Avsnitt
-
Mánudagur 3. febrúar
Ríkisstjórn, kennaraverkfall, glæpir, rasismi, Mogginn, lágstéttarkona trú og baskavígin
Við byrjum á að fara yfir verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar og fáum síðan forystu kennara til ræða yfirstandandi og komandi verkföll: Haraldur Freyr Gíslason, formaður leikskólakennar, Mjöll Matthúasdóttir, formaður grunnskólakennara, Guðjón Hreinn Hauksson formaður framhaldsskólakennara og Sigrún Grendal formaður tónlistarkennara mæta að Rauða borðinu. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur ræðir um undirheimana og þróun glæpa á Íslandi. Oddný Eir og María Lilja fóru á stúfana og heyrðu hvað fólk á förnum vegi hefur að segja um rasisma, og svo berst talið líka að Grænlandi. Er Morgunblaðið fyrst og fremst í pólitík fremur en sanngjörnum fréttum þessa dagana? Blaðamennirnir Ólafur Arnarson, Jón Ferdinand Esterarson, Oddný Eir Ævarsdóttir og Atli Þór Fanndal ræða málin með Birni Þorláks. Þórey Birgisdóttir leikari og Anna María Tómasdóttir leikstjóra hafa þýtt og staðfært einleikinn Ífigeníu í Ásbrú, sem Þórey leikur snilldarvel í Tjarnarbíói. Verkið fjallar um grimman samtíma okkar, segir sögu stúlku sem við kannski sjáum ekki og viljum ekki sjá. Karlar sækja kirkjuna í auknum mæli, er það jákvæð þróun eða ber það vott um afturhvarf til íhaldsins? María Lilja fær til sín þau Karl Héðinn Kristjánsson og Ingu Auðbjörgu Straumland sem eiga það sameiginlegt að vera forsvarsfólk lífskoðunarfélaga: DíaMat og Siðmenntar. Í Tjarnabíói er annar einleikur um baskavígin, byggður Arisman eftir Tapio Koivukari. Þar fer Elfar Logi Hannesson með hlutverk Jóns lærða sem afhjúpaði glæpa Ara í Ögri (sem Elfar Logi leikur líka). Við fáum hann og dóttur hans, Sunnefu Elfarsdóttur búningahönnuð, ásamt Héðni Birni Ásbjörnssyni formanni Baskasetursins og Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðing til að ræða verkið og fjöldamorðin á baskneskum skipbrotsmönnum. -
Sunnudagurinn 2. febrúar
Synir Egils: Nató-krísan, verkföll, sparnaður, styrkir og VR
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þær Andrea Sigurðardóttir blaðakona á Morgunblaðinu, Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingkona Samfylkingarinnar og Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði og ræða frérttir vikunnar og stjórnmálaástandið. Þeir bræður taka líka púlsinn á pólitíkinni og fá svo frambjóðendur til formanns VR til að ræða félagið, verkalýðsbaráttuna og stöðu launafólks: Bjarni Þór Sigurðsson stjórnarmaður í VR, Flosi Eiríksson viðskiptafræðingur, Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Þorsteinn Skúli Sveinsson sérfræðingur hjá Byko setjast að Rauða borðinu. -
Saknas det avsnitt?
-
Föstudagurinn 31. janúar
Vikuskammtur: Vika 5
Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Árni Kristjánsson aðgerðastjóri, Birgitta Björg Guðmarsdóttir rithöfundur, Gagga Jónsdóttir leikstjóri og Pétur Ben gítarleikari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af Trump og viðbrögðum fólks við orðum hans og hugmyndum, kjaradeilu kennara, sparnaðartillögum og öðru smálegu. -
Fimmtudagur 30. janúar
#33 Andlit á þúsund snákum 🐍
Underground legend og erkitýpan Berglind Ágústsdóttir ✨🐝 fer með okkur í ferðalag -
Rauða borðið 30. janúar 2025
Nató í krísu, trans og Trumpismi, heilbrigðisþjónusta, bókaspjall og karlmennska.
Kristinn Hrafnsson blaðamaður ræðir þá kreppu sem Nató hefur ratað í, hvort Trump hafi breytt eðli Nató eða dregið fram raunverulegt eðli þess.
