Avsnitt
-
Í þessum mánuði kynnumst við fólkinu sem stendur fyrir aftan myndavélina í kvikmynda og sjónvarpsbransanum. Fólkið sem vinnur mest og sér til þess að efnið skil sér til áhorfandans en fær minnsta hólið fyrir því það sést aldrei sjálft á skjánum. Í þessum þætti ræðir Andri Freyr Viðarsson við Steingrím Jón Þórðarson sem hefur fært okkur Sjálfstætt fólk, Bílasport, Sporðaköst, Hver ertu?, Paradísarheimt, Veisluna og miklu fleira.
-
Hulda G. Geirsdóttir ræddi við Sonju B. Jónsdóttur sem sagði frá uppvextinum í Norðurmýrinni, óvæntri óléttu á menntaskólaárunum og dásamlegu dótturinni sem hún átti svo ung. Þær mæðgur voru nánar, en Harpa, dóttir Sonju, lést í bílslysi aðeins 19 ára gömul. Sonja sagði frá því hvernig óttinn heltók hana þegar hún eignaðist annað barn og í marga mánuði sleppti hún ekki takinu af litla drengnum. Smám saman lærði hún að taka lítil skref í rétta átt og sleppa takinu, en sorgin fylgir henni alltaf. Nú hefur Sonja skrifað ljóðabókina Í myrkrinu fór ég til Maríu til minningar um Hörpu þar sem hún rekur ævi hennar og þeirra saman, missinn og söknuðinn í einlægum og áhrifamiklum texta.
-
Saknas det avsnitt?
-
Hulda Geirsdóttir ræddi við Hafnfirðinginn Silju Úlfarsdóttur um krefjandi íþróttaferil sem hófst snemma, leiddi Silju til Bandaríkjanna þar sem hún vann með þjálfara í fremstu röð og gerði hana að einni fremstu frjálsíþróttakonu Íslands. Hún var gríðarlega metnaðarfull og gaf aldrei tommu eftir sem á endanum varð til þess að ferlinum lauk snögglega og fyrr en Silja hefði viljað. Silja hefur tekist á við fleiri erfið verkefni í lífinu, missi og sorg, meiðsl og málaferli svo eitthvað sé nefnt , en hún leggur áherslu á velferð barna sinna sem hafa líka þurft að takast á við sorg og missi. Fjölskyldan er þó á góðum stað í dag og Silja horfir bjartsýn til framtíðar og íþróttirnar eru aldrei langt undan.
-
Hulda Geirsdóttir ræddi við Hafnfirðinginn Silju Úlfarsdóttur um krefjandi íþróttaferil sem hófst snemma, leiddi Silju til Bandaríkjanna þar sem hún vann með þjálfara í fremstu röð og gerði hana að einni fremstu frjálsíþróttakonu Íslands. Hún var gríðarlega metnaðarfull og gaf aldrei tommu eftir sem á endanum varð til þess að ferlinum lauk snögglega og fyrr en Silja hefði viljað.
Silja hefur tekist á við fleiri erfið verkefni í lífinu, missi og sorg, meiðsl og málaferli svo eitthvað sé nefnt , en hún leggur áherslu á velferð barna sinna sem hafa líka þurft að takast á við sorg og missi. Fjölskyldan er þó á góðum stað í dag og Silja horfir bjartsýn til framtíðar og íþróttirnar eru aldrei langt undan. -
Hulda G. Geirsdóttir ræddi við Ölmu Ýri Ingólfsdóttur formann ÖBÍ réttindasamtaka. Alma ólst upp í Ólafsvík en veiktist alvarlega 17 ára gömul sem leiddi til þess að hún missti báða fætur neðan við hné og framan af níu fingrum. Þá missti hún litla dóttur sína, en hefur tekist á við allar sínar stóru áskoranir af miklu æðruleysi og einstökum krafti. Hún hefur m.a. menntað sig í útlöndum og eignast kraftaverkabarn ein. Nú er hún nýkjörin formaður ÖBÍ og berst fyrir bættum réttindum öryrkja sem hún segir engan vegin ásættanleg.
