Avsnitt
-
Erum við ekki öll sammála um að illa skipulagðir fundir séu samfélagsmein?
Þrátt fyrir það er vinnudagurinn oft vel pakkaður af alls konar fundum. Í þætti dagsins ræðum við um 5 hagnýt ráð til þess að mæta full af sjálfsöryggi á fundi og til þess að láta í þér heyra. -
Hver elskar ekki góð life hacks?
Í þessum þætti deilum við okkar uppáhalds life hacks sem við höfum viðað að okkur í gegnum tíðina. Allt frá sparnaðarráðum, skipulagstipsum og morgunrútínu yfir í búkonuhárin bansettu sem ásækja okkur!
-
Saknas det avsnitt?
-
Myndugleikinn heldur áfram að lína upp brat-listanum með næsta stórkostlega viðmælanda - Dr. Maríu Rún Bjarnadóttur. Við erum í skýjunum með að fá þessa NEGLU í þáttinn til að kafa ofan í kosningarnar í Bandaríkjunum, þar sem Kamala Harris og mannréttindi kvenna eru eitt helsta kosningamálið. Kosningarnar eiga sér stað eftir aðeins 7 daga.
María Rún er með doktorsgráðu í lögfræði frá University of Sussex og starfar sem nýsköpunar- og stefnumótunarstjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. Þar vinnur hún m.a. að þróunarverkefni um innleiðingu gervigreindar í starfsemi embættisins og meðferð stafrænna brota. Ekki nóg með það - hún er formaður Grevio-nefndar Evrópuráðsins og heldur utan um aðdáendaklúbb Ruth Bader Ginsburg á Íslandi.
Í þessum þætti köfum við djúpt ofan í stöðu kosninganna í Bandaríkjunum, ræðum áhrif the biggest brat of all; Kamölu Harris og hvað er í húfi fyrir réttindi kvenna um allan heim. Hvernig munu þessar kosningar móta næstu kynslóð? -
Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur er fyrsti viðmælandinn sem fær boð í Myndugleikann algjör negla! Við bjóðum the brat Ásdísi Eir Símonardóttur, vinnusálfræðing með meiru, innilega velkomna!
Ásdís er sjálfstætt starfandi stjórenda- og mannauðsráðgjafi með yfir 13 ára reynslu, og hefur unnið bæði hjá sprotafyrirtækjum, í orkugeiranum og hjá hinu opinbera. Hún er líka fyrrum formaður Mannauðs og brennur fyrir vinnustöðum sem skila árangri.
Í þessum þætti, sem er helgaður 9-5, mannlegri vinnustaðamenningu og teymisvinnu sem styður við konur.
Við erum ískrandi spenntar að fá Ásdísi í þáttinn - þetta er spjall stútfullt af ráðum, tips og tricks sem enginn má missa af. -
Þáttur vikunnar er tileinkaður einu því allra allra mikilvægasta sem við eigum, VINKONUM OG VINUM! Stuðningskerfinu sem er til staðar í gegnum súrt og sætt.. einmitt eins og samfélagið sem okkur dreymir um að byggja upp með Myndugleikanum.
Við ræðum um græn flögg í vináttum, hvað það er við djúp og djúsí vináttusambönd sem gerir þau svo dýrmætu, með örlitlu tea um Diddy on the side (hvað er nú í gangi þar!). -
Í þessum ofurfeminíska fæstý þætti fjöllum við um hugtakið "stelpun" og 5 "bráðsnjallar" ráðleggingar sem eru jafn óþarfar og vinnufundur eftir kl. 15 á föstudegi.
Lofum húmor, sannleika og helling af túdi! -
Sería tvö af Myndugleikanum er komin í loftið eftir óteljandi fyrirspurnir og vangaveltur hlustenda um hvað sé næst! Við erum mættar aftur tvíefldar eftir sumarfrí…þakklátari fyrir rútínu haustsins en nokkru sinni fyrr 👏
Í þessum þætti förum við yfir:
-Hvað er næst hjá Myndugleikanum
-Sjálfsmildi og f@^% fullkomnunaráráttuna
-Kaflaskil og kaflalok, hversu einmannaleg og stórkostleg þau geta verið!
-Hvað það þýðir að velja sjálfa sig
-Tattoo-mission?
…og margt margt fleira!
-
Nýjasti þáttur Myndugleikans er óður til mistaka, vandræðalegra uppákoma og fólksins sem stigur inn í slíkar stundir með okkur án þess að dæma (það á við okkur sjálfar líka!). Hann heitir þess vegna "Við elskum mistök.” Í góðum samböndum, vináttu og teymum brettir fólk upp ermar þegar mistök eiga ser stað, án þess að dreifa skömm og gagnrýni - ein fyrir allar og allar fyrir eina! Í þættinum deilum við líka vandræðalegustu stundunum okkar og ræðum hversu dýrmæt slík augnablik geta verið raun og veru ef við leyfum okkur að hlægja og taka hlutunum ekki of alvarlega! ;)
-
Í þessum þætti ræðum við um ást okkar á raunveruleikasjónvarpi í bland við að velta þægindahringnum fyrir okkur. Hvað er þægindahringurinn, af hverju eru til svo margar skilgreiningar á því hvað hann er og af hverju er self help kúlturinn svona oft að hvetja fólk til að fleygja sér út úr honum. Oft þurfum við eða viljum víkka þægindahringinnút, en það kallar gjarnan á smá spagettílappir og dash af hugrekki 💪
-
Eftir smá Tene pásu er Myndugleikinn kominn aftur. Í þessum þætti deilum við 4 hlutum sem við hefðum viljað heyra fyrir 25 ára aldur. Sársaukinn við að vaxa, samviskubitið sem lætur stöðugt á sér kræla, meðvirkni ásamt smá Taylor Swift og Leonardo DaVinci er meðal þess sem við snertum á í þættinum.
Endilega fylgið Myndugleikanum á Instagram og deilið með okkur ykkar reynslu og lærdómi. Takk fyrir að hlusta <3 -
Þakklátar og nánast orðlausar yfir viðtökum fyrsta þáttar Myndugleikans kynnum við með gleði næsta þátt. Við fjöllum um meðvirkni á vinnustað, tökum dæmi um fáránlegar aðstæður sem við höfum gripið okkur í á hápunkti meðvirkninnar, ræðum spennuna og togstreituna sem getur skapast milli frama og móðurhlutverksins og “half-össum” þetta eins okkur einum er lagið 👊💛
-
Myndugleikinn er hugarfóstur Önnu Margrétar og Hjördísar Evu, sem báðar deila brennandi ástríðu fyrir því að læra, ræða og miðla þekkingu og reynslu til kvenna sem styður þær í að lifa lífi sínu á eigin forsendum.
Í þessum upphafsþætti Myndugleikans fjalla Anna og Hjördís um mikilvægi þess að skapa rými fyrir opnar og heiðarlegar umræður um fjölbreytt málefni sem tengjast konum, ekki síst þær margþættu kröfur sem samfélagið gerir til kvenna og sem þær gera til sín sjálfar. Konur er oft settar í hlutverk sem endurspegla ekki endilega þeirra eigin vilja eða langanir. Með því að ræða opinskátt um þessi málefni og deila reynslusögum, leitast Hjördís Eva og Anna Margrét við að veita öðrum konum innblástur og hvatningu til að finna og fylgja sinni eigin leið – leið sem er skilgreind af þeim sjálfum