Arna Magnea Danks, leikkona, kennari, áhættuleikstjóri og mannréttindaaktívisti ræðir um mikilvægi umræðu og aðgerða gagnvart herferð Trumps gegn minnihlutahópum. Pálmi V. Jónsson, öldrunarlæknir segir að við þurfum að umbreyta heilbrigðiskerfinu til að geta þjónustað fólk eftir því sem eldist, bæði til að fjölga árum við góða heilsu en líka að nýta fé betur.
Hólmfríður Matthíasdóttir (Úa), útgefandi og bókaunnandi kemur í bókaspjall Vigdísar Grímsdóttur og Oddnýjar Eirar og ræðir um bókmenntaverðlaunin og nýbakaðan verðlaunahafa Kristínu Ómarsdóttur.
Pétur Eggerz, tæknifræðingur, aktívisti og áhrifavaldur tekst á við hin pól umræðunnar og ræðir karlmennsku hjá Maríu Lilju ásamt Jóni Þormari Pálssyni sem er einnig þekktur sem brotkastmaðurinn Nordic Masculinity. Er hægt að finna sameiginlegan snertiflöt og uppræta rót vandans? Er kynjabaráttan kannski í grunninn bara stéttabarátta? -
Miðvikudagur 29. janúar
Hagræðing, spilling, rasismi, reynsluboltar, samkeppni og klassíkin rokkar
Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og og Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur Visku bregðast við sparnaðartillögum Viðskiptaráðs og ræða hvatningu ríkisstjórnarinnar um hagræðingu. Benjamín Julian verkastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambandsins fer yfir verð á matvörumarkaði og spáir í hvort samruni Prís og Nettó muni auka samkeppni. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna og stuðningsmaður íbúalýðræðis í Seyðisfirði og Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður ræða hvort spilling komi við sögu hjá þeim sem helst vilja sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina ræðir um sálfræðilegar rætur rasisma. Reynsluboltarnir miðla af visku sinni í spjalli um allt mögulegt, menningu, þjóðmál, stjórnmál og hvað eina, í þetta sinn koma þær Elín Albertsdóttir, Soffía Karlsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir. Tónlistarnemarnir Sól Björnsdóttir og Sóley Smáradóttir koma í Klassíkin rokkar og taka á móti Þórði Magnússyni tónskáldi og Þórunni Ósk Marinósdóttur víóluleikara í tilefni af nýjum fiðlukonsert Þórðar sem verður flumfluttur í Hörpu á morgun. -
Miðvikudagur 29. janúar
Sósíalísk stjórnarandstaða - 2. Þáttur
Leigjendasamtökin hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau fagna því að loksins eigi að taka á skammtímaleigu — máli sem samtökin hafa barist fyrir í áraraðir og komst að miklu leiti fyrir tilstilli samtakanna á dagskrá í síðastliðnum alþingiskosningum. En betur má ef duga skal?
Við rýnum í málefni leigjenda með þeim Yngva Ómari Sigrúnarsyni varaformanni Leigjendasamtakanna og Jóni Ferdinand Estherarsyni stjórnarmanni í Leigjendasamtökunum. -
Þriðjudagur 28. janúar
Ríkið, kosningar í Þýskalandi, Dylan, Harpa og veiðar á fyrri tímum
Við ræðum sparnað hjá ríkinu og hlutverk ríkisrekstrar á næstu dögum. Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda ríða á vaðið. Ragnar Hjálmarsson stjórnmálafræðingur ræðir áhrif af uppgangi fasismans á kosningar í Þýskalandi. Michael Dean Odin Pollock gítarleikari, Dagur Kári Pétursson leikstjóri, Arnar Eggert Thoroddsen félagsfræðingur, Guðni Tómasson framkvæmdastjóri Sinfóníunnar og Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri ræða um Bob Dylan og myndina um hann, A Complete Unknown. Hljóðverkfræðingurinn Ólafur Hjálmarsson gagnrýnir hljóðið í Eldborgarsalnum í Hörpu. Hann segir að bæta verði úr hljóðvistinni. Már Jónsson prófessor og Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur segja okkur frá veiðum Íslendinga fyrir tíma vélvæðingar. -
Virðing fyrir fólki og lífi.
Fjallað um tímana og fólk á flótta með Aski Hrafni Hannessyni og Kristbjörgu Örnu Elínudóttur Þorvaldsdóttur.
