Avsnitt
-
Elli Grill og Arnar Guðni/King Puffin fara yfir stormkenndan feril hljómsveitarinnar Shades of Reykjavik frá byrjun til enda.
-
Kilo segir frá sjálfum sér í Bandaríkjunum, hvernig hann byrjaði að hlusta á rapp, hvernig hann byrjaði að rappa og afhverju hann gerir það sem hann gerir. Einnig fer hann í djúpgreiningu á íslensku rappi, segir frá top 5 röppurunum sínum, top 5 plötunum sínum og allskonar annað epískt.
-
Saknas det avsnitt?
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Haki talar um hvernig hann byrjaði að rappa og hlusta á rapp í gegnum hjólabretti, fer yfir ferilinn og lagið með Bubba og talar meðal annars fallega um Lil Baby og Lil Durk.
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Aron Can „breytti leiknum, leikurinn hann breytir þeim“ með útgáfu Þekkir Stráginn árið 2016. Síðan þá hefur boltinn rúllað og Can skilað sínu og séð um sína. Hér er farið yfir hvernig hann byrjaði að rappa og svo syngja, hvað hann hlustaði á, tenginguna við Tyrkland og framtíðina í útlöndum.
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Róbert Aron Magnússon byrjaði með útvarpsþáttinn Kronik árið 1993. Þá hafði hvorki rapp verið spilað né rætt í íslensku útvarpi. Tekin voru viðtöl við rappara, menn mættu eða hringdu inn og freestæluðu - og kúltúrnum voru gerð skil. Robbi hefur einnig flutt inn ótal erlendra rappara og haldið regluleg „hip-hop djömm“.
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Countess Malaise talar um rappupgötvunarferlið, karaoke, listnám í Amsterdam, tónlistarsenuna í Amster, tónlistarmyndbandagerð, konur í rappi, íslenskt rapp 2017, hvernig hún byrjaði að rappa, upphitun fyrir Tommy Cash, samstörf með Bngrboy og Lord Pusswhip, kynnir nýja plötu í sumar og fullt fleira.
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Krabba Mane talar um hvernig hann byrjaði að gera beats og svo rappa, hvernig hann uppgötvaði rapp í gegnum CoD myndbönd, tjáir ást sína á meisturunum miklu Lil Uzi Vert, Playboi Carti og Madlib, hlutverk Bangerboy í rappferli sínum, íslenskt rapp í aldanna rás, Prikið og allskonar annað.
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Rapparinn Birnir fer yfir gamla og góða tíma í Kópavoginum og rifjar upp rappminningar í leiðinni. Hann talar um hvernig hann byrjaði að hlusta á rapp, hvernig hann byrjaði að búa til rapp, hvenær hann varð góður, hvernig hann varð betri og hvað það er sem að mögulega gerir hann góðan. Einnig talar Birnir um áfengis- og vímuefnameðferðirnar í Svíþjóð og mikilvægi edrúmennskunnar. Rapparar sem er m.a talað um eru: Gísli Pálmi, UGK, Kendrick Lamar, Drake, Wiz Khalifa, A$AP Rocky, Yung Lean og ScHoolboy Q
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Yung Nigo Drippin fer yfir Hafnarfjarðartrappið, hvernig hann byrjaði að rappa, graffiti, Suðurríkjarappið sem mótaði hann, útgáfurnar sínar, hvernig hann myndi coacha unga rappara, hvernig hann lærði að rappa og hvað er framundan.
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Huginn fer yfir: uppvaxtarárin á Íslandi og í Danmörku, rappið sem mótaði hann, hvort hann sé almennt rappari?, upphafið á ferlinum, lögin sem hann hefur gefið út, KBE & Herra Hnetusmjör, Eini Strákur Vol. 1 og svo Vol. 2 sem er á leiðinni.
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Alvia Islandia fer yfir allt þetta helsta: unglingsárin í Hlíðunum, uppgötvun sína á íslensku rappi u.þ.b 2006, þegar hún byrjaði að rappa, þegar hún byrjaði að koma fram, allar helstu útgáfurnar, verðlaun, world-building og svo er talað um hina og þessa rappara: Missy Elliot, Nicki Minaj, Cardi B, Gucci Mane, Gísli Pálmi, Floni, Yung Nigo Drippin', Marlon Pollock, Riff Raff ofl ofl ofl!
