Avsnitt
-
Helena Reynis er gríðarlega hæfileikarík listakona sem hefur farið sínar eigin leiðir í lífinu og lætur ekkert stoppa sig. Hún hefur síðustu 10 árin búið erlendis en er komin aftur heim og ætlar sér stóra hluti. Við settumst niður og ræddum listina, samfélagsmiðla og spennandi verkefni
-
Snædís Xyza flutti ung frá Filipseyjum til Dalvíkur með móður sem beitti hana alvarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Ótrúleg saga Snædísar um að lifa af æsku árin og viljann til þess að verða einn besti matreiðslumaður á Íslandi. Saga sem fær ykkur til að bæði hlæja og gráta, og sýnir hvernig ein góð manneskja gat breytt lífi lítillar stelpu sem fékk loksins að blómstra
-
Sólrún Diego kom í mjög einlægt og persónulegt spjall um þær breytingar sem hafa átt sér stað í hennar lífi og hvað hún hefur gert til að huga að fjölskyldunni og sinni andlegu heilsu
-
Hildur Ómarsdóttir hefur vakið athygli fyrir sína vegferð í baráttu við krabbamein og hvernig hún notar mataræði og heilbrigðan lífsstíl til þess að gefa líkamanum besta mögulega tækifæri til að heila og lækna sig sjálfur. Hildur segir einnig frá sinni upplifun af heilbrigðiskerfinu og lýsir fyrir okkur þeirri stöðu sem einstaklingar og aðstandendur fólks í baráttu við krabbamein standa frammi fyrir
Ótrúlega átakanleg en falleg frásögn sem hreyfir við manni
-
Ég og Lína Birgitta ræddum New York Fashion week og fullt af spennandi hlutum sem eru frammundan hjá Define the Line og Autumn Clothing Einnig ræddum við þjóðarátakið Riddarar kærleikans og hvernig við ætlum að leiða okkar samskipti við annað fólk með kærleika
-
Bjargey Ingólfsdóttir fræðir okkur um hvað veitir okkur hamingju, hvernig við komumst í betri tengingu við okkur sjálf og maka okkar ásamt því að öðlast meira sjálfstraust og unað kynferðislega
Bjargey er Jin yoga kennari, einkaþjálfari, höfuðbeina og spjaldhryggs meðferðaraðili og hefur í mörg ár haldið námskeið, ferðir og fyrirlestra til að efla sjálfstraust kvenna
-
Við ræðum við Danna og Einar þjálfara hjá Afrek um heilsu, þjálfun, næringu og miklvægi þess að stíga útfyrir þægindaramman til öðlast betri heilsu
-
Indíana Rós kynlífsfræðingur kom í spjall um kynlíf í parasamböndum og hvernig við getum lært inn á hvort annað til þess að eiga frábært kynlíf.
-
Hinn magnaði listamaður Elli Egils kom til mín í spjall um lífið, ferilinn, framan og fjölskyldulífið. Það var yndislegt að setjast niður með Ella og ræða á einlægum nótum um líf þeirra hjóna, Maríu Birtu leikkonu sem búa í Las Vegas ásamt dóttur
Elli velur sín viðtöl vandlega og er ég því ótrúlega þakklátur fyrir þetta fallega spjall okkar vinana
-
Helgi, Elísabet og Andrea komu í sjúklega skemmtilegt og fræðandi tískuspjall um hvað þeim finnst vera mest spennandi fyrir sumartískuna 2024
-
Við Lína áttum frábært spjall við heilsusérfræðinginn, rithöfundinn, markþjálfan og Yoga kennaran Tobbu Hafsteins. Hún fræddi okkur um mataræðið, hormónakerfið og hvernig við hugsum um heilsuna á heildrænan hátt ásamt því að fara yfir sín ráð til þess að næra líkama okkar sem einstaklingar
-
í þætti vikunnar fer ég yfir daginn og veginn í mínu lífi, gef ýmis ráð um heilsu plús 40 ára, fer yfir málefni dagsins eins og forsetaframbjóðendur og ræði um hamingju
-
Frosti Logason og Sölvi Tryggvason komu í mjög fræðandi og skemmtilegt spjall um sjálfsvinnuna, forsetakostningarnar, fjölmiðla á Íslandi og Bio - Hacking
-
Í þætti vikunnar ræði ég við Ragnhildi Þórðar sálfræðing, Halldóru Skúla hjá Kvennaráð og Erlend Guðmundsson þjálfara og eiganda Formið heilsurækt um hormónauppót fyrir konur og karla og hverskyns einkenni eru að því að vera í skorti á okkar lífshormónum og hvert við getur leitað til þess að fá hjálp
-
Lífskennarinn og frumkvöðullinn Guðni Gunnars kom í einlægt og fróðlegt spjall um tilvist okkar og hvernig við vöknum til lífs og vitundar. Frábær þáttur sem enginn má missa af
-
Helgi Ómars og Pétur Sveinsson komu í einlægt og fallegt spjall um það hvernir maður vinnur sig í gegnum burnout og á sama tíma viðhalda fallegu og góðu sambandi við sjálfan sig og makann sinn
World Class - Michelsen - Coco Mat Iceland
-
Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason standa á skemmtilegum og spennandi tímamótum og ræða á einlægan hátt um hjónabandið, fjölskyldulífið og hvernig þau hafa staðið með hvort öðru og hvatt hvort annað á lífsins leið.
-
Patrik (Prettyboy) og Gústi B gera upp ferðina til Dubai þar sem þeir lenda í ýmsum ævintýrum, hverning þeir félagar kynnast, samstarfið, hversu mikilvægt það er að hugsa um heilsuna í tónlistarbransanum og um framtíðina.
-
Við Lína svörum spurningum fylgjenda um fyrirtækjarekstur og ræðum sambandið okkar, hvernig við hittumst, þegar sambandið varð opinbert í fjölmiðlum og hvernig við tökum erfiðu samtölin
- Visa fler