Þátturinn er í umsjón Karls Héðins Kristjánssonar og Anitu Da Silvu Bjarnadóttur. -
Mánudagur 27. janúar
Styrkir til flokka, fjölmiðlar, fasismi, hið ritaða og talaða orð
Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og Atli Þór Fanndal verkefnisstjóri hjá Háskólanum á Bifröst um lög um stjórnmálasamtök of hvort Flokkur fólksins eigi að skila sínum styrkjum. Freyja Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins og Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Heimildarinnar ræða stöðu blaðamennsku hér á landi, sem sumpart er óviðunandi. Skortur á samstöðu blaðamanna er eitt fjölmargra meina. Eiríkur Bergmann prófessor fjallar um fasisma og Donald Trump, erum við komin á nýtt tímabil stjórnmála í okkar heimshluta. Hallgrímur Helgason ræðir sýningu sína Sextíu kíló og Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir ritstjórar orðabóka hjá Árnastofnun segja okkur frá orðabókarstörfum og sýn á framtíð tungumálsins. -
Sunnudagurinn 26. janúar:
Synir Egils: Fasismi, forysta, styrkir, virkjanir og verkföll
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Benedikt Erlingsson leikstjóri og þingkonurnar Rósa Guðbjartsdóttir og Ragna Sigurðardóttir og ræða fréttir vikunnar og stjórnmálin. Þeir bræður taka stöðuna á pólitíkinni og ræða síðan Donald Trump og hvort hann sé að innleiða fasisma við þau Pontus Järvstad sagnfræðing, Nönnu Hlín Halldórsdóttur heimspeking og Guðmund Hálfdanarson sagnfræðing. -
Laugardagur 25. janúar
Helgi-spjall: Stefán Skafti Steinólfsson
Stefán Skafti Steinólfsson, Dalamaður, ræðir um uppvöxt, feðraveldi, stóriðjustörf sín, náttúruna og afahlutverkið. -
Fimmtudagur 23. janúar
Sósíalísk stjórnarandstaða - 1. Þáttur
Þátturinn Sósíalísk stjórnarandstaða hefur göngu sína, þar sem sósíalistar koma saman til að ræða málefni samfélagsins út frá sósíalískum áherslum. Þáttastjórnendur eru Þórdís Bjarnleifsdóttir og Rán Reynisdóttir.
Í þættinum í dag verður rætt um nýju ríkisstjórnina og stefnuyfirlýsingu Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins út frá sósíalískum áherslum. Viðmælendur þáttarins eru sósíalistarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, og Eyjólfur Eyvindarsson, leikstjóri og tónlistarmaður. -
Fimmtudagur 23. janúar
Umræður um sjávarútvegsmál og strandveiðar
Gestir Grétars að þessu sinni eru Guðlaugur Jónasson og Atli Hermansson. -
Föstudagurinn 24. janúar
Vikuskammtur: Vika 4
Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Gunni Hilmars tísku og tónlistarmaður, Heiða Eiríksdóttir, tónlistarkona og heimspekingur, Hrönn Sveinsdóttir bíóstjóri og Símon Birgisson kennari og leiklistargagnrýnandi og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af framrás fasisma, komandi verkföllum og handbolta. -
Fimmtudagur 23. janúar
Yfirdráttur, klassík, kjötneysla dýravernd, bómenntir og BNA
Við hefjum leik á Samstöðinni í kvöld með Stefáni Jóni Hafstein sem færir okkur sláandi upplýsingar um umhverfismál. Á morgun, 24. janúar, fer Ísland á ,,yfirdrátt” gagnvart vistkerfunum, það er að segja ef önnur lönd væru með eins stórt vistspor. Við göngum allra ríkja mest á auðlindir. Og rætt verður endurkjör Trump og áhrif þess á umhverfið. Tónlistarnemarnir Sóley Smáradóttir og Sól Björnsdóttir taka því næst á móti Daníel Bjarnasyni tónskáldi og hljómsveitarstjóra og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur tónskáldi í Klassíkin rokkar. Jóhanna Eyrún Torfadóttir lektor í næringarfræði og Thor Aspelund prófessor í tölfræði koma og ræða um kjötneyslu. Framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands og Katrín Oddsdóttir, mann- og dýraréttindalögfræðingur segja margt bíða nýrrar ríkisstjórnar með tilliti til dýravelferðar sem hafi setið á hakanum vegna vanmáttugs kerfis. Tími sé kominn á að færa Ísland aftur til náttúrunnar en ekki í hendur auðvaldsins og stórfyrirtækja. Vigdís Grímsdóttir og Oddný Eir ræða við skáldkonuna Ásdísi Óladóttur um ljóðabók hennar Rifsberjadalurinn, ljóðlistina, 30 grömmin, geðveikina og sköpunarkraftinn. Við ljúkum þætti kvöldsins með zoom-viðtali við Rósu Guðmunds sem er búsett í L.A. Hún segir okkur frá eldunum sem þar hafa geisað og embættistöku nýs forseta. -
