Avsnitt
-
Í þættinum fer ég aftur til Greenfit og við tökum stöðuna á gamla. Eins ræðum við aðeins hvað þessar tölur standa fyrir og hvernig þær geta aðstoðað okkur. Siggi er líka kominn úr risa ólympíu verkefni með Guðlaugu Eddu og við fórum aðeins yfir það og hvað er framundan hjá Sigga.
Ath kostning til Gullhjálmsins í fullu fjöri endilega kjósa. Ath. introið í þættinum var tekið upp í flugvél af ýmsum ástæðum en restin af þættinum er í góðu standi.
-
Í þættinum förum við yfir hjólakeppnir og viðburði sem áttu sér stað á árinu. Viðmælendur í þættinum voru Hafsteinn Ægir, Ása Guðný og Magne Kvam.
-
Saknas det avsnitt?
-
Í þættinum fáum við innsýn í fund sem var haldinn á Loft hostel um bíllausan lífstíll. Við heyrum nokkrar klippur frá frambjóðendum og svo yfirferð eftir fundinn þar sem ég og Björn Teitsson rennum yfir þetta.
-
Nýr taktur í þessum þætti, hverfum aftur til tímans rétt fyrir aldamótin 1900 og rennum aðeins yfir tilurð og fyrstu skrefin í þróun reiðhjólsins. Eins set ég mér nýtt markmið en það er að klára Rift MTB næsta sumar, sjáum hvernig það fer.
-
Í þættinum kemur hún Hildur Guðný Káradóttir til okkar og fer yfir sína vegferð í hreyfingu og íþróttum. Ferðalagið úr fimleikum og yfir í ultrahlaup. Hún er þjálfari hjá Mjölni og MFL kvenna hjá KR. Hildur hefur staðið sig flenni vel í hlaupum og tók núna síðast þátt í landsliðs bakgarðshlaupi í Elliðaárdal þar sem hún fór 30 hringi sem gerir litla 201 kílómetra. Eins förum við yfir styrktarþjálfun í seinni hluta þáttar.
Hjólavarpið er í boði Hreysti
Hjólavarpið er styrkt af Reykjavíkurborg
-
Í þessum þætti fáum við að heyra frá þróun innan Lauf, aðeins hvernig þetta hefur verið keyrt áfram og síðan hvernig staðan er á þeim. Farið yfir nýjustu viðbótina í Lauf hjólafjölskylduna hana Elju sem er fulldempað fjallahjól með pláss fyrir stór dekk. Eins fáum við að heyra um nýja fjallahjólakeppni RIFT MTB sem verður á Akureyri og eins um nýja leið í RIFT og meira til. Þetta er þáttur stúttfullur af kruðeríi. Skráning í Rift opnar fimmtudaginn 17 okt.
Hjólavarpið er í boði Hreysti - 10% af ef þú notar Hjolavarpid sem afsláttarkóða
Hjólavarpið hefur fengið stuðning frá Reykjavíkurborg
-
Hafdís Sigurðardóttir er ein af fremstu götuhjólurum á Íslandi og hefur tekið þátt í fjölda landsliðsverkefna ásamt því að hafa gert mjög gott mót á Íslandi, margfaldur Íslandsmeistari. Hún er nýlega byrjuð að éta möl og tók þátt í HM í gravel núna síðastliðna helgi. Förum yfir þetta og stöðuna Hafdísi.
Hjólavarpið er í boði Hreysti
Hjólavarpið hefur fengið stuðning frá Reykjavíkurborg.
-
Fékk til mín frábæra viðmælendur sem bæði urðu Íslandsmeistarar í downhill/fjallabruni núna í sumar. Í þættinum er farið yfir sportið og síðan svona stöðuna á Íslandi. Óskað er eftir fleiri þátttakendum og miklu fjármagni til að gera besta og flottasta náttúru bikepark í heimi.
Hjólavarpið er styrkt af Hreysti
Hjólavarpið hefur fengið stuðning frá Reykjavíkurborg vegna gerð þessara þátta.
-
Í þættinum kynnumst heyrum við örlítið um hjólafélagið Víking og dagskránna hjá þeim. Þetta er fyrsti þátturinn þar sem hjólafélögin verða kynnt eitt af öðru og er hugsað fyrir fólk sem er áhugasamt um að byrja að æfa með einhverju þeirra. Endilega sendið mér línu ef þið viljið að ykkar hjólafélag fái umfjöllun.
