Avsnitt

  • Gestur okkar að þessu sinni er Lena Dögg Dagbjartsdóttir, Senior Cloud Consultant hjá Crayon og verkefnastjóri átaksverkefnis Vertonet sem gengur út á að auka hlut kvenna í upplýsingatækni.

    Lena Dögg mun leiða loka fasa átaksverkefnisins, sem felur í sér að koma skilgreindum aðgerðum í framkvæmd í samstarfi við styrktar- og stuðningsaðila. Lena Dögg hefur margra ára reynslu af verkefnastjórnun og er menntuð sem kennari, náms- og starfsráðgjafi og tölvunarfræðingur

    Í þættinum ræða Hildur og Lena Dögg meðal annars:

    Fjölbreytilegt námsval á menntaskólaárunum sem leiddi hana að textílkennaranámi í Kennaraháskólanum Hvað hún brennur fyrir að kenna og deila með öðrum Skortur á dagvistun árið 2006 sem varð til þess að hún fór í nám í náms- og starfsráðgjöf Starfið hjá Hljóðbókasafninu sem gaf henni möguleika á að vaxa og bæta við sig tækniþekkingu Hvernig hún fór „óvart“ í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavik Hvað varð til þess að hún fór að starfa sem hugbúnaðarprófari og hvað felst í því starfi Þegar hún kynntist konum sem störfuðu hjá Crayon á stofnfundi Vertonet árið 2018 sem varð til þess að hún sótti síðar um starf hjá fyrirtækinu Hvað verkefnastjórastaðan hjá Vertonet kveikti neista sem hún gat ekki horft framhjá Markmiðið að hlusta á a.m.k. 52 bækur á ári og hvað sunnudagsbollinn er mikilvægur og setur tóninn fyrir komandi viku

    Lena Dögg minnist á þrjár bækur (hlekkir á Audible):

    Accelerate. Building and Scaling High Performing Technology Organizations

    The Unicorn Project. A Novel About Developers, Digital Disruption, and Thriving in the Age of Data

    Investments Unlimited. A Novel About DevOps, Security, Audit Compliance, and Thriving in the Digital Age----------------------------------------------------------------

    Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?

    Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:

    LinkedIn

    Facebook

    Instagram

    ----------------------------------------------------------------

    Um hlaðvarpið

    Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir

    Styrktaraðilar: Advania, Sýn og Geko 🙌

  • Gestur okkar að þessu sinni er Helga Björk Árnadóttir, deildarstjóri hjá rekstrarlausnasviði Advania en Helga Björk tók þátt í átakinu „Konur í kerfisstjórnun“ og hefur verið áberandi í umræðunni um starfið og frábær fyrirmynd.

    Hún hóf starfsferilinn hjá Símanum árið 2007 þar sem hún starfaði við að veita tæknilega aðstoð til viðskiptavina og varð síðar tæknimaður í vettvangsþjónustu fyrirtækjasviðs og svo hópstjóri á upplýsinga- og tæknisviði. Eftir flutning á sviðinu yfir til Sensa árið 2014 hóf hún þar störf sem kerfisstjóri. Frá árinu 2017 hefur hún unnið hjá Advania sem hópstjóri og kerfisstjóri og nú sem deildarstjóri.

    Í þættinum ræða Hildur og Helga Björk meðal annars:

    Áhuga hennar á tölvum sem vaknaði þegar hún var fjögurra ára gömul Þegar hún bjó til sína fyrstu heimasíðu um 10 ára aldur Hvað notkun IRCsins varð til þess að hún fann fólk með sömu áhugamál Hvað spilun tölvuleikja hefur alltaf verið stór hluti af hennar lífi Hvað varð til þess að hún fór á hárgreiðslubraut í Iðnskólanum Hvað skortur á kvenkyns fyrirmyndum varð til þess að henni datt ekki í hug að hún gæti lært eitthvað tengt tölvum Hvað tækifæri sem hún fékk hjá Símanum varð til þess að hún fann sína réttu hillu og fékk áhuga á rekstri tölvukerfa og fór í gegnum kerfisstjórnunarnám Tækifærin sem hún hefur fengið hjá Advania Hvað nám í kerfisstjórnun hentar fólki með fjölbreyttan bakgrunn Ástríðu hennar á ferðlögum sem hefur orðið til þess að hún hefur komið til yfir 50 landa

    ------------------------------------------------------------------------

    Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?

    Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:

    LinkedIn

    Facebook

    Instagram

    ------------------------------------------------------------------------

    Um hlaðvarpið

    Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir

    Styrktaraðilar eru Advania, Sýn og Geko

  • Saknas det avsnitt?

    Klicka här för att uppdatera flödet manuellt.

