Avsnitt
-
Sigurlína Ingvarsdóttir hefur síðan árið 2006 unnið við að búa til þekkta tölvuleiki bæði á Íslandi og víða um heim. Í COVID ákvað hún að flytja heim til Íslands og skipti um hlutverk innan tölvuleikjaheimsins þegar hún stofnaði sjóðinn Behold Ventures sem fjárfestir í fyrirtækjum sem eru að þróa tölvuleiki og tengda tækni á Norðurlöndunum. Lína sagði mér frá sinni vegferð og Behold Ventures auk þess að gefa sín bestu ráð til frumkvöðla.
Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi
-
Guðný Nielsen er framkvæmdastjóri og stofnandi SoGreen sem er sprotafyrirtæki sem hefur þróað aðferðafræði til þess að reikna út hversu mikil loftslagsáhrif það hefur að tryggja stúlkum menntun. Guðný sagði mér frá sinni vegferð og upplifun af því að byggja sprotafyrirtæki með stórt samfélagslegt markmið, eins og að tryggja 130 milljónum stúlkna menntun.
Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi
-
Saknas det avsnitt?
-
Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri og ein af stofnendum Tulipop sem er fyrirtækið á bakvið töfraheiminn, fígúrurnar, sögurnar, teiknimyndirnar og vörurnar sem mörg okkar, og þá allra helst börn og foreldrar, könnumst við. Helga sagði mér söguna af því hvernig Tulipop varð til og hvernig þeim hefur tekist að fjármagna verkefnið, en Tulipop tók inn 250 milljón króna fjárfestingu í byrjun árs 2023.
Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi
-
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er framkvæmdastjóri og ein af stofnendum Empower sem er að þróa hugbúnaðarlausn sem stuðlar að auknu jafnrétti og fjölbreytni á vinnustöðum. Þórey hefur farið um víðan völl allt frá fyrirsætubransanum yfir í aktívisma, pólitík og ráðgjafastörf. Hún sagði mér frá sinni vegferð og hvernig jafnrétti og fjölbreytni varð að rauða þræðinum í hennar leik og starfi.
Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi.
-
Guðrún Valdís Jónsdóttir er upplýsingaöryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis. Hún er með gráðu í tölvunarfræði frá Princeton og hefur starfað við öryggisprófanir bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi auk þess að vera virk í félagsstarfi kvenna í atvinnulífinu. Guðrún sagði mér frá sinni vegferð, hvernig hún byggði upp tengslanet á Íslandi eftir nám í Bandaríkjunum og hvernig það væri að starfa sem „góður hakkari“.
Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi.
-
Fida Abu Libdeh er framkvæmdastjóri og stofnandi Geosilica sem framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi sem unnin eru úr steinefnum úr jarðhitasvæðum Íslands. Fida kemur upprunalega frá Palestínu, er með meistarapróf í umhverfis- og orkutæknifræði og hefur undanfarin áratug byggt fyrirtækið sitt frá grunni ásamt því að vera áberandi í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Við Fida ræddum um hennar vegferð, hvernig hún byggði sitt tengslanet á Íslandi sem innflytjandi og muninn á fjölbreytni, inngildingu og jafnrétti.
Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi.
-
Soffía Kristín Þórðardóttir er Product Manager fyrir Paxflow hjá Origo og stjórnarformaður KLAK. Hún hætti í læknisfræði til þess að vinna í tækni- og nýsköpunarheiminum og fá að „föndra í vinnunni“. Soffía sagði mér frá sinni vegferð, hennar bestu ráðum til frumkvöðla og hvernig nýsköpun á líka heima í rótgrónum fyrirtækjum eins og Origo.
Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi.
-
This is the first time I am publishing an episode in English and it is with a good reason. My guest is Renata Bade Barajas, CEO and co-founder of Greenbytes. Renata is originally from Mexico, her parents being Mexican and German, and she has lived, learned and worked around the globe. She told me about her journey, how Greenbytes is working towards solving foodwaste and how the startup has secured over 1M dollars in funding.
This is the episode: „If someone else has done it, well, I can do it!“ With Renata Bade Barajas.
The podcast is sponsored by Origo and Framvís.
-
Kristín Soffía Jónsdóttir er framkvæmdastjóri KLAK sem styður við frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi með ýmsum hröðlum, prógrömmum, viðburðum og fleiru. Kristín sagði mér frá sinni vegferð úr pólitík yfir í nýsköpun, stemmingunni hjá KLAK, mikilvægi inngildingar í nýsköpunarheiminum og deildi einnig frábærum ráðum fyrir frumkvöðla.
Þetta er þátturinn „það er alltaf pláss fyrir þig í nýsköpunarsenunni“ með Kristínu Soffíu.
Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi.
-
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands. Hún er ung kona sem hefur sannarlega sett sitt mark á íslensk stjórnmál á undanförnum árum og vinnur nú að því að byggja glænýtt ráðuneyti með nýrri nálgun og áherslum. Áslaug ræddi við mig um sína vegferð, mikilvægi fjölbreytileikans og forgangsröðunar og hvað það er mikilvægt að sækjast eftir tækifærunum og láta það ekki á sig fá þótt manni mistakist.
Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi.