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Stjáni og Seppi ræða upprunann, ferilinn og rapptónlist almennt.
Árbærinn sem Brooklyn, Yo MTV Raps, stofnun XXX Rottweiler, Guli Drekinn, Gísli Pálmi, Blaz Roca, Ævisögur, Dæmisögur, ný músík ofl ofl ofl.
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Jói Dagur/Ruddagaddur fer yfir ferilinn og ræðir rappuppeldið. Önnur umræðuefni eru meðal annars: túr Þriðju Hæðarinnar í Litháen, æskan á Íslandi, Wu-Tang Clan, The Prodigy, eiturlyfjaneysla og edrúmennska, Dabbi T & Óheflað Málfar, Gísli Pálmi, Herra Hnetusmjör ofl ofl ofl.
-
Skytturnar frá Akureyri í viðtali. Kom upprunalega út í janúar 2021, datt út vegna höfundarréttamála en komið aftur.
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Helgi Sæmundur og Arnar kynntust á Sauðárkróki sem ungir piltar með áhuga á rapptónlist. Árið 2010 stofnuðu þeir hljómsveitina Úlfur Úlfur og hægt og rólega unnu þeir sig upp metorðastigann í Reykjavík og nú er óhætt að segja að þeir séu ein besta íslenska rapphljómsveit allra tíma.
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Kristmundur Axel fer yfir gamla tíma í Grafarvoginum, segir sögurnar á bakvið helstu smellina, tjáir sig um stöðu íslensks rapps í dag og ræðir rappið sem mótaði sig sem mest.
Önnur umræðuefni eru meðal annars: Crewin í Grafarvoginum, MySpace, íslenskt rapp á árunum 2006-2011, Blár Ópall, Eurovision, Daníel Alvin, Júlí Heiðar, Dabbi T, Óli Geir, eiturlyfjaneysla, edrúmennska, sjálfsvinna, DMX, Lil Wayne, Big L, 2Pac og Biggie ofl ofl ofl
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Umræðuefni eru meðal annars: upphaf og þróun hljómsveitarinnar, Höfn í Hornafirði, Þórbergur Þórðarson, Slots, dóp á djamminu, Drake, The Weeknd, breskt rapp, besta plata Kanye, íslenskt rapp á YouTube, skilin á milli popps og rapps, dónalegir textar, hlöðuböll,
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Dóri DNA og Danni Deluxe fara yfir tímana í Bæjarins Bestu og 1985!, tala um gerð og útgáfu hins sígilda mixteips „Stelpur & Chill“, greina stemningu og erjur innan íslensku rappsenunar í byrjun 21. aldar, segja stríðssögur frá hörðum heimi íslensku battlsenunnar, setja mikla virðingu á nöfn Erps Eyvindarsonar, Steinda Jr., og Afkvæmi Guðanna og ræða rappið sem mótaði þá hvað mest.
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Ragna Kjartansdóttir, Cell7, er almennt talin vera fyrsta „rappstjarna“ Íslands. Hún er stofnaði rapphljómsveitina Subterranean árið 1997 og flutti síðan til New York í aldarbyrjun í hljóðnám. Árið 2013 snéri hún síðan aftur í rappið með útgáfu plötunnar „Cellf“. Í fyrra gaf hún síðan út plötuna “Is Anybody Listening?“.
Hér fer Cell7 yfir ferilinn, íslenskt rapp á tíunda áratugnum, útvarpsþáttin Kronik, dvölina í New York og stúdíóvinnu þar, Erykah Badu, Mac Miller og ný tónlistarverkefni.
-
Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Agastjórnun í Hagaskóla, Vesturbærinn, Westsiders, gríðarlegt fjárhagslegt tjón við útgáfu Ófheflaðs Málfars, sagan á bakvið hið klassíska lag Gremja, stemningin í íslensku rappi á árunum 2005-2008, Emmsjé Gauti, Gísli Pálmi, edrúmennska, eiturlyfjaneysla, eitruð karlmennska í rappmenningu ofl ofl ofl
- Visa fler