Avsnitt
-
Allir þekkja Jóhannes Kjarval og margir Ingimund fiðlu bróður hans en þriðji bróðirinn Þorsteinn er ekki eins þekktur. En hann skrifaði gagnmerka ævisögu þar sem hann segir frá uppvexti sínum í mikilli fátækt í Meðallandi og síðan vist sinni hjá vandalausum á Austfjörðum.
-
Óvíst er hvort til er í öðrum löndum ámóta fyrirbæri og hið íslenska "forystufé" sem leiðir annað sauðfé af mikilli dirfsku og gáfum. Í þessum þætti er litið í nokkrar frásagnir um þennan einstæða stofn og stuðst við frásagnir Óskars Stefánssonar af forystufé sem hann átti.
-
Saknas det avsnitt?
-
Vegna fjölda áskorana er hér kominn síðasti þátturinn þar sem lesið úr bók Jökuls Jakobssonar sem hann skrifaði ásamt teiknaranum Baltasar og fjallaði um mannlíf í Breiðafjarðareyjum að fornu og nýju. Merkilegt mannlíf, hlýleg frásögn.
-
Aftur lítur umsjónarmaður í Agricola eftir Tacitus og hér er komið að mjög merkilegum kafla þar sem fjallað er átök Rómverja við Skota, en þau verða Tacitusi tilefni til að rita mjög skarpa greiningu á heimsvaldastefnu og stríðsgleði Rómverja.
-
Hinn rómverski Tacitus er talinn einn besti sagnaritari Rómar. Auk þess að skrifa annála og stærri sögurit skrifaði hann líka ævisögu tengdaföður síns, Agricola að nafni, en hann var landstjóri Rómar á Bretlandi á 1. öld eftir upphaf tímatals okkar. Í þessum þætti er gluggað í þýðingu Jónasar Knútssonar á þeirri merkilegu bók.
-
Athygli kvikmyndagerðarmanna beinist nú að Ódysseifskviðu Hómers. Nýlega var frumsýnd mynd eftir kviðunni og önnur verður tekin upp á Íslandi í sumar. En hvað er heillandi við þessa kviðu? Umsjónarmaður segir frá þessum fræga verki Hómers og les fyrstu kviðuna í nýrri þýðingu.
-
Í þessum þætti eru lesnar þrjár sögur eftir rússneska skáldsnillinginn Anton Chekhov en þær eiga allar sameiginlegt að vera með þeim allra fyrstu sem birtust á íslensku eftir höfundinn, eða á árunum 1929-1939 í Fálkanum, Sögum misserisriti og einu af allra fyrstu tölublöðum Vikunnar.
-
Hér segir að lokum frá ferðum Dana og skipsfélaga hans úti fyrir Kaliforníuströndum og merkilegum kaupskap með húðir og fleira sem þeir stóðu í. En hér segir líka frá hrottalegu hátterni skipstjórans á Pílagrímnum en frásögn Dana af því átti eftir að vekja gríðarlega athygli í Bandaríkjunum og víðar - enda ekkert dregið undan.
-
Áfram er haldið að taka saman efni úr sjóferðaminningum Richard Henry Dana og nú segir frá því er skip hans Pílagrímurinn er komið eftir erfiða siglingu alla leið til Kaliforníu og þar hefst kaupskapur mikill. En babb kemur fljótlega í bátinn.
-
Aftur er lesið út æviminningum Hagalíns og í þetta sinn úr þeim köflum bókarinnar frá bernskuárum hans er fjalla um dýrin á bænum og dýrin í náttúrunni á Vestfjörðum. Frásagnarsnilld Hagalíns nýtur sín einkar vel í þessum skemmtilegu, litríku og fallegu frásögnum.
-
Á árinu 2024 hóf umsjónarmaður að glugga í frásagnir Guðmundar Hagalíns af forfeðrum sínum eins og þær voru skráðar í fyrsta bindi sjálfsævisögu hans. Nú er röðin að Hagalín sjálfum og hann segir á lifandi og skemmtilegan hátt frá eigin æskuárum að Lokinhömrum í Dýrafirði.
-
Áður hefur í þessari þáttaröð verið litið í bókina Síðasta skip suður sem Jökull Jakobsson gaf út 1964 og fjallaði um mannlíf á Breiðafjarðareyjum að fornu og nýju. Hér er enn höggvið í sama knérunn og teknar saman nokkrar af hinum fögru frásögnum Jökuls.
-
Í byrjun 20. aldar kom hin þýska Ida Grumbkov til Íslands og var erindi hennar að grennslast fyrir um örlög unnusta síns sem hafði farist á Öskjuvatni, en sumt þótti dularfullt við hvarf hans. Hún skrifaði ferðasögu sína og er hér gluggað í hana.
-
Á fyrri hluta 20. aldar var Kristín Sigfúsdóttir í hópi vinsælustu rithöfunda þjóðarinnar. Hún var „óbreytt sveitakona“ sem kallað var en skrifaði skáldsögur og m.a.s. leikrit sem féllu vel í kramið. Í þessum þætti verður hins vegar gluggan í endurminningar Kristínar.
-
Í þessum þriðja þætti úr sjóferðaminningum hins unga Bandaríkjamanns frá 1834 segir frá ofsaveðrum við Hornhöfða, miklu áfalli sem skipshöfnin á Pílagrímnum verður fyrir þegar maður fer óbyrðis, og loks er fjallað um viðkomu skipsins á eyjunni Juan Fernandez sem kunn er fyrir að þar dvalist sem skipbrotsmaður fyrirmyndin af sögupersónunni Robinson Crusoe.
-
Áfram er haldið að glugga í sjóferðasögu Dana frá árinu 1834. Briggskipið Pílagrímur er nú komin að suðurodda Suður-Ameríku og lendir í ægilegum illviðrum úti fyrir Hornhöfða eftir að á ýmsu hefur gengið á siglingunni hingað til.
-
Hér segir frá siglingu 19 ára bandarísks háskólapilts sem gerðist háseti á briggskipi 1834 og sigldi frá Boston suður fyrir Suður-Ameríku og til Kaliforníu. Dana skrifaði um reynslu sína víðfræga bók sem þykir gullmoli í bandarískum bókmenntum og hér segir frá upphafi ferðarinnar og fyrstu kynni hans af hinu hrjúfa sjómannslífi.
-
Aftur er lesið úr bókinni Reginfjöll að haustnóttum eftir Kjartan Júlíusson. Lengsta frásögnin og sú veigamesta segir frá einni af þeim gönguferðum sem Kjartan var frægur fyrir að fara upp um fjöll og firnindi.
-
Árið 1978 kom út hjá Iðunni dálítil bók með endurminningum og frásöguþáttum gamals bónda í Eyjafirði. Hún hét Reginfjöll að haustnóttum. Óvenjulegt var að það var ekki minni maður en Halldór Laxness sem skrifaði formálann og fór þar fögrum orðum um bóndann, Kjartan Júlíusson. Í þættinum er formáli Halldórs lesinn og fáeinar frásagnir úr bókinni.
-
Í janúar 1915 birtist í fyrsta sinn í íslensku blaði smásaga eftir Anton Chekhov, Marskálksfrúin. Á næstunni ætlar umsjónarmaður Frjálsra handa að flytja með óreglulegu millibili ýmsar af þeim fyrstu smásögum eftir Chekhov er birtust í íslenskum blöðum, og fara ýmsum orðum um höfundinn og ævi hans. Í þessum þætti verða lesnar sögurnar Vanka litli og Veðmálið, auk Marskálksfrúarinnar.
- Visa fler