Avsnitt
-
Í þessum þætti tekur Margrét Adamsdóttir, fréttakona á Rúv okkur til Póllands, þar sem hún fer yfir algengar jólahefðir sem fylgja jólunum í Póllandi. Margrét hefur búið hér á landi rúmlega hálfa ævi sína og hún segir okkur einnig frá hvaða jólahefðum hún tók með sér frá Póllandi og hvaða íslensku hefðir hún tileinkaði sér.
Þátturinn er í boði Kubbabúðarinnar í Smáralind, Hamborgarhryggnum frá SS og World Class, Laugarspa & World Class Gym Wear. -
Birta Björnsdóttir er landsmönnum vel kunnug, við höfum flest öll séð hana flytja okkur fréttir á sjónvarpsskjánum en ef við erum meira fyrir hlaðvörpin þá gætum við kannast við hana úr vinsæla hlaðvarpinu Heimskviður. Birta leiðir okkur í gegnum sínar ýmsu jólahefðir, en skilnaður foreldra hennar á unga aldri gerði það að verkum að jólin voru ekki alltaf eins föst í skorðum eins og hjá mörgum okkar. Hún segir okkur frá jólum í Flórída og árið þegar hún fór eins langt og mögulegt var frá Íslandi yfir jólin, til Ástralíu. Við heyrum einnig hvaða sjarmerandi hefðir og jólaheim hún hefur skapað sér og svo verður spennnandi að heyra hvar hún ætlar að eyða jólunum í ár. Þessi þáttur er í boði A4 verslana og SS hamborgarhryggsins
-
Saknas det avsnitt?
-
Jólahefðir er hlaðvarp fyrir alla, einnig fólkið sem er kannski ekkert sérstaklega hrifið af jólunum. Gestur þáttarins er einn af þeim, enginn annar en okkar ástsæli Jón Gnarr. Við fáum að heyra hans jólasögu frá æsku til dagsins í dag ásamt því að hann fræðir okkur um meðal annars hvaðan jólasveinarnir þrettán koma, hugmyndafræðina á bakvið þá og hver er innblásturinn á bakvið hvern og einn þeirra.
Þátturinn er í boði A4 Verslun og Malt & Appelsín -
Söngkonan ástsæla, Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem GDRN er gestur þriðja þáttarins af Jólahefðum. Sem er viðeigandi en hún ásamt Magnúsi Jóhanni eru að gefa út plötuna Nokkur jólaleg lög ásamt því að hafa selt upp alla jólatónleika sína þetta árið. Við förum yfir jólahefðir Guðrúnar og fáum innblik í bæði jólin á yngri árum, ásamt jólum eftir að hún eignaðist sjálf litla fjölskyldu og hvernig hún tekst við jólatörnina í starfi og einnig sem mamma með nýjar og skemmtilegar jólahefðir.
Þátturinn er í boði Malt & Appelsín og Kubbabúðarinnar í Smáralind -
Gestur minn í þessum þætti er Jakob Einar Jakobsson, eigandi og framkvæmdastjóri Jómfrúinnar, sem hefur fengið gælunafnið JólaJomman yfir jólahátíðina. Jómfrúin hefur í gegnum árin orðin stór partur af jólahefðum margra landsmanna og fáum við að skyggnast inn í sögu staðarins ásamt því kynnast jólahefðum Jakobs. Við ræðum jól í sveit í Önundarfirði, Noregi og hér í Reykjavík. Njótið vel! Þátturinn er í boði Malt & Appelsín og A4 verslun.
-
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, fyrrum skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, er hafsjór af visku. í þættinum deilir hún skemmtilegum sögum í tengslum við jólin, fer yfir áhugaverðar jólahefðir úr æsku og deilir óborganlegum ráðum.
Þátturinn er í boði A4 verslunum, Malt & Appelsín og Móra gæludýraverslun.
-
Jólahefðir er jólahlaðvarp fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Þar sem við hittum áhugavert fólk og kynnumst þeim, og þeirra jólahefðum. Skoðum ólíkar jólamenningar og allt sem við kemur jólum.