Avsnitt
-
Alcatraz, flóttinn frá Alcatraz, orrustan við Alcatraz, Al Capone og allir þessir. Ég stikla á stóru um þetta allt saman í þessum fyrsta þætti 2.seríu. Ég minni á instagramsíðu þáttarins: Hvað er málið Mitt instagram: Sigrún Sigurpáls Og ég hvet ykkur til að kíkja á styrktaraðila þáttarins en það er verslun á Akranesi, Hans og Gréta sem selur barnafatnað, fullorðinsfatnað og leikföng. Þau eru að opna nýja vefverslun og hana getið þið skoðað inn á www.hansoggreta.is - Það verða frábær tilboð hjá þeim á SINGLES DAY 11.11
-
THE IDEAL MATERNITY HOME - Var barnabúgarður í búningi hins fullkomna fæðingarheimilis. Hjónin Lila og William Young voru skrímsli sem fengu að starfa óáreitt í alltof mörg ár.
-
Saknas det avsnitt?
-
Karlie var 16 ára þegar hún hvarf árið 2018 eftir að hafa reykt marijuana í partý með vinum sínum og upplifað ofsahræðslu, ofskynjanir og vanlíðan. Hún er talin hafa farið heiman frá sér að morgni 13 okt, 2018 enn í vímu en ekkert hefur spurst til hennar síðan.
-
Tvíburasysturnar June og Jennifer Gibbons áttu erfið uppvaxtarár í Englandi vegna harkalegs rasisma sem hafði þau áhrif á þær að þær töluðu ekki við neinn, eingöngu hvora aðra. Önnur þeirra þurfti að deyja svo hin gæti lifað eðlilegu lífi.
-
Í október 2018 var ruðst inn á heimili Closs fjölskyldunnar í Wisconsin. Jayme Closs, 13 ára varð vitni af því þegar foreldrar hennar voru skotnir til bana áður en henni var svo hent í skott á ókunnugum bíl og flutt í burtu.
-
Árið 2012 myrti Sabrina Zunich fósturmóður sína Lisu Knoefel. Málið vakti mikinn óhug og 911 símtalið í þættinum er EKKI fyrir viðkvæma. Ástæða morðsins var verri en maður hefði getað ímyndað sér.
-
Stinney Jr var aflífaður árið 1944 í suðurríkjum Bandaríkjanna aðeins 14 ára gamall, og það fyrir glæp sem hann framdi ekki. Saga fjölskyldunnar er átakanleg. #blacklivesmatter #saytheirname
-
Seinni hluti frásagnarinnar um sértrúarsöfnuðinn The Ant Hill Kids sem stýrt var af harðri hendi leiðtogans Roch Thériault.
-
Í þættinum fjalla ég um sértrúarsöfnuðinn sem undir leiðsögn Roch "Mosé" Thériault einagraði sig í óbyggðum, langt frá allri siðmenningu. Þessi fyrri hluti fjallar um Roch fram að þeim tíma þegar hann fluttist svo með cultinn sinn í óbyggðirnar og hvernig hann mótaðist í að verða algjört skrímsli.
-
Marybeth Tinning missti níu börn á 14 árum. Öll undir 5 ára. Var hún miskunarlaus morðingi, móðir sem var illa haldin af Munchausen syndrom by proxy eða gat slík ólukka virkilega lagst á eina fjölskyldu ?
-
Japanski bæklunarsérfræðingurinn Yoshihiro Sato falsaði fjöldann allann af rannsóknum í tenglum við bein og beinbrot, sérstaklega hjá sjúklingum með Alzheimer og Parkisons.
-
Árið 1982 kom upp morðmál í Chicago þar sem búið var að koma fyrir eitri í lyfinu Tylenol. Ein risastór óleyst ráðgáta.
-
Örþáttur - Draugaskip eru alltaf heillandi umfjöllunarefni! Ógæfan elti Alkimos og gerir enn. Instagram - Sigrunsigurpals Snapchat - Sigrunsigurpals
-
1961 sökk snekkjan Bluebelle. Í fyrstu var þetta talið hræðilegt slys en annað koma á daginn og það sem raunverulega gerðist er virkilega hrollvekjandi.
-
Anders Breivik myrtle 77 manns í Noregi 2011. Þar af tugi ungmenna í Útey. Ég minni á: Facebook síðu þáttarins facebook.com/hvadermalid og instagram síðuna hvað er málið. Mitt insta og snap: Sigrunsigurpals
-
Maður gekk inn á bar... og sást aldrei meir Brian Shaffer hvarf inn á staðnum Ugly Tuna Saloona í Columbus Ohio. Eitt dularfyllsta mannshvarf sögunnar.
-
Ekki fyrir viðkvæma. Gabriel var 8 ára þegar móðir hans fékk forræði yfir hounm. Á 8 mánuðum varð hann fyrir svo hræðilegu ofbeldi að það á endanum leiddi hann til dauða. Móðir hans situr nú í lífstíðarfangelsi og sambýlismaður hennar hlaut dauðadóm fyrir sína aðild í málinu.
-
Við vitum öll hvað gerðist þann 11 sept. 2001 En hverjir eru Al-Qaeda, Af hverju réðust þeir á Bandaríkin og er eitthvað til í þessum samsæriskenningum ?
-
Er Bermuda þríhyrningurinn óleyst ráðgáta ? Ég fer yfir fullt af slysum sem hafa átt sér stað innan hans ásam samsæriskenningum og vísindalegum kenningum. Njótið!
-
Við kynnum okkur stuttlega 10 staði í heiminum sem ekki er leyfilegt að heimsækja. Td. The North sentinel Island þar sem illskeyttir eyjaskeggjar bíða eftir þér á ströndinni með spjótin sín og ætla sér að sjá til þess að þú munir ekki stíga fæti á þeirra yfirráðasvæði. Við endum þáttinn svo á smá bloopers. Hver elskar það ekki!
- Visa fler