Avsnitt
-
Farið var um víðan veg. Báðir hálfslappir af flensu en látum það ekkert á okkur fá. Gott spjall þangað til við fórum í veiðileyfagjaldið. Þá náðum við púlsinum hjá Stjána heldur betur upp.
-
Stjáni fer yfir hugmyndir hvernig Vestmannaeyjar geta orðið frumkvöðlar í líkbrennslu. Hvernig gömlu skipstjórarnir vissu að staðsetningin á Landeyjahöfn var vitlaus frá upphafi og fullt af fróðleik eins og gera má ráð fyrir.
Ætluðum að fara í húsasmíðina á Illugagötu og hvernig hann náði í Emmu konuna sína. En töluðum of mikið og stefnum á það í næsta þætti.
-
Saknas det avsnitt?
-
Stjáni kemur á óvart og biður mig um að fara ekki í viðfangsefni þáttarins fyrr en í næsta þætti. Svo þessi er út um allt. Spurningar sem gleymdust og redding.
-
Útgerðarsagan. Kvótakerfið. Baráttan við fiskvinnsluna. Eigin fiskvinnsla. Upphaf gámaútfluttnings og fróðleikur um lífið.
-
Stjáni fer yfir fyrstu árin sem skipstjóri og byrjunina á útgerðinni. Hvað varð til þess að hann og pabbi hans töluðust ekki við í langan tíma og sjávarháska sem hann lenti í sem skipstjóri á Leó VE 400.
-
Stjáni fer yfir fyrstu sporin í sjómennskunni, siglingarnar, tónlistina og hvernig hægt er að drepa í sér sæðið í nokkra klukkutíma bara með heitu vatni.
-
Stjáni fer yfir fyrsta hluta ævi sinnar. Frá fæðingarárinu 1946 að unglingsaldri. Einnig er erfitt að stoppa okkar mann þegar hann fer á flug svo það er farið um víðan völl.