  • Í þessum fyrsta þætti ársins bjóðum við velkomna Önnu Helgu Jónsdóttur dósent við Háskóla Íslands. Anna Helga lauk BS-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003, meistaraprófi í hagnýtri stærðfræði frá Danska tækniháskólanum (DTU) í Kaupmannahöfn 2005 og doktorsprófi í tölfræði frá Háskóla Íslands árið 2015. Anna Helga var ráðin dósent í tölfræði við Háskóla Íslands 2018.

    Í þættinum ræða Hildur og Anna Helga meðal annars:

    Hvernig stærðfræði vakti áhuga hennar strax á grunnskólaárunum Hvernig skiptinám til DTU í Kaupmannahöfn leiddi hana á braut tölfræðinnar og meistaranáms í hagnýttri stærðfræði og síðar kennslu við skólann Hvernig doktorsnám sem var blanda af tölfræði og kennslu reyndist draumastaðan Þróun og prófun kennslukerfisins tutor-web í stærðfræði og tölfræði Um rafmyntina SmileyCoin sem nemendur fá sem umbun inni í kennslukerfinu Þróun verkefnisins Education in a suitcase í Kenía þar sem kennslukerfið er notað og árangurinn sem hefur náðst og áhrifin sem það hefur haft á samfélagið Hvernig bálkakeðjutæknin er að greiða götu verkefnisins Um Stelpur diffra námsbúðirnar og mikilvægi þess að sýna fyrirmyndir Þá gríðarlegu þróun sem er í gagnavísindum og gevigreind Hvað það er dásamlegt að stunda hot yoga

    ⁠Þátturinn er í boði Sýn, Advania og Geko

    Bækur sem Anna Helga minnist á í viðtalinu:

    The Alignment Problem: How Can Machines Learn Human Values?

    Superintelligence: Paths, Dangers, Strategies

    ------------------------------------------------------------------------

    Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?

    Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu! Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:

    LinkedIn

    Facebook

    Instagram

    ------------------------------------------------------------------------

    Um hlaðvarpið
    Umsjón fyrir hönd Vertonet hefur Hildur Óskarsdóttir

  • Gestur okkar að þessu sinni er Linda Heimisdóttir. Linda er með MA og doktorsgráðu í málvísindum frá Cornell háskóla. Linda hefur áralanga reynslu úr máltæknigeiranum en áður en hún tók við núverandi starfi, starfaði hún hjá alþjóðlega fyrirtækinu Appen, sem sérhæfir sig í söfnun og merkingu gagna fyrir máltækni og gervigreind. Linda gekk til liðs við Miðeind, sem er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki á sviði máltækni og gervigreindar, í byrjun árs 2023, þá sem rekstrarstjóri fyrirtækisins en hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra síðan í júní.

    Í þættinum ræða Hildur og Linda meðal annars:

    Hvernig lífið leiddi hana áfram í málvísindin og síðar í máltækni Námsárin í Cornell háskólanum í New York fylki Störfin hjá Appen þar sem hún vann m.a. verkefni fyrir Microsoft Ákvörðunina um að flytja til Íslands, til að starfa við íslenska máltækni, eftir 15 ára búsetu í Bandaríkjunum Byltinguna sem hefur orðið í máltækni með tilkomu Chat GPT Gefandi samstarf Miðeindar við Open AI Styrkinn frá Evrópusambandinu til gerðar gervigreindarmállíkans þar sem evrópsk gildi eru höfð að leiðarljósi Hvað morgunhlaup og sund eru endurnærandi á milli þess sem hún kennir sjálfri sér að spila á píanó

    Linda minnist á hlaðvörp sem hún mælir með:

    Hard Fork

    This American Life

    Radio Lab

    Explo Word Game er appið frá Miðeind sem Hildur minnist á að nota

    Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira? Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu.

    Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:

    LinkedIn

    Facebook

    Instagram

    Um hlaðvarpið

    Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir

    Styrktaraðilar þáttarins eru Sýn og Geko

  • Gestur okkar að þessu sinni er Nanna Pétursdóttir framkvæmdarstjóri Crayon á Íslandi. Nanna hefur starfað í upplýsingatæknigeiranum í um 20 ár, bæði í tækni- og stjórnunarstörfum. Undanfarin 9 ár hefur hún starfað hjá Crayon, fyrst sem SAM (Software Asset Management) ráðgjafi og leiddi síðar þjónustusvið fyrirtækisins. Áður starfaði Nanna hjá Íslandsbanka, Landspítala háskólasjúkrahúsi og Glitni banka.

