Avsnitt
-
Rebekka, Díana og Sjöfn ræða lestrarmarkmið, lestrarsnallforrit og furðulegar lestrarvenjur.
-
Í jólabókaflóðsþætti Lestrarklefans fengum við góðan gest, leikarann og grínistann Vilhelm Neto. Rætt var um nýútkomnar bækur, hvað við erum að lesa og mikilvægi þess að bera út boðskap bóklesturs á TikTok!
Umsjónarmenn: Rebekka Sif Stefánsdóttir og Sjöfn Asare.
-
Saknas det avsnitt?
-
Í þriðja þætti fjalla Rebekka Sif og Díana Sjöfn um jólalegar bækur eða svokallaðar jólabækur. Bæði fyrir fullorðna og börn. Inn í það blandast jólahefðir, notalegheitin við lestur yfir hátíðarnar og að lokum örstutt umræða um jólabókaflóðið.
-
Í öðrum þætti ræðum við sjálfsútgefið rusl, Mikilvægt rusl og hvernig rithöfundurinn Halldór Armand yrði flokkaður ef hann væri rusl. Fáðu þér endilega sæti í Lestrarklefann.
Umsjónarmenn: Rebekka Sif Stefánsdóttir, Díana Sjöfn Jóhannsdóttir og Sjöfn Asare.
-
Í fyrsta þætti hlaðvarps Lestrarklefans ræða Rebekka, Díana og Sjöfn um tilgang menningargagnrýni. Einnig er farið yfir sögu Lestrarklefans og þáttastjórnendur kynntir til leiks.