Avsnitt
-
Það eru fimm dagar í fyrsta leik í Bestu deildinni og við höldum áfram að telja niður í deildina. Núna er komið að því að ræða Stjörnuna sem er spáð fimmta sætinu.
Davíð Svavarsson og Eyjólfur Jónsson úr Silfurskeiðinni, stuðningsmannahóp Stjörnunnar, mættu í heimsókn á skrifstofuna og fóru yfir málin. -
Það eru fimm dagar í fyrsta leik í Bestu deildinni og við höldum áfram að telja niður í deildina. Núna er komið að því að ræða ÍA sem er spáð sjötta sætinu. Skagamenn komu upp sem nýliðar í fyrra og áttu frábært tímabil.
Frændurnir Andri Júlíusson og Sverrir Mar Smárason komu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net til þess að ræða um sitt félag. -
Saknas det avsnitt?
-
Gestir vikunnar eru Daníel og Jóhann Laxdalbræður. Við fórum yfir leikinn í Kaplakrika 2014, þar sem kemur í ljós að þeir þakka Allah fyrir að ekki var komið VAR í fótboltann á Íslandi. Við tókum líka fyrir tónlistarsmekkinn, Evrópukeppnina, atvinnumennsku og landsliðið ásamt því sem þeir sögðu frá þjálfurunum sem hafa þjálfað þá. Stórskemmtilegir náungar.
-
Útvarpsþátturinn laugardaginn 29. mars.
Það er vika í að Besta deildin fer af stað og Gunnlaugur Jónsson mætir í þáttinn. Auk þess að hita upp fyrir komandi tímabil ræðir Gulli um þættina um Arnar og Bjarka sem eru að fara í sýningu.
Þá kemur Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, en Blikar munu mæta Aftureldingu í opnunarleik Bestu deildarinnar 5. apríl. -
Það eru átta dagar í það að Besta deildin fari af stað og við höldum áfram að telja niður. Núna er komið að FH sem er spáð sjöunda sætinu í spá Fótbolta.net.
Til þess að ræða FH, þá komu Freyr Árnason og Magnús Haukur Harðarson, stuðningsmenn liðsins, í heimsókn á skrifstofuna. Var farið yfir gullaldarárin, síðustu tímabil og komandi sumar. -
Það eru átta dagar í það að Besta deildin fari af stað og við höldum áfram að telja niður. Núna er komið að KA sem er spáð áttunda sætinu í spá Fótbolta.net.
Til þess að ræða KA, þá komu Haraldur Örn Haraldsson og Egill Sigfússon, stuðningsmenn liðsins, í heimsókn á skrifstofuna. Var meðal annars vel farið yfir bikarmeistaratitilinn frá því í fyrra. -
Það eru níu dagar í það að Besta deildin fari af stað og við höldum áfram að telja niður. Núna er komið að Fram sem er spáð níunda sætinu í spá Fótbolta.net.
Til þess að ræða Fram, þá komu Svanhvít Valtýsdóttir og Agnar Þór Hilmarsson í heimsókn. Þau þekkja bæði félagið inn og út. -
Það eru tíu dagar í það að Besta deildin fari af stað og við höldum áfram að telja niður. Núna er komið að Aftureldingu sem er að fara að leika sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni. Mosfellingum er spáð tíunda sæti deildarinnar.
Ármann Örn Vilbergsson og Elvar Magnússon, stuðningsmenn Aftureldingar, mættu í heimsókn og fóru yfir síðustu ár og komandi sumar hjá sínu liði. -
Það eru tíu dagar í það að Besta deildin fari af stað en í dag tökum við Vestra fyrir í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net. Vestra er spáð ellefta sæti Bestu deildarinnar í spá síðunnar.
Aron Guðmundsson og Sigurgeir Sveinn Gíslason, stuðningsmenn Vestra, komu í heimsókn á skrifstofuna og ræddu um sitt félag. Þetta er annað árið í röð þar sem þeir koma og tala um Vestra, en þeir vonast til að gera þetta að árlegri hefð. -
Það eru ellefu dagar í það að Besta deildin fari af stað en í dag tökum við ÍBV fyrir í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net. Eyjamönnum er spáð neðsta sæti Bestu deildarinnar í spá síðunnar.
Arnór Eyvar Ólafsson og Hjálmar Ragnar Agnarsson, stuðningsmenn ÍBV, komu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag og ræddu um sitt félag. -
Það er óhætt að segja að fyrsti landsliðsgluggi Arnars Gunnlaugsson hafi ekki farið eins og vonast var eftir.
Strákarnir okkar töpuðu báðum leikjum sínum gegn Kosóvó og eru þeir fallnir í C-deild Þjóðadeildarinnar. Það var ekki margt jákvætt hægt að taka úr þessum leikjum.