Miðvikudagur 22. janúar
Kveikja, Reynsluboltar, Óöld, Heimsendakvíði og Ungfrú Ísland
Í tilefni af opnu húsi fyrir feminista og kvennréttindakonur og í upphafi kvennaárs koma fjórar konur, sem líka eru frummælendur á viðburðinum Kveikja, til spjalls um stöðu baráttunnar og helstu baráttumál. Sara Stef Hildar, Guðný S. Bjarnadóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og María Hjálmtýsdóttir. Mjöll Matthíasardóttir formaður Félags grunnskólakennara segir að ofbeldismál innan grunnskólanna sem verði opinber séu aðeins toppurinn á ísjakanum. Reynsluboltarnir taka við í spjalli við Sigurjón Magnús, gestir hans eru þau Viðar Eggertsson, Lísa Pálsdóttir, Hallfríður Þórarinsdóttir og Bjarki Bjarnason. Þau tala um það sem helst brennur á okkur. Sæunn kjartansdóttir, sálgreinir og rithöfundur ræðir um heimsendakvíða, hlýnun jarðar, og gáfaða dýrið sem þarf að hlusta á og ræða við til að komast út úr svart-hvítri heimsmynd og líðan. Við ræðum síðan um Ungfrú Ísland í Borgarleikhúsinu við aðstandendur, um erindi verksins við samfélagið, söguna og okkur sjálf. Auður Ava Ólafsdóttir höfundur, Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri, og leikararnir Fannar Arnarsson og Íris Tanja Flygenring koma að Rauða borðinu. -
Þriðjudagur 21. janúar
Trump, fjölmiðlar, rasismi, dauðinn og nýlenduhyggja
Hvaða áhrif gæti endurkjör Trump haft á upplýsingaóreiðu og fréttamennsku? Blaðamennirnir Jón Ferdinand Estherarson, Guðmundur Gunnarsson, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir og Gunnar Smári Egilsson ræða málin með Birni Þorláks. Við ræðum kynþáttafordóma við Snorra Sturluson og Tryggva Scheving Thorsteinsson, eiga börn sem hafa annan húðlit en við flest. Og sláum á þráðinn til Ásgeirs H. Ingólfssonar skálds og menningarblaðamanns sem fékk þau tíðindi í síðustu viku að hann ætti mögulega bara nokkrar vikur ólifaðar. Og ákvað að efna til menningardagskrár af því tilefni. Í lokin kemur Hlynur Hallsson í heimsókn og ræðir norðrið og nýlenduhyggjuna. -
Mánudagur 20. janúar
Vigdís, Valhöll, vopnahlé, kosningaklúður og börn á flótta
Við byrjum á smá yfirferð yfir þættina um Vigdísi en fáum svo Jón Gunnarsson, fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, til að ræða formannskjör og Landsfund. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir á ekki hans stuðning sem formannsefni. Qussay Odeh íslensk-palestínskur aktivisti fer yfir stöðuna í upphafi vopnhlés. Kristján Sveinbjörnsson, umboðsmaður Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi, hefur tekið saman nýtt minnisblað og sent landskjörstjórn vegna ágalla við síðustu þingkosningar. Síendurteknar brotalamir grafa undan trausti. Morgané Priet-Mahéo stjórnarkona samtakanna Réttur Barna á flótta segir að flóttabörn glími við margvísleg vandamál vegna lítils opinbers utanumhalds. -
Sunnudagurinn 19. janúar:
Synir Egils: Virkjanir, verkfall, valdaskipti og vopnahlé
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þær Ragnheiður Ríkarðsdóttir fyrrum bæjarstjóri og þingmaður, María Rut Kristinsdóttir þingkona og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og ræða fiskeldi, virkjanir, yfirvofandi verkfall kennara, átök og frið. Þeir bræður taka púlsinn á pólitíkinni og Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og Stefán Pálsson borgarfulltrúi ræða valdaskiptin í Bandaríkjunum og vopnahlé á Gaza. - Visa fler