    Í þættinum ræða Hildur og Nanna meðal annars:

    Hvað varð til þess að hún valdi tölvubraut í Iðnskólanum þegar hún valdi sér framhaldsskóla Námið í tölvutæknifræði í Syddansk Universitet og árin í Danmörku Stofnun fyrirtækis með samnemanda á námsárunum í Danmörku og reynslan af því að vinna í litlu nýsköpunarfyrirtæki Árin sem hún starfaði hjá Danfoss í Danmörku og hvernig það var að vinna hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki Hvað varð til þess að hún hóf störf hjá Crayon fyrir 9 árum og ferilinn innan fyrirtækisins Hvað það er mikils virði að hafa aðgang að sterkum sérfræðingum hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki eins og Crayon Um stofnun Vertonet ásamt Lindu B. Stefánsdóttur og fleirum og stjórnarsetuna fyrstu ár félagsins Hvað það er mikilvægt að mæla sér mót og læra af reynslu annarra Hvað útivist í náttúrunni endurnærir og hvað köfun við strendur Íslands er hin fullkomna núvitund

    Þátturinn er í boði ⁠Sýn⁠ og ⁠Geko⁠

    Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:

    LinkedIn

    Facebook

    Instagram

    Um hlaðvarpið:

    Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir

    Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira? Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu.

  • We welcome Kathryn Gunnarsson. Kathryn is a founder of Geko, an agency that specializes in talent - working in the Tech and innovation sector in Iceland.

    In 2016, Kathryn moved to Iceland from London, where she worked as a group head of HR. Kathryn has over 20 years of HR, people strategy, and recruitment experience.

    In February 2020, after spotting a niche in the market for a People Strategy agency to support the Tech and innovation sector, Kathryn founded Geko.

    The Geko team is passionate about people, human interaction, and supporting companies and groups to understand the benefit of building diverse and inclusive teams and 48% of the hires that they have made since launch have been women in tech-related roles.

    Hildur and Kathryn discuss among other things:

    How the HR profession found her rather than she was seeking it out How she founded her first consulting agency in Manchester in her twenties What “Chartered FCIPD“ stands for and how the process is around that certification How she persuaded her Icelandic husband to move to Iceland How difficult it is to immigrate to Iceland and the blockers that she found when searching for a job How, after a major trauma she found the courage to found Geko The process that the Geko staff goes through with their customers, from getting to know their candidate to negotiating salary on their behalf How no AI solution is going to invite you for a coffee and the importance of the human aspect in the hiring process How she loves reading and playing Netball in her spare time

    In the interview, Kathryn mentions a few books:

    Women in Tech: A practical guide to increasing gender diversity and inclusion - By Gillan Arnold, Hannah Dee, Clem Herman, Sharon Moore, Andrea Palmer and Shilpa Shah

    Powered by People: How Talent-Centric Organizations Master Recruitment, Retention, and Revenue (and How to Build One) by Carol Schultz

    White Fragility: Why It's So Hard for White People to Talk About Racism - Dr. Robin DiAngelo and Michael Eric Dyson

    The Body Keeps the Score: Brain, Mind, and Body in the Healing of Trauma by Bessel van der Kolk M.D.

    The Right Amount of Panic - How Women Trade Freedom for Safety by F. Vera-Gray

    Why Women are Blamed for everything by Dr. Jessica Taylor

    Gabor Mate´s books

    The show is sponsored by Sýn and Geko 🙌

    -----------------------------------------------------------------------

    Like what you heard and want to hear more? Follow the show on your favorite podcast platform to make sure that you don't miss an episode.

    Follow Vertonet on social channels:

    LinkedIn: https://www.linkedin.com/company/vertonet/

    Facebook: https://www.facebook.com/vertonet.is

    Instagram: https://www.instagram.com/vertonet.is/

    -----------------------------------------------------------------------

    Hosted by Hildur Óskarsdóttir

    LinkedIn: https://www.linkedin.com/in/hilduro/

  • Í þessum fyrsta þætti haustsins bjóðum við velkomna Súsönnu Þorvaldsdóttur. Súsanna lauk meistaragráðu í verkfræði frá háskólanum í Álaborg árið 2000 og var þar ein af 5 konum af 100 nemendum í sínum árgangi.

    Hún starfaði í Danmörku í kjölfarið m.a. hjá Lego og hjá fjarskiptafyrirtækjunum Maxon Telecom og FL-telecom. Eftir að hafa flutt aftur til Íslands árið 2005 starfaði Súsanna hjá TM Software, nú Origo, í alls 12 ár en frá árinu 2017 hefur hún starfað sem bakendaforritari hjá Icelandair.

