Avsnitt
-
Ég fékk til mín Dr. Guðrúnu Björgu Ragnarsdóttur lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og ræddum við um Beina kennslu (e. Explicit Instruction). Einnig ræddum við um stýrða kennslu og fimiþjálfun.
Ítarefni:
Morningside Academy, einkaskóli í Seattle sem ég minntist á: https://morningsideacademy.org/Heimasíða stofnunar fyrir Stýrða kennslu: https://www.nifdi.org/
Heimasíða um Beina kennslu, hér má sjá fjölmörg myndbönd af kennslu: https://explicitinstruction.org/
-
Ég fékk til mín dr. Jóhönnu Thelmu Einarsdóttur prófessor á Menntavísindasviði og Heilbrigðisvísindasviði HÍ og dr. Þóru Másdóttur dósent á Heilbrigðisvísindasviði HÍ til þess að ræða Lanis skimunarlistann.
Tjáskipti teljast til grundvallarmannréttinda. Erfiðleikar í tjáskiptum leikskólabarna geta haft neikvæð áhrif á síðari lestrartileinkun þeirra, námsframvindu, félagsfærni, líðan og tilfinningaþroska. Mikilvægt er að bera tímanlega kennsl á leikskólabörn sem eiga í erfiðleikum með að tjá sig til þess að unnt sé að veita þeim þann stuðning sem þau þarfnast og draga um leið úr þeim neikvæðu áhrifum sem slíkir erfiðleikar geta haft í för með sér. Eins og sakir standa eru ekki til áreiðanleg og réttmæt skimunartæki sem foreldrar eða leikskólakennarar geta nýtt til kanna málfærni barna á aldrinum þriggja ára, hvort sem um er að ræða börn sem eiga íslensku að móðurmáli eða þau sem hafa annað móðurmál en íslensku. LANIS skimunarlistinn fyrir frávikum í tal og málþroska hefur verið í þróun um nokkurt skeið og hafa forprófanir gefið til kynna að listinn er áreiðanlegur og réttmætur.
Ítarefni: www.talmal.hi.isEwa Czaplewska: https://fil.ug.edu.pl/wydzial/instytuty/instytut-logopedii/pracownicy-instytutu/dr-hab-ewa-czaplewska-prof-ug
MS ritgerðir um LANIS:
Karen Inga: https://skemman.is/bitstream/1946/41652/1/LANIS%20framb.%20-%20KIB.pdf
Rannveig: https://skemman.is/bitstream/1946/41609/1/Rannveig_Gestsd%c3%b3ttir_LANIS_skimunarlisti.pdf
Lilja: https://skemman.is/bitstream/1946/47117/3/Lilja%20Helgado%cc%81ttir%20-%20LANIS%20skimunarlisti.pdf
-
Saknas det avsnitt?
-
Í þessum sjöunda þætti hlaðvarpsins fékk ég til mín Auði Soffíu Björgvinsdóttur aðjúnkt og doktorsnema á Menntavísindasviði Háskóla Íslands til þess að ræða lesfimi. Hérna er ítarefni:
Lestrarstiginn https://nancyyoung.ca/the-ladder-of-reading-writing/ Íslenska útgáfan á engan samastað enn, en hann er í viðtalinu við Jan https://skolathraedir.is/2024/06/16/vidtal-vid-dr-jan-hasbrouck/
Foreldrafræðsluefnið inni á Læsisvef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu https://laesisvefurinn.is/lestrarmenning/skolinn-og-heimilin/samvinna-um-laesi/The National Reading Panel https://www.nichd.nih.gov/sites/default/files/publications/pubs/nrp/Documents/report.pdf
Hér er áhugavert hlaðvarp þar sem einn af höfundum skýrslunnar Tim Shanahan fjallar um hana 20 árum eftir að hún kom út.https://amplify.com/episode/science-of-reading-the-podcast/season-2/season-8-behind-the-scenes-of-the-national-reading-panel-with-tim-shanahan/
-
Í þessum sjötta þætti hlaðvarpsins fékk ég til mín dr. Sigríði Ólafsdóttur dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands með sérhæfingu í læsi og fjöltyngi ásamt orðaforða til þess að ræða um fjöltyngd börn í kjölfar úttektar OECD á innflytjendum á Íslandi Hérna er hægt að nálgast skýrsluna: Stjórnarráðið | Ný úttekt OECD um innflytjendur á Íslandi: Mikilvægt að setja inngildingu innflytjenda á dagskrá (stjornarradid.is)
Sérfræðingar Rannsóknastofu um þroska, læsi og líðan skrifuðu bls. 25–49 í eftirfarandi skýsrlu https://www.althingi.is/altext/154/s/1759.html?utm_source=althingi&utm_medium=vefur&utm_campaign=thingskjol_130 PISA skýrslan 2023, bls. 77–93: https://mms.is/sites/mms.is/files/pisa_2022_helsta_island.pdf
-
Í þessum fimmta þætti Námsvarpsins fékk ég til mín Dr. Kristján Ketil Stefánsson lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og ræddum við um endalok meðaltalsins, lestraráhugahvöt og lesskilning.
Hérna er hægt að horfa á upptöku um endalok meðaltalsins: The Myth of Average: Todd Rose at TEDxSonomaCounty (youtube.com)Hér er svo krækja inn á Reading Rockets: Concept-Oriented Reading Instruction (CORI) | Reading Rockets
-
Ég fékk til mín Guðbjörgu Rut Þórisdóttur læsisráðgjafa hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og formann Félags læsisfræðinga og við ræddum um lestrarvanda í íslensku skólakerfi og sóknarfærin. Hérna er skýrslan sem við ræddum um í þættinum: 1759.docx (live.com)
-
Í þættinum ræði ég við Dr. Þóru Másdóttur dósent í talmeinafræði við HÍ og talmeinafræðingur á stofu um þróun málhljóða og framburðar hjá börnum.
-
Námsvarpið fékk til sín Dr. Jóhönnu Thelmu Einarsdóttur og ræddi við hana um málörvun leikskólabarna.
-
Niðurstöður PISA - læsi
Hérna er hægt að lesa íslensku skýrsluna um PISA 2022: https://mms.is/sites/mms.is/files/pisa_2022_helsta_island.pdf