Hjólavarpið er styrkt af Hreysti
Hjólavarpið hefur fengið stuðning frá Reykjavíkurborg
-
Förum yfir þáttöku Íslands á HM í enduro fjallahjólreiðum og EM í götuhjólreiðum. Í þáttinn komu Jónas Stefánsson og Silja Jóhannesdóttir og fóru yfir þetta með mér.
Hjólavarpið er í boði Hreysti
Hjólavarpið er styrkt af Reykjavíkurborg
-
Guðlaug Edda er þríþrautarkona og ólympíufari. Hún kom í þáttinn og ræddi vegferðina að þríþrautinni, mótlætið sem hefur þurft að klást við og framtíðina.
Hjólavarpið er styrkt af Hreysti.
Hjólavarpið hefur fengið styrk frá Reykjavíkurborg.
-
Sesselja Traustadóttir kíkti í þáttinn og við fórum yfir aðkomu hennar að hjólreiðum. Sesselja hefur komið að mímörgum verkefnum og staðið fyrir frábæru grasrótarstarfi sem fólst meðal annars í kynningum á hjólafærni, hjólavottunum, kortlagningu á hjólastígum um allt land o.s.frv. o.s.frv.
Sesselja er alveg frábær og hefur skilað miklu inní hjólasamfélagið og bestu þakkir fyrir það skilið.
Tenglar:
www.hjolafaerni.is
www.cyclingiceland.is
www.publictransport.is
www.hjolavottun.is
www.hjoladohadaldri.is
Hjólavarpið er styrkt af Hreysti
-
Í þættinum er farið yfir möguleika um aukna uppbyggingu hjólreiða á landsvísu með það fyrir augum að gera Ísland að áhugaverðari áfangastað fyrir hjólreiðafólk. Björn Teitsson kom í þáttinn og spjallaði við mig um þetta mál.
Hjólavarpið er í boði Arnarins.
-
Í þessum þætti er farið yfir Grefilinn, brautinalýsing, smá uppgjör og hugleiðingar. Við förum svo í viðtöl við nokkra keppendur:
Natalía Reynisdóttir sem var sjöunda konan í mark
Valborgu Hlín Guðlaugsdóttir sem varð þriðja overall og vann 45+ flokkinn
Ingvar Ómarsson sem vann pro/elite
Við heyrum líka í Andra Má Helga. sem er mótastjóri Grefilsins ásamt henni Maríu Sæm fyrir hönd Breiðabliks.
Hjólavarpið er í boði Arnarins.
-
Farið yfir keppnisgreinar í hjólreiðum sem keppt er í á ólympíuleikum, farið yfir sigurvegara og nokkrar áhugaverðar staðreyndir um leikana.
-
Í þessum þætti er farið yfir aðdragandann að Rift undirbúning og uppgjör á því hvernig gekk og hugleiðingar tengdar því. Við förum svo í viðtöl við nokkra þátttakendur Cecily Decker sigurvegar 200k Pro/Elite, Kötu Páls. sigurvegara í opnum flokki, Natalíu Reynis., Bergi Lauf og svo í Óla mótastjóra.
Ps. það er skúbb í þessum þætti.
Hjólavarpið er í boði Arnarins.
-
Smá yfirferð og útskýring á Tour de France og samtal við Hjalta G. Hjartarson varaformann Hjólreiðasambands Íslands. Núna fer keppnin alveg að klárast í ár og um að gera að horfa á síðustu dagleiðirnar.
-
Natalía Reynis hefur verið virk í hreyfingu en fann sig í utanvegahjólreiðum á síðastliðnum tveimur árum. Hún hefur tekið það með trukki og klárað stórar keppnir á góðum tíma. Við förum aðeins yfir þessa vegferð úr háskóla fótbolta í USA yfir í 200 km hjólaævintýri.
-
Í þessum þætti lýsi ég aðeins hjólaferðalagi mínu um Toskana, bara einhver svona smá tilraun. Endilega sendið mér línu ef þið voruð að fíla þetta eða ef þetta er allveg ómöguleg pæling.
-
Gestur hjólavarpsins er María Ögn hjóla legend. Hún hefur keppt, þjálfað og allskonar tengt hjólreiðum í langan tíma. Í þættinum förum við yfir það hjólreiðar í hversdeginum og framtíðina og stöðuna á klakanum.
- Visa fler