Avsnitt
-
Fyrsti þáttur ársins er ekki af verri endanum. Það er það eina sem þið þurfið að vita. Það er okkar einlæga ósk að þú náir að manifesta velgengni á árinu. Gleðilegt nýtt ár elskurnar!
-
Gleðilega hátíð kæru hlustendur! Saga Garðars kíkti við í Undralandinu til að taka upp síðasta þátt ársins með okkur. Í þættinum förum við um víðan völl en þó er þema dagsins að sjálfsögðu áramót en Saga hefur sjálf komið að nokkrum áramótaskaupum sem hafa ekki klikkað. Sannkölluð áramótaveisla í Undralandinu. Verið góð við hvort áfram á nýju ári.
-
Já þið lásuð rétt kæru hlustendur. Nú fara jólin að nálgast og að sjálfösgðu hentum við í jóla-nostalgíu eins og fyrri ár. Eins og oft vill þó gerast þá fór umræðan um víðan völl og meðal annars poppaði Jóhannes Haukur upp hjá okkur. Gleðilega hátíð kæru hlustendur og hafið það huggulegt yfir hátíðarnar!
-
Shrinkflation er eitt af verkfærum djöfulsins og Ólafssynir segjum henni stríð á hendur. Annars viljum við óska ykkur kósý jóla og munið að vera góð við hvort annað, alltaf.
-
ATH að þessi þáttur inniheldur upplýsingar um nýjasta Kviss þáttinn á Stöð 2.
Egill mætti í Undralandið í sérstakan "The men tell all" þátt þar sem Kviss skandallinn var krufinn til mergjar. -
Snorri Másson er góðvinur Undralandsins og því fengum við hann til að fara yfir stefnur og strauma í stjórnmálum á mannamáli. Því verður þó ekki leynt að drengurinn er sjálfur í framboði og til að gæta hlutleysis var inngripum beitt ef umræðan varð of fjólublá. Úr varð þáttur sem mun að öllum líkindum gera þig, kæri hlustandi, fróðari fyrir kosningar á laugardag og vonandi samræðuhæfari í næsta matarboði!
-
Hér fáiði 3.hluta af þriggja hluta seríu þar sem við tökumst á við geimveruinnrás á jörðina ásamt Steinda.
-
Hér fáiði 2.hluta af þriggja hluta seríu þar sem við tökumst á við geimveruinnrás á jörðina ásamt Steinda.
-
Eftir gríðarlanga bið er þátturinn lentur gott fólk!!! Hér fáiði 1.hluta af þriggja hluta seríu þar sem við tökumst á við geimveruinnrás á jörðina ásamt Steinda.
-
Eftir tveggja ára fjarveru snéri Hilmir heim í Undralandið! Löngu tímabær heimsókn frá okkar besta manni og að því tilefni fengum við hann til að skóla okkur til í öllu því rugli sem hefur verið rætt í undanförnum þáttum. Sannir Undralendingar mega ekki missa af þessum þætti!
-
Já bréfin eru græn þessa dagana. Það hefur þó lítið að gera með efni þáttarins, en Aron vildi endilega skíra þáttinn þetta. Eigið yndislegan sunnudag kæru vinir!
-
Við biðjum ykkur afsökunar á biðinni gott fólk! Nú er Aron er snúinn aftur úr eyðimörkinni reynslunni ríkari og hann hafði sögu að segja.
-
Þáttur vikunnar er snemma á ferðinni en í ljósi þess að fellibylurinn Milton á að skella á strendur Florida núna í kvöld þá kom ekkert annað til greina en að birta þáttinn strax. Við heyrum í söngvaranum Patrik sem er staddu á Florida og kynnum okkur staðhætti þar ytra.
-
Líkt og nafn þáttarins gefur í ljós snýr umfjöllunarefnið að því hvernig á að verða ríkur. Hvort það gerist fljótt er hins vegar spurning sem við getum ekki svarað, en það er þó alltaf möguleiki!
-
Samræður þeirra Ólafssona fóru um ansi víðan völl í þætti dagsins. Allt frá P. Diddy til eðlisfræðilögmála. Sem fyrr er þetta þó þáttur sem þú ættir ekki að missa af, kæri hlustandi!
-
Hann kíkti til okkar fjöllistamaðurinn Eyþór Aron Wöhler og ræðir við okkur um lífið og tilveruna, manninn sjálfann og Tímaflakk. Fótbolti, Ritlist, Söngur og TikTok eru örfá dæmi um það sem drengurinn leggur stund á og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, náð eftirtektarverðum árangri á öllum þessum sviðum. Missið ekki af þessum besta þætti sem Wöhler á, kæru hlustendur!
-
Kæru hlustendur. Hér er einn heilavíkkandi fyrir ykkur. Elon Musk ætlar með mannkynið á mars og það er lítið sem mun koma í veg fyrir það. Það eru allar líkur á því að við munum sjá siðmenntað samfélag mannfólks á plánetunni Mars í okkar lífstíð. Það er gjörsamlega fráleit hugmynd í sjálfu sér, en hér erum við!
-
Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar. Í þætti dagsins ræðum við um samsæriskenningar Disney og klám. Fleira var það ekki. Bestu kveðjur, Arnar og Aron
-
Sorry hvað við erum seinir í dag. Í guðanna bænum njótiði!
-
Þáttur dagsins tekur okkur á kunnar slóðir en þar ræða Ólafssynir um testósterón, föstur, og frumbyggjaeðlið sem blundar í okkur öllum. Við erum ekki byggð fyrir nútímann!
- Visa fler