Avsnitt
-
Ingó Veðurguð: Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Ingólf Þórarinsson tónlistarmann sem er betur þekktur sem Ingó Veðurguð en hann var að senda frá sér nýtt lag Víðivellir og fleira verður til umræðu hjá þeim. -- 30. jan. 2025
-
Norska ríkisstjórnin sprungin: Arnþrúður ræðir við Harald Ólafsson veðurfræðing, prófessor og formann Heimssýnar um Norsku ríkisstjórnina sem var að springa út af Orkupakka 4. -- 30. jan 2025
-
Saknas det avsnitt?
-
Stjórnmálaumræðan: Að þessu sinni mætir nýr þingmaður Sigurjón Þórðarson þingmaður flokks fólksins og ræðir við Pétur Gunnlaugsson um stöðu Flokks fólksins og helstu mál sem hafa verið i umræðunni ásamt um helstu mál framundan flokknum og ríkisstjórninni. 30. jan. 25
-
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Elínu Ósk Óskarsdóttir óperusöngkonu um söngferil hennar og tónleika sem hún verður með í febrúar. -- 28. jan. 2025
-
Lögreglumál: Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Fjölni Sæmundsson rannsóknarlögreglumann og formann landssambands lögreglumanna um aukið ofbeldi og líkamsárásir. -- 28. jan. 2025
-
Stóru málin: Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Guðrúnu Kristínu Ívarsdóttur miðil og Sigríði Sigfúsdóttur spákonu ( Sirrý Spá) um stóru málin bæði innanlands og erlendis. Samkvæmisleikur í beinni. -- 27. jan. 2025
-
Stjórnmálaspjallið: Arnþrúður og Pétur ræða við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins um Bókun 35 og aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Einnig er farið út í aðild Íslands að NATO í ljósi nýkjörins forseta Bandaríkjanna Donald Trump og hvort við eigum líka að segja okkur úr Parísarsamkomulaginu. -- 27. jan. 2025
-
Arnþrúður Karlsdóttir og Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræða um rangfeðranir barna. -- 23. jan. 2025
-
Stjórnmálaspjallið: Arnþrúður Karlsdóttir og Inga Sæland félags og húsnæðismálaráðherra ræða stöðuna. Einnig er opinn sími fyrir hlustendur. -- 23. jan. 2025
-
Pétur Gunnlaugsson og Páll Vilhjálmsson blaðamaður og bloggari um breytingar á umræðunni með samfélagsmiðlum. Trump boðar tjáningarfrelsi og vill stoppa allan vókisma. -- 23. jan. 2025
-
Bandaríkin og Who: Arnþrúður Karlsdóttir og Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir ræða um þá ákvörðun Donalds Trump um að taka Bandaríkin út úr WHO ásamt ábyrgð lyfjafyrirtækja og stjórnmálamanna á Covid faraldrinum og bóluefnunum. -- 21. jan. 2025
-
Stjórnmálaspjallið. Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Diljá Mist Einarsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins um landsfund flokksins og nýjust málin í pólitíkinni
-
Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson ræða við Guðmund Karl Snæbjörnsson lækni og sérfræðing í heimilislækningum um fuglaflensuna og PCR próf. -- 16. jan. 2025
-
Borgarmálin: Pétur Gunnlaugsson ræðir við Helga Áss Grétarsson lögfræðing og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stórmeistara í skák um álfabakkamálið. -- 14. jan. 2024
-
Spáin fyrir alþingiskosningarnar: . Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Guðrúnu Kristínu Ívarsdóttur miðil og heilara um væntanleg úrslit alþingiskosninganna á morgun 30. nóv. eins og þau birtast henni og síðan verður talaði við Sigríði Sigfúsdóttur eða Sirrý spá sem margir hlustendur þekkja héðan frá Sögu og hefur margoft spáð fyrir ókomnum atburðum hér á árum áður
-
Stjórnmálaumræðan: Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Lilju Alfreðsdóttur fyrrv. ráðherra og þingmann Framsóknarflokksins. Um helstu mál Framsóknarflokksins eftir alþingiskosningarnar og baráttuna um formannstólinn. -- 14. jan. 2025
- Visa fler