-
Hulda G. Geirsdóttir ræddi við Hrönn Sveinsdóttur framkvæmdastjóra hjá Bíó Paradís. Þær ræddu ævintýragirni, uppreisn og áskoranir á fjölbreyttri lífsins leið Hrannar sem fór frá því að vera uppreisnargjarn unglingur yfir í að verða blússuklæddur siðameistari í sendiráði. Hrönn sagði frá uppvextinum í Kópavogi og sveitadvöl frá unga aldri, ævintýrinu í kringum þátttöku hennar í Ungfrú Ísland.is og gerð myndarinnar Í skóm drekans, sem endaði í réttarsal. Þá ræddi hún námsárin í New York og fleiri viðkomustaði hennar í lífinu, en undanfarin ár hefur Hrönn leitt starfsemi Bíó Paradísar, tekist á við ótal áskoranir og lætur ekkert stoppa sig.
-
Hulda G. Geirsdóttir ræddi við Hrönn Sveinsdóttur framkvæmdastjóra hjá Bíó Paradís. Þær ræddu ævintýragirni, uppreisn og áskoranir á fjölbreyttri lífsins leið Hrannar sem fór frá því að vera uppreisnargjarn unglingur yfir í að verða blússuklæddur siðameistari í sendiráði. Hrönn sagði frá uppvextinum í Kópavogi og sveitadvöl frá unga aldri, ævintýrinu í kringum þátttöku hennar í Ungfrú Ísland.is og gerð myndarinnar Í skóm drekans, sem endaði í réttarsal. Þá ræddi hún námsárin í New York og fleiri viðkomustaði hennar í lífinu, en undanfarin ár hefur Hrönn leitt starfsemi Bíó Paradísar, tekist á við ótal áskoranir og lætur ekkert stoppa sig.
-
Gestur Hrafnhildar er Berglind Rán Ólafsdóttir forstýra ORF líftækni. Berglind segir sögur af uppvexti í Kópavoginum, menntaskólaárunum í MS en hún ákvað að feta á nýjar slóðir þegar hún valdi menntaskóla. Hún sagði frá háskólaárunum, starfinu hjá íslenskri erfðagreiningu, meistaranámsárum á Spáni, starfi hjá orku náttúrunnar og núverandi starfi hjá ORF líftækni. Hún segir einnig sögur af fjölskyldu, áhugamálunum en Berglind ákvað að hefja nám í trommuleik fyrir nokkrum árum og stefnir á að sinna því áhugamáli betur ásamt ýmsu öðru meðfram vinnu og fjölskyldu.
-
Gestur Hrafnhildar er Thelma Kristín Kvaran sérfræðingur í ráðningum og einn af eigendum Intellecta. Thelma segir frá uppvaxtarárunum í Garðabæ hvar hún lék sér mest með strákum í strákaleikjum. Hún sagði frá sárum foreldramissi, fyrirtæki foreldranna sem hún og systur hennar sátu með í fanginu eftir fráfall þeirra. Hún segir einnig frá fjölskyldunni, áhugamálunum og starfinu.
-
Gestur Hrafnhildar er Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Hún sagði frá uppvextinum í Breiðholti, námsárunum í versló, síðar Hí og svo í Bandaríkjunum. Hún sagði frá starfi sínu á gróðrastöð ömmu sinnar og afa, valkvíðanum þegar kom að því að velja háskólanám, kærastanum og síðar eiginmanninum, fjölskyldunni og áhugamálunum. Hún sagði frá dvölinni í USA þar sem hún stundaði framhaldsnám í háskóla, flutningi til Bretlands og starfinu hjá Landsbankanum þar sem hún hefur starfað í fjölmörg ár og er nú bankastjóri.
-
Gestur Hrafnhildar er Hrefna Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri CreditInfo. Hrefna segir frá uppvextinum á sveitabæ á suðurlandi, árunum í MH, síðar HÍ og því hvernig hún endaði á því að starfa í fjármálageiranum. Hún segir frá fjölskyldu, áhugamálum, og því hvernig hún brennur fyrir starfinu sem snýr mjög mikið að sjálfbærniverkefnum. Hún segir frá slysi sem hún varð fyrir í skíðaferð og því hvernig slíkt áfall hefur áhrif á lífð og því hvernig maður lærir að meta það á öðruvísi hátt.
-
Gestur Hrafnhildar er Hrefna Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri CreditInfo. Hrefna segir frá uppvextinum á sveitabæ á suðurlandi, árunum í MH, síðar HÍ og því hvernig hún endaði á því að starfa í fjármálageiranum. Hún segir frá fjölskyldu, áhugamálum, og því hvernig hún brennur fyrir starfinu sem snýr mjög mikið að sjálfbærniverkefnum. Hún segir frá slysi sem hún varð fyrir í skíðaferð og því hvernig slíkt áfall hefur áhrif á lífð og því hvernig maður lærir að meta það á öðruvísi hátt.