    Í þættinum ræða Hildur og Súsanna meðal annars: Hvernig starf í tölvudeild Landsbankans vakti áhuga á tölvunarfræði Hvað varð til þess að hún hélt utan til náms um þrítugt til að læra tölvunarfræði en endaði í verkfræði Ævintýralegar notendaprófanir fyrir kóreskt fjarskiptafyrirtæki Hvernig það þróaðist að bakendaforritun varð að hennar sérhæfingu Kosti þess að vinna í vöruteymi og hafa skýra stefnu Mikilvægi þess að fólk velji sér að vinna við það sem það brennur fyrir og hefur gaman af Hvað prjónaskapur er gefandi áhugamál ásamt því að stunda hlaup

    ================================================

    Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira? Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu.

    Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:

    LinkedIn

    Facebook

    Instagram

    ====================================================

    Um hlaðvarpið

    Stjórnandi þáttarins er Hildur Óskarsdóttir

    Sýn er styrktaraðili þáttarins

  • Í þessum þætti bjóðum við velkomna Helenu Sveinborgu Jónsdóttur sem er meistaranemi í tölvunarfræði við Columbia háskóla í New York. Helena er með tvær BS gráður frá Háskólanum Reykjavík, í vélaverkfræði og tölvunarfræði.

    Undanfarna mánuði hefur Helena starfrækt ada_konur aðganginn á Instagram þar sem konur í hugbúnaðargeiranum segja frá degi í lífi sínu sem hefur vakið verðskuldaða athygli og varð til þess að hún fékk á dögunum bæði styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar og var tilfnefnd til Nordic Women in Tech Awards.

    Í þættinum ræða Hildur og Helena meðal annars:

    • Hvað varð til þess að hún byrjaði í heilbrigðisverkfræði en kláraði vélaverkfræði og tölvunarfræði

    • Hvað valáfangi sem hún tók í Matlab (forritunarmáli) varð til þess að kveikja áhuga á tölvunarfræði

    • Hvað það er dýrmæt reynsla að fá sumarstörf með háskólanámi sem tengjast náminu

    • Lífið í New York og hvað það opnar sjóndeildarhringinn að stunda nám með fólki sem kemur frá öllum heimshornum

    • Hvað það er spennandi að vera í tölvunarfræðinámi nú þegar gervigreind er að verða stærri hluti af lífi fólks

    • Kröfurnar í náminu í Columbia

    • Hvernig hugmyndin um Ada konur (⁠@ada_konur⁠) fæddist og þá spennandi tíma sem eru framundan í þróun miðilsins

    • Hvað það er gefandi að kynna möguleika tækninnar fyrir yngri kynslóðum og sýna fyrirmyndir

    • Hvað það er orkugefandi að fara á Crossfit æfingu og fara í sund þegar hún er á Íslandi en að aldrei skuli vanmeta slökun með ís og Netflix

    Í þættinum minnist Helena á bók sem hún mælir með

    AI 2041 eftir Kai-Fu Lee og Chen Qiufan

    Sýn er styrktaraðili þáttarins

  • We welcome Lea Kuliczkowski. Lea is a digital marketer, content creator, and social media specialist currently a marketing manager at Tern Systems.

    Before joining Tern Systems last year, Lea worked as a Digital Marketing Specialist for the Blue Lagoon and was a Content Creator for Marel and Nordic Luxury. For three years before that, she worked for Icelandair as a marketing specialist for North American gateways.

    Well-written content and content creation are extremely valuable to all companies especially those in the tech industry and those who sell their products online. It´s essential for attracting, engaging, and converting potential customers in today's highly competitive technology-driven landscape. Let’s not forget what the A stands for in STEAM – it’s Arts and it includes creativity – and a big part of creativity is the written word that plays an important role within science, technology, engineering, and mathematics.

    In the show, Hildur and Lea discuss among other things:

    Her multicultural (Chinese, Polish and Italian) background and upbringing in Canada How the arts and more creative subjects in school were her strengths When she started figure skating at the age of 3 and how skating has played an essential role in her life When working for a Canadian TV station made her realize that she wanted to work in the digital business How her wanderlust mode directed her to Budapest and from there to Iceland How her craving for Chinese BBQ pork buns led to her founding Bao Bao Buns & Yum Cha (Dim Sum) How the multicultural community at Tern systems has made her feel welcome as an employee How her future goals include moving to Italy to open a boutique bed and breakfast How she writes task lists before going to sleep that help her organize How making dumplings is the perfect meditation

    Podcasts that Lea mentions in the show:

    Small Town Murder

    Serial

    Death in Ice Valley (Isdal Woman)

    The show is sponsored by: Geko - Innovation Talent, Taktikal and Tern systems

  • Við bjóðum velkomna Björgheiði Margréti Helgadóttur. Björgheiður lauk BS gráðu í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014 og meistaragráðu í sömu grein frá HR árið 2016. Eftir útskrift starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu, sem forritari hjá Annata og sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Innnes. Árið 2019 réði hún sig sem verkefnastjóra í verkfræðideild hjá Alvotech þar sem hún starfaði þar til í september í fyrra þegar hún réði sig sem sérfræðing í sjálfbærniráðgjöf hjá EY á Íslandi þar sem hún leggur áherslu á félagslega hluta sjálfbærni svo sem mannréttindi og jafnrétti. Með vinnu stundar Björgheiður einnig diplomanám í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands.