Haraldur Örn Haraldsson og Valur Gunnarsson settust niður í hljóðveri Fótbolta.net og fóru yfir verkefnið ásamt Guðmundi Aðalsteini. -
Atli Guðnason hóf meistaraflokksferil sinn með FH árið 2004 og varð sjöfaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur bikarmeistari með liðinu. Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu FH í efstu deild, með 285 leiki þar sem hann skoraði 68 mörk og gaf 84 stoðsendingar. ?Árið 2012 náði Atli þeim merka áfanga, sem enginn annar hefur náð, að verða bæði markakóngur og stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar. Atli var valinn leikmaður ársins 2009 og 2012.Við Atli ræddum ýmislegt. Golf, hvernig við höldum okkur svona ungum, áhuga Atla til að starfa við fótbolta í nánustu framtíð og svo veltum við Heimi Guðjóns og Böðvari Böðvarssyni aðeins fyrir okkur og margt fleira.Njótið vel!
-
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 22. mars. Umsjón: Tómas Þór og Benedikt Bóas.
Gestur þáttarsins er fótboltasérfræðingurinn Atli Viðar Björnsson og fer hann yfir einvígi Íslands og Kósovó og ræðir um Bestu deildina.
Elvar Geir er á línunni frá Spáni þar sem seinni leikurinn verður spilaður. -
Leifur Andri Leifsson tilkynnti í byrjun vikunnar að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Leifur skrifaði undir samning í janúar svo ákvörðun hans kom nokkuð á óvart.
Leifur er 35 ára miðvörður sem hefur leikið allan sinn feril með HK. Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu HK, en hann hefur alla tíð verið hjá félaginu. Því hefur hann fengið viðurnefnið Herra HK.
Hann fór með HK niður úr 1. deildinni árið 2011 og komst svo upp í 1. deildina aftur 2014. HK fór upp í efstu deild 2019, féll 2021, fór upp 2022 og féll svo aftur niður í næst efstu deild síðasta haust.
Leifur fer yfir ákvörðun sína að hætta, stöðuna á HK og ýmislegt annað í viðtalinu. -
Newcastle er deildarbikarmeistari eftir að liðið sigraði Liverpool í úrslitaleiknum og hafa því bundið enda á 70 ára bið eftir titli. 8 leikir í ensku úrvalsdeildinni fóru einnig fram en baráttan um Evrópusæti er enn gríðarlega hörð.Logi Páll Aðalsteinsson samfélagsmiðlastjarna og Brynjar Jökull Guðmundsson handboltamaður mættu til þess að fara yfir helgina ásamt Haraldi Erni Haraldssyni sem sá um þáttinn í fjarveru Guðmundar Aðalsteins.
-
Liðin í öðru og þriðja sætinu í deildinni , Arsenal og Nottingham Forest unnu sína leiki. Man City og Brighton gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik. Brentford skellti Bournemouth á útivelli og þetta var fimmti útisigur þeirra í röð. Úlfarnir lögðu Southampton á St.Mary's 1-2 og iðnaðar jafntefli 1-1 varð niðurstaðan á Goodison Park á milli Everton og West Ham og Bruno Fernandes kóngurinn á King Power.
-
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 15. mars. Umsjón: Tómas Þór og Elvar Geir.
Baldvin Borgarsson kemur með endurskoðaða ótímabæra spá fyrir Lengjudeildina í sumar.
Skoðaðar eru helstu fótboltafréttir vikunnar, Baldur Sigurðsson ræðir um Bestu deildina og lengsta undirbúningstímabilið og Sæbjörn Steinke ræðir um landsliðsvalið fyrir einvígið gegn Kósovó. -
Elvar Geir Magnússon ræddi við Arnar Gunnlaugsson á Laugardalsvelli strax eftir að Arnar hafði opinberað val á sínum fyrsta landsliðshóp.
Það er kominn nýr fyrirliði í íslenska landsliðinu, Orri Steinn Óskarsson. Sveigjanleiki er orð sem verður áberandi í landsliðsþjálfaratíð Arnars.
Arnar ræddi um valið, frammistöðu okkar fremstu leikmanna að undanförnu, leikina framundan gegn Kosóvó og fleira. -
Nottingham Forest skelltu Man City í Skíriskógi! Liverpool breikkar bilið. Bruno G hetja Newcastle á Ólympíuleikvangnum í London. Botnliðin halda áfram að ströggla.
Tottenham og Bournemouth skildu jöfn 2-2 í skemmtilegum leik og stórleikur Man Utd og Arsenal var spennandi! -
Ólafur Þ. Harðarson er stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus við Háskóla Íslands. Við Ólafur ræddum Donald Trump, Gobbels og Mussolini en ennþá meira um fótboltamenn og annað íþróttafólk sem tekið hefur sæti á Alþingi Íslendinga. Af nægu er að taka og Ólafur er hafsjór fróðleiks!Þátturinn er í boði Visitor Ferðaskrifstofu, Lengjunnar, Hafsins fiskverslