klár í að byrja að þjálfa aftur og hjálpa KSI að bæta fótboltann með ýmsum hætti!