    Í þættinum ræða Hildur og Björgheiður meðal annars:

    Hvað það mótaði hana að alast upp á landsbyggðinni Hvað varð til þess að hún valdi að fara í heilbrigðisverkfræði eftir að hafa stefnt á nám í læknisfræði Hvað það kom henni á óvart hvað forritun reyndist skemmtileg Stjórnarsetuna í UAK og allar þær flottu fyrirmyndir sem hún kynntist þar Þegar hún klessti á vegg og þurfti að forgangsraða öllu upp á nýtt Áhættuna sem fylgir fullkomnunaráráttu og það „mental load“ sem verður að þriðju vaktinni Starfið hjá EY og hvað sjálfbærni snýst um Hvað hún brennur fyrir jafnréttismálum sem varð til þess að hún er í námi með vinnu í HÍ Hvað hugleiðsla og morgunjóga er besta leiðin til að byrja daginn ef mögulegt er

    Björgheiður minnist á tvo hlaðvarpsþætti sem hún mælir með:

    Karlmennskan #9 Mental load

    Þegar ég verð stór

    Þátturinn er í boði: Geko - Specialists in Innovation Talent, Taktikal og Tern Systems

  • We welcome Berenice Barrios Quiñones. Berenice is a director of Microsoft Alliance at Advania where she leads collaboration for Microsoft solutions within the company and across its sister companies abroad.

    Before joining Advania in 2020, Berenice worked for Origo in various positions from Sales consultant, Software solution Architect and finally as a Product Owner of Microsoft products. Before moving to Iceland, Berenice worked for Grupo Scanda in Mexico City as a SAM Manager, focusing on Microsoft products.

    What has really attracted me to Berenice – is that she has been outspoken about her experience of being a woman of foreign origin trying to find her place in the IT industry in Iceland. And - at that - she has succeeded and is a great role model for other women.

    In the show, Hildur and Berenice discuss among other things:

    How computers and technology fascinated her as a child How video games influenced her learning path How she found her passion in advising and selling software and chose to study marketing How other women in executive positions influenced her and gave her invaluable advice How she decided to be fearless and search for opportunities How Microsoft solutions play a fundamental role in our day-to-day life and how she decided to grow her career with their solutions The process she had to go through to be able to work in Iceland How she was advised to lower her expectations instead of trying to find a job like the one that she had when searching for a job in Iceland The definitions of equality, diversity, inclusion, and equity How music motivates her when she needs a boost How family time, watching food shows and travel recharges her

    Books that Berenice mentions in the show:

    Who Says It's a Man's World: The Girl's Guide to Corporate Domination by Emily Bennington

    How to Stay Human in a F*cked-Up World: Mindfulness Practices for Real Life by Tim Desmond

    Innovating Women: The Changing Face of Technology by Vivek Wadhwa and Farai Chideya

    The show is sponsored by: Geko – Innovation Talent, Taktikal, and Tern Systems

  • Við bjóðum velkomna Margréti Dóru Ragnarsdóttur sem alltaf er kölluð Magga Dóra. Hún lauk grunnnámi í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaranámi í tölvunarfræði frá sama skóla árið 2003. Hún á að baki fjölbreyttan starfsferil bæði hér á landi og í Bandaríkjunum og starfaði meðal annars hjá  hönnunarstofunni Mad*Pow í Boston í 6 ár við notendarannsóknir og stafræna vegferð stórra fyrirtækja. Á Íslandi starfaði Magga Dóra m.a. fyrir OZ og Símann ásamt því að vera aðjúnkt við Háskóla Íslands. Í dag rekur Magga Dóra fyrirtækið Mennska ráðgjöf, þar sem öll verkefni eru unnin út frá sjónarhóli þess sem verður fyrir áhrifum tækninnar, meðfram því að kenna þjónustu- og upplifunarhönnun við tölvufræðideild Háskólans í Reykjavík. 

