
Góð ráð dýr er hlaðvarp um veganisma á Íslandi. Umsjónarmenn eru Birkir Steinn og Ragnar Freyr en þeir hafa báðir verið vegan í nokkur ár og tekið virkan þátt í framgangi grænkera á Íslandi. Þættirnir eru í samræðuformi þar sem farið er um víðan völl út frá einu þema hverju sinni. Góðir gestir verða einnig fengnir til þess að deila sérfræðikunnáttu sinni, skoðunum og reynslu.