Avsnitt
-
Stefán Árni Pálsson hitar upp fyrir leik Íslands og Egyptalands og keppni í milliriðlum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla ásamt þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Bjarna Fritzsyni í Pallborðinu.
-
Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður, fær til sín þau Þóru Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Maskínu, Eirík Bergmann, stjórmálafræðiprófessor við Bifröst, Huldu Þórisdóttur, prófessor í stjórnmálasálfræði við HÍ og Brynjólf Gauta Guðrúnar Jónsson, doktorsnema við Hí til að rýna í stöðuna á lokasprettinum.
-
Saknas det avsnitt?
-
Hlaðvarpsstjórnendur sem halda úti umfjöllun um kosningarnar mættu í myndver til þess að fara yfir stöðuna. Þórhallur Gunnarsson úr Bakherberginu, Kristín Gunnarsdóttir úr hlaðvarpinu Komið gott, Gísli Freyr Valdórsson hjá Þjóðmálum og Þórarinn Hjartarson sem heldur úti Einni Pælingu.
-
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Smári Egilsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Sigmar Guðmundsson voru gestir Pallborðsins í dag. Til umræðu voru meðal annars nýjustu vendingar í skoðanakönnunum og pólitíkinni og skóla- og heilbrigðismál, svo eitthvað sé nefnt. Pallborðinu stýrði Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður.
-
Í þetta skiptið tekur Berghildur Erla á móti Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Ölmu Möller landlækni í leyfi sem leiðir lista Samfylkingar í Kraganum, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingmanni sem fer fyrir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Bergþóri Ólasyni, þingmanni og oddvita Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
-
Nú er röðin komin að formönnum síðustu þriggja flokkanna sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Þetta eru Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins sem mættu í settið til Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns.
-
Margrét Helga Erlingsdóttir fékk til sín þær Svandísi Svavarsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, leiðtoga Sósíalistaflokks Íslands á sviði Alþingis og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformann Pírata.
-
Elín Margrét Böðvarsdóttir fékk til sín formenn flokka á hægri væng stjórnmálanna, flokka sem eru líkir um sumt en ólíkir um annað og teygja sig mislangt til hægri frá miðjunni. Þetta eru þau Bjarni Benediksson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Arnar Þór Jónsson, formaður hins nýstofnaða Lýðræðisflokks, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
-
Berghildur Erla fær til sín Grím Grímsson yfirlögregluþjón sem er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóra Kaldvíkur sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, Víðir Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, sem er oddviti Suðurkjördæmis fyrir Samfylkingu og Höllu Hrund Logadóttur fráfarandi orkumálastjóra og forsetaframbjóðanda sem leiðir lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
-
Elín Margrét Böðvarsdóttir fékk til sín þau Snorra Másson, fjölmiðlamann og oddvitaefni Miðflokksins, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar sem sækist eftir 3. sæti Sósíalistaflokksins, Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR og oddvitaefni Flokks fólksins og Ólaf Adolfsson, lyfsala og oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins.
-
Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður fékk til sín þau Steinunni Þóru Árnadóttur, þingmann Vinstri grænna, Oddnýju Harðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmann Pírata og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðstoðarmann dómsmálaráðherra.
-
Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni og Flóki Ásgeirsson lögmaður voru gestir í Pallborðinu á Vísi. Þáttastjórnandi var Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir
-
Bergþór Ólason, Inga Sæland, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Pallborðsins að þessu sinni, þar sem til umræðu var tilkynning Bjarna Benediktssonar um ríkisstjórnarslit og kosningavikurnar fram undan.
-
Stjórnmálaflokkar setja sig í stellingar fyrir alþingiskosningar, sem þó eru ekki formlega á dagskrá fyrr en næsta haust. Pólitíkin var í öndvegi í Pallborðinu þar sem Arnar Þór Jónsson, Jón Gnarr og Þórður Snær Júlíusson ræddu við Kristínu Ólafsdóttur.
-
Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga voru til umræðu í Pallborðinu. Stjórnandi var Hólmfríður Gísladóttir en gestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Sigurður Ágúst Sigurðsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík.
-
Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans, Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og Örn Úlfar Sævarsson, hugmyndasmiður voru gestir Pallborðsins á Vísi þar sem rýnt var í baráttuna um Bessastaði.
-
Felix Bergsson, Jóga Jóhannsdóttir og Kristján Freyr Kristjánsson eru gift hvert sínu forsetaefninu. Þau voru gestir Kristínar Ólafsdóttur í Pallborðinu á Vísi.
-
Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson voru gestir í Pallborðinu á Vísi í dag.
-
Eiríkur Ingi Jóhannsson og Helga Þórisdóttir voru gestir Hólmfríðar Gísladóttur í Pallborðinu. Þau bjóða sig fram til forseta Íslands.
-
Forsetaframbjóðendurnir Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ástþór Magnússon mættust í Pallborðinu á Vísi í umsjón Hólmfríðar Gísladóttur.
- Visa fler