    Í þættinum ræða Hildur og Magga Dóra meðal annars: 

    Bankastýrudrauma bernskunnar  Hvað varð til þess að hún valdi að fara í sálfræði og hvernig það nám hefur verið góður grunnur fyrir allt sem á eftir kom  Hvernig tölvunarfræðin og sálfræðin spiluðu saman og nördinn fékk að blómstra Tímann og „meistaranámið“ hjá OZ og þau öguðu vinnubrögð sem voru viðhöfð hjá fyrirtækinu  Hvað það er gefandi að kenna og kveikja áhuga nemanda  Árin og verkefnin hjá Mad*Pow og lífið í Boston  Verkefnið MPACT og hvernig þau unnu borðspil sem hjálpaði fyrirtækjum að vinna með persónur til að nota í hugbúnaðarþróun  Stofnun Mennskrar ráðgjafar, sérhæfingu fyrirtækisins og þau fjölbreyttu verkefni sem fyrirtækið er að sinna  Hvað það er gefandi að hafa jákvæð áhrif á umhverfið í kringum sig með tækni  Ákvörðunina um hætta að tala um að hafa „brjálað að gera“- að hafa frelsi til að sinna fjölskyldu og vinum en sinna á sama tíma gefandi verkefnum  Hvað það er nærandi að spila skrafl, fara á tónleika og í leikhús og hitta góða vini

    Þátturinn er í boði: Geko, Taktikal og Tern Systems

  • Í þessum þætti bjóðum við velkomna Sigyn Jónsdóttur. Sigyn útskrifaðist með BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Samhliða og eftir námið í HÍ starfaði hún hjá Meniga þar til hún fór í meistaranám í Management Science & Engineering í Columbia-háskóla í New York, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2016.Eftir námið réði Sigyn sig til Seðlabankans en söðlaði um ári síðar þegar hún réði sig til hugbúnaðarfyrirtækisins Men & Mice þar sem hún varð forstöðumaður þjónustu og ráðgjafar. Hún er varaformaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs og var formaður Ungra athafnakvenna árin 2017-2019. Hún starfar nú sem framkvæmdarstjóri hugbúnaðar eða CTO hjá nýsköpunarfyrirtækinu Empower þar sem hún er einnig meðstofnandi.

    Í þættinum ræða Hildur og Sigyn meðal annars:

    · Þegar hún tók ákvörðun um að fara í hugbúnaðarverkfræði eftir að hafa verið komin á annað ár í læknisfræði

    · Sumarstarfið hjá Meniga og hvað það er mikilvægt þegar fyrirtæki gefa ungu fólki tækifæri

    · Um námið og tímann í Columbia í New York

    · Hvernig systir hennar fékk hana með sér á fund hjá UAK og sem leiddi til þess að hún varð seinna formaður félagsins

    · Hvað varð til þess að hún varð meðstofnandi Empower og fyrir hvað fyrirtækið stendur fyrir

    · Alla þá spennandi hluti sem eru framundan hjá Empower og hvernig heilbrigð vinnustaðamenning styður við árangur

    · Um fyrirlesturinn sem hún flutti nýlega á UT messunni „En það sækja engar konur um“

    · Hvað kvöldsund í Vesturbæjarlauginni getur verið endurnærandi og hvað það eru mikil lífsgæði að geta gengið til og frá vinnu


    Þátturinn er í boði: Geko, Taktikal og Tern Systems

  • Í þessum fyrsta þætti ársins bjóðum við velkomna Önnu Signýju Guðbjörnsdóttur. Anna Signý starfar sem sérfræðingur í notendarannsóknum og þjónustuhönnun (Senior UX Researcher & Service Designer) hjá hönnunar- og hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri. Hún menntaði sig í Danmörku og er með BS próf í vefþróun frá Copenhagen Business Academy og master í Digital design & Communication frá IT-Universitet í Kaupmannahöfn. Anna Signý starfaði hjá Siteimprove í Danmörku með námi en réði sig til TM Software (Origo) sem viðmótssérfræðingur og vefráðgjafi þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2013. Hún starfaði hjá Origo í 5 ár en réði sig til Kolibri árið 2018. Meðfram starfi sínu hefur hún sinnt kennslu bæði í Háskóla Íslands og í Vefskólanum. Anna Signý hefur að auki setið í stjórn og verið formaður SVEF og verið mentor hjá bæði Reboot Hack Iceland og hjá KLAK.

