Avsnitt
-
Farfuglarnir koma og fara til Flateyjar á Skjálfanda og það gerir líka skipstjóri sem býr á Nýja-Sjálandi en er í Flatey yfir sumartímann. Kirkjan í Flatey hefur líka farið á milli lands og eyju og það sama á við um kirkjumuni. Viðmælendur í lokaþættinum eru: Gísli Jónatansson, Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson, Sigurgeir Pétursson og Tómas J. Knútsson.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Eitt merkasta framlag Íslendinga til raunvísinda á miðöldum voru rannsóknir Stjörnu-Odda. Þær vöktu heimsathygli og nutu hylli stjörnufræðinga sem voru í miklum metum hjá háttsettum mönnum innan þýska nasistaflokksins. Viðmælendur í þættinum, sem er sá næstsíðasti í þáttaröðinni eru: Baldvin Bjarnason og Þorsteinn Vilhjálmsson.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Saknas det avsnitt?
-
Fullvíst má telja að ef höfn hefði komið fyrr í Flatey hefði verið hægt að koma í veg fyrir mannskaða í aftakaveðrum. Því enga alvöru höfn var að finna allt frá Grenivík í Eyjafirði til Húsavíkur. Og þarna getur veðrið breyst á örskotsstundu eins og sagan sýnir okkur. Viðmælendur í fjórða þættinum af sex eru: Elsa Heiðdís og Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsbörn, Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, Hallur Jóhannesson og Stefán Guðmundsson.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Taugaveiki herjaði á íbúa Flateyjar á Skjálfanda á fjórða áratug síðustu aldar og var faraldurinn svo skæður að fólk forðaðist eyjuna. Í þriðja þætti er fjallað um veikindin og afleiðingar þeirra. Alls eru þættirnir sex í þáttaröðinni Tilraun sem stóð í þúsund ár. Viðmælendur í þættinum eru: smitsjúkdómalæknarnir Bryndís Sigurðardóttir og Sigurður Guðmundsson og Guðrún Sigurpálsdóttir frá Baldurshaga í Flatey.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Mikil tengsl voru á milli Flateyjar og Flateyjardals en dalurinn fór í eyði nokkru áður, eins og fleiri afskekktar byggðir á norðausturhluta landsins. Saga eyjunnar og dalsins er samofin á svo margan hátt, hjónabönd urðu til, fólk fluttist búferlum á milli og jafnvel kirkjan var flutt á milli lands og eyju. Viðmælendur í þættinum, sem er annar þátturinn af sex í þáttaröðinni, eru: Guðmundur A. Hólmgeirsson, Hallur Jóhannesson og Jóhannes Jónsson.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Nokkrir tugir bjuggu í Flatey á Skjálfanda 1967 og um sumarið og haustið fækkaði þeim jafnt og þétt, svona eins og farfuglunum sem héldu á hlýrri slóðir. Viðmælendur í þættinum eru Helga Ragnarsdóttir, Jóhannes Jónsson, Ólöf Garðarsdóttir og Þóroddur Bjarnason.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.