-
Gestur Hrafnhildar er Pétur Már Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nox Medical og núverandi stjórnarmaður í Nox Health. Hann segir frá uppvextinum, hinum ýmsu störfum sem hann hefur fengist við í gegnum tíðina, fjölskyldunni og áhugamálunum. Hann segir sögu Nox Medical sem framleiðir lækningatæki sem notuð eru af heilbrigðisstarfsfólki um allan heim til greiningar á svefni og svefnvandamálum. Hann segir frá áföllum sem hann lenti í árið 2020 og hvernig hann vann sig út úr því og hvernig hann lítur lífið öðrum augum.
-
Hrafnhildur Halldórsdóttir ræðir við Rakel Sigurðardóttur andlegan einkaþjálfara um líf hennar og starf. Rakel ólst upp í Grafarvoginum, lífsglöð og hress stelpa sem var dugleg í íþróttum, félagslífi og leiklist en gekk ekki alveg jafn vel í skólanum. Rakel glímdi við lesblindu og skólinn reyndist krefjandi og á tímum erfiður fyrir hana. Með elju og dugnaði og hjálp foreldra tókst Rakel að klára stúdentspróf og þaðan lá leið hennar til Ástralíu þar sem hún starfaði sem Au Pair í 8 mánuði. Eftir það lá leiðin í HÍ en Rakel fann sig ekki og var hún staðráðin að sækja um í leiklistarnám. Hún komst ekki í gegnum síuna hér á landi en ákvað þá að fara til Englands í leiklistarnám. Rakel upplifði kvíða að námi loknu og fór að vinna með sjálfa sig í sjálfsrækt sem hún hafði alltaf haft mikinn áhuga á. Í dag starfar hún sem andlegur einkaþjálfari og nýtur sín mjög í því starfi.
-
Gestur þáttarins er Vilmundur Hansen garðyrkjugúru sem hefur flakkað vítt og breitt um heiminn, lært grasamannfræði og stýrir safaríferðum um Afríku.
Umsjón: Snærós Sindradóttir
Grace Jones - La vie en rose.
Eivör Pálsdóttir - Purple flowers.
Nanna - How to Start a Garden.
MEZZOFORTE - Garden Party. -
Hulda G. Geirsdóttir ræddi við Steinunni Árnadóttur organista og dýravin, en hún hefur barist ötullega fyrir bættri dýravelferð og vakið athygli á slæmum tilfellum vanrækslu. Hún hefur hlotið bæði lof og hvatningu fyrir, en líka verið hótað. Hún heldur þó ótrauð áfram.
-
Gestur Guðrúnar Dísar Emilsdóttur í Sunnudagssögum er Andrés James Andrésson flugþjónn og innanhúsarkitekt. Andrés segir meðal annars frá magnaðari mánaðarferð hans hringinn í kringum jörðina á einkaþotu.
-
Gestur Sigga Gunnars í Sunnudagssögum er Unnsteinn Jóhannsson sem deilir með hlustendum reynslu sinni af því að vera fósturforeldri. Unnsteinn hefur unnið ötullega að málefnum er varða ættleiðingar samkynhneigðra undanfarin ár auk þess að starfa á sviði stjórnmála og ýmiskonar mannréttindimála. Við heyrum áhugaverða sögu Unnsteins í þættinum.
Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson. -
Magnús Hauksson er eilífðar töffari, Ísfirðingur og eigandi Tjöruhússins var tekin tali í skemmunni sinni fyrir vestan. Þar voru æskuárin rifjuð upp, talað um ferilinn í eldhúsinu og á videoleigunni.
Umsjón: Andri Freyr Viðarsson. -
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir var viðmælandi dagsins í Sunnudagssögum. Jana er bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri og hún var líka nýlega kjörin sem ritari Vinstri grænna á landsfundi flokksins sem fram fór um miðjan mars. Hún segir frá uppvextinum og hvernig leið hennar lá svo í efnafræði í Háskólanum, þar sem hún tók einnig virkan þátt í stúdentapólitíkinni. Jana ræðir líka hvernig lífið er í bæjarpólitíkinni á Akureyri og almennt hvað einkennir lífið og tilveruna.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir - Visa fler