    Í þættinum ræða Hildur og Anna Signý meðal annars:

    Hvað varð til þess að hún menntaði sig í Danmörku og námsleiðirnar sem hún valdi Hvernig sálfræðin og mannlegi þátturinn í upplýsingatækni varð til þess að hún lagði fyrir sig notendarannsóknir og þjónustuhönnun Hvað það er gefandi að vera mentor og bjóða sig fram til félagsstarfa Hvort að opið launakerfi Kolibri sé mikilvægur þáttur í því að stjórnendum tókst að jafna kynjahlutfallið í fyrirtækinu í fyrra Hvernig eigi að laða konur að karllægum fyrirtækjum Um discovery vinnu og vöruþróunarteymi og hvað það er gaman að vera alltaf að læra eitthvað nýtt með hverjum viðskiptavini við að skapa framúrskarandi notendaupplifun Hvernig lestur hjálpar henni að róa hugann fyrir svefninn ásamt því að hafa minnisbók til taks þegar góðar hugmyndir vakna

    Í þættinum minnist Anna Signý á nokkra vefi og bækur:

    Medium
    Don‘t make me think – Steve Krug
    Escaping the Build Trap - Melissa Perri
    Inspired og Empowered - Marty Cagan
    Creativity, Inc. -  Ed Catmull og Amy Wallace
    I‘m Glad My Mom Died – Jennette McCurdy 
    Sense and Respond og Lean UX – Jeff Gothelf og Josh Seiden
    Erindi frá ráðstefnunni "Mind the Product" á YouTube
    "Getting things done" aðferðin

    Þátturinn er í boði Geko, Taktikal og Tern Systems

  • Í þessum þætti bjóðum við velkomna Adeline Tracz. Adeline er rafmagnsverkfræðingur að mennt og hefur búið og starfað á Íslandi frá árinu 1996 þegar hún réði sig sem verkfræðingur til bandaríska fyrirtækisins Conexant sem hafði útibú á Íslandi. Þar starfaði hún í áratug en réði sig næst til Kögunar eftir stutt stopp hjá Amadeus í Frakklandi. Hjá Kögun, sem seinna varð að Advania, vann hún sem forritari fyrir fyrirtæki eins og Icelandair og Landspítalann, þangað sem hún réði sig að lokum sem verkefnastjóri árið 2019. Frá því í fyrra hefur hún starfað á Landspítalanum sem verkefnastjóri nýþróunar á heilbrigðis- og upplýsingatæknideild spítalans. Þar hefur hún umsjón með stafrænum leiðtogum og hópi verktaka sem takast á við nýsköpunar og nýþróunar verkefni í nýþróunareiningu deildarinnar.

    Í þættinum ræða Hildur og Adeline meðal annars:

    Hvernig pabbi hennar hvatti hana áfram sem barn og lagði fyrir hana þrautir Undirbúninginn og námið í Supélec, einum virtasta verkfræðiskóla Frakklands Námsárin í París og allt það sem hún gerði meðfram náminu eins og að kenna föngum, taka þátt í leikriti, spila á píanó og læra arabísku Árin sem hún starfaði hjá Conexant og hugbúnaðinn sem fyrirtækið þróaði Nýsköpun og tækniframfarir á Landspítala og hvernig hugmyndaflug, kjarkur og auðmýkt spilar þar stórt hlutverk á þessum stærsta vinnustað landsins Skáldskapinn, smásagnasafnið Fulgurances sem kom út árið 2018 og hvernig hún sinnir ritlistinni á móðurmálinu á kvöldin
  • Gestur þáttarins er Hrefna Lind Ásgeirsdóttir. Hrefna útskrifaðist úr hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 en hefur síðan bætt við sig M.Sc í Design and Digital Media frá University of Edinburgh og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hrefna hefur gengt ýmsum störfum innan upplýsingatækni m.a. sem prófari og forritari hjá Landsbankanum og Advania, var vörustjóri og framkvæmdarstjóri hjá Meniga og þróunarstjóri hjá Tempo. Fyrir tveimur árum réði hún sig sem vörustjóra hjá Stafrænt Ísland en gegnir þar nú stöðu tækni- og þróunarstjóra.

    Í þættinum ræða Hildur og Hrefna meðal annars:

    Hvað leiddi til þess að Hrefna valdi að fara í hugbúnaðarverkfræði og þess að hún varð fyrsta konan til að útskrifast með B.Sc. í þeirri grein frá HÍ Framhaldsnámið í Edinborg og hvað það opnar sjóndeildarhringinn að vinna með fólki frá öllum heimshornum Árin hjá Meniga, vöxtinn og starfsferilinn hjá fyrirtækinu Starf vörustjórans og hvernig það hefur þróast frá því að hún tók fyrst við slíku starfi Spennandi verkefni sem Stafrænt Ísland er að vinna að og hvernig þau eru valin Hvað göngutúrar með hundinn eru góð leið til að næra líkama og sál

    Þátturinn er í boði: Geko, Taktikal og Tern Systems 

  • Í þessum þætti bjóðum við velkomna Dröfn Guðmundsdóttur. Dröfn hlaut á dögunum Hvatningarverðlaun Vertonet en með skýrri sýn í starfi sínu sem framkvæmdarstjóri mannauðs hjá einu stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins hefur Dröfn lagt sitt af mörkum við að gera tæknigeirann eftirsóknarverðari fyrir konur, fjölgað konum í tæknistörfum og stuðlað að fjölbreytileika innan geirans.

    Dröfn er sálfræðingur að mennt með mastersgráðu í vinnusálfræði. Áður en hún tók við núverandi stöðu sem framkvæmdarstjóri mannauðs hjá Origo árið 2013, starfaði hún sem mannauðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu, var fræðslustjóri hjá Arion banka og starfaði sem mannauðsráðgjafi hjá Straumi fjárfestingabanka.

    Í þættinum ræða Hildur og Dröfn meðal annars:

    · Hvernig áhugasviðspróf beindi henni að sálfræði og síðar vinnusálfræði

    · Mikilvægi þess að læra og hafa vaxandi hugarfar

    · Hvernig jafnrétti er ákvörðun og hvað þau hjá Origo hafa framkvæmt í átt að því markmiði að 50% ráðninga séu konur

    · Hvernig markvissar aðgerðir leiddu af sér að 37% stjórnenda innan Origo eru konur og 30% af heildar starfsmannafjölda

    · Mikilvægi þess að vera stöðugt að mæla árangur og fylgja eftir stefnunni

    · Tækifæri innan menntakerfisins til að undirbúa betur stelpur og stráka til starfa í kringum upplýsingatækni

    · Hvað það er gefandi að fara í göngutúr með gott podcast og hlusta á áhugavert fólk

  • In this first episode of the fall we welcome Paula Gould. Paula is the founder of Float and gather ehf. where she helps internationally-minded companies, entrepreneurs and artists to strategize and execute on their go-to-market and growth initiatives between North America and Europe. She is also a speaker and MarComm executive and a founder at WomenTechIceland.

    Paula previously served as Head of Brand & Communications at Men&Mice, CMO at Greenqloud, Board Member at CLARA and Principal at Frumtak Ventures. She also served as Vice Chair of the Board of Directors for the Fulbright Commission Iceland.

    In this show Hildur and Paula discuss:

    How cranberries became a metaphor for the work she does through her company Float and gather Why inclusivity, including language, must also involve changes in the way we approach leadership Is Iceland ready to welcome the foreign talent it desperately needs. How we can make this a more inclusive and equal society here in Iceland where international employees are welcome “The Women Innovators incubator“ in cooperation with Huawei How Vertonet and WomenTechIceland work towards the same goal and how the organizations could join forces

    Books and podcasts that Paula mentions:

    Science as Autobiography: The Troubled Life of Neils Jerne

    Secrets of the Sprakkar / Sprakkar

    Publicity Girl

    The Optimist´s Telescope: Thinking Ahead in a Reckless Age

    Piloting your life

    Piloting your life – Podcast

    Konur í tækni is sponsored by Geko, Taktikal and Tern Systems

  • Við tökum okkur nú í sumarfrí en snúum aftur með þáttinn í haust. Í byrjun júní var haldinn aðalfundur Vertonet og ný stjórn tók til starfa. Ein af stofnendum Vertonet og formaður, Linda Stefánsdóttir, ákvað að stíga til hliðar og nýr formaður stjórnar er Guðrún Helga Steinsdóttir sem hefur verið í stjórn samtakanna síðastliðin 2 ár. 

    Guðrún Helga segir okkur frá því sem hefur verið að gerast hjá félaginu síðustu vikur en það er ekki annað hægt að segja en að ný stjórn byrji með miklum krafti.

  • Í þessum þætti bjóðum við velkomna Freyju Þórarinsdóttur. Freyja er stofnandi og framkvæmdarstjóri GemmaQ en fyrirtækið hefur þróað hugbúnaðarlausn sem gerir notendum, fjárfestum og fyrirtækjum mögulegt að nálgast rauntíma upplýsingar um kynjahlutföll í leiðtogastöðum á mörkuðum og fjárfesta þannig beint í jafnrétti kynjanna.

    Freyja, sem er lögfræðingur (hagfræðingur og stjórnmálafræðingur) að mennt starfaði áður en kom að stofnun GemmaQ í fjármálageiranum, m.a. hjá eignastýringu Bank of America, Merrill Lynch í Seattle, og hjá Seðlabanka Íslands í 5 ár, síðast sem forstöðumaður í gjaldeyriseftirliti bankans. Freyja hlaut nýlega verðlaun Nordic Women in Tech í flokknum „Rising star of the Year“ en þar var hún valin úr hópi framúrskarandi kvenna sem starfa í upplýsingatækni á Norðurlöndunum. 

    Þátturinn er í boði Geko – Specialists in Innovation Talent