-
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir er vísisfjárfestir hjá Brunni Ventures sem fjárfestir í fjölbreyttum sprotafyrirtækjum. Margrét sagði mér frá sinni vegferð, hvernig hún hefur fengið frábær atvinnutækifæri, hverju þau eru að leita að hjá Brunni og hvaða ráð hún gefur frumkvöðlum.
Frekari upplýsingar um Brunn má finna á www.brunnurventures.com
-
Bára Atladóttir er stofnandi og eigandi BRÁ verslunar, sem selur kjóla, kimono-a og ýmsan kvenfatnað í fjölbreyttum stærðum. BRÁ verslun byrjaði á eldhúsborðinu heima hjá mömmu Báru þar sem hún saumaði flíkur og seldi þær svo á Facebook en í dag er verslunin hýst í 600 fm húsnæði í Mörkinni.
BRÁ verslun má finna á www.braverslun.is
-
Helga Valfells er stofnandi og framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Crowberry Capital, sem er öflugur íslenskur vísissjóður sem hefur fjárfest í framúrskarandi nýsköpunar fyrirtækjum. Helga býr að fjölbreyttri reynslu sem spannar yfir heimsálfur og fjölbreyttar atvinnugreinar, en hún sagði mér frá sinni vegferð og Crowberry capital í live upptöku sumarið 2021.
Stuttu eftir að viðtalið var tilkynnt um stofnun Crowberry tvö, 11,5 milljarða króna vísissjóð, sem er sá stærsti sem settur hefur verið saman á Íslandi.
Þetta er þátturinn „Hvergi í heiminum er jafn mikið af nýsköpunarsjóðum stýrt af konum“ með Helgu Valfells.
-
Tækniþróunarsjóður er stærsti nýsköpunarsjóðurinn á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem styrkir fjölda nýsköpunarverkefna á ári hverju. Alma Dóra fékk því til sín Kollu, Kolbrúnu Bjargmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Rannís, til að ræða upplag sjóðsins og hvað skal hafa í huga þegar skrifa á umsókn.
Bent er á að viðtalið var tekið upp sumarið 2020 en þátturinn kemur út í mars 2021 og bendum við því á heimasíðu sjóðsins fyrir nákvæmar upplýsingar: https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/taeknithrounarsjodur/
-
Gestur Ölmu Dóru í þætti dagsins er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Ásta hefur starfað náið með frumkvöðlum víða um land á sínum starfsferli og deilir í þættinum fjölmörgum góðum ráðum sem koma sér vel í verkfærakassanum þegar byggja á fyrirtæki. Í þættinum ræðir hún einnig sína eigin vegferð, klasastarfsemina á Íslandi og framtíðina fyrir ferðaþjónustuna, í COVID lausum heimi.
Hægt er að kynna sér starfsemi Íslenska ferðaklasans og það sem hann hefur upp á að bjóða á www.icelandtourism.is/
-
Hulda Birna Baldursdóttir Kjærnested er ein þeirra fræknu verkefnastjóra sem hafa veitt frumkvöðlum aðstoð og tækifæri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Viðtalið var tekið upp sumarið 2020, og eins og flestir vita þá stóð til að leggja niður stofnunina um áramótin. Alma Dóra ræddi við Huldu um starfið sem Nýsköpunarmiðstöð hefur hýst í gegnum árin, lærdóminn sem við getum dregið af starfi hennar og hvað mun taka við, bæði hjá henni sjálfri og í stuðningskerfi frumkvöðla á Íslandi.
Hægt er að skoða ýmis tæki og tól sem geta aðstoðað við nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á www.nyskopunarmidstod.is
-
Gestur þáttarins í dag er Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, verkefnastjóri nýsköpunar hjá Háskóla Íslands. Ólöf er lögfræðingur að mennt og hefur borið marga mismunandi hatta innan nýsköpunarsenunnar á Íslandi. Í þættinum segir hún okkur frá sinni vegferð og öllu því helsta sem er að gerast í nýsköpunarmálum hjá Háskóla Íslands.
-
Gestur tólfta þáttar af konum í nýsköpun er Birna Bragadóttir, stjórnarformaður Hönnunarsjóðs. Auk þess að gefa góð ráð fyrir umsækjendur í sjóðinn ræðir Birna sína eigin vegferð og fjölmörgu verkefni í þættinum. Birna er ötul talskona jafnréttismála og kemur með frábæra punkta um það hvernig er hægt að stuðla að jafnrétti í styrkjaúthlutunum, starfsauglýsingum og viðskiptalífinu öllu.
Hægt er að fræðast meira um Hönnunarsjóð inn á heimasíðu sjóðsins, www.sjodur.honnunarmidstod.is
Þetta er þátturinn „Jafnrétti og fjölbreytni eru mannréttindi“ með Birnu Bragadóttur.
-
Í þættinum í dag ræðir Alma Dóra við Andreu Gunnarsdóttur og Kristjönu Björk Barðdal, stjórnarkonur Ungra athafnakvenna, eða UAK. Þær ræddu um starfsemi félagsins, tengingu þess við nýsköpun og hvernig komandi kynslóðir ungra athafnakvenna munu hrista upp í íslensku atvinnulífi.
Hægt er að kynna sér starfsemi og dagskrá félagsins betur á heimasíðu þeirra, www.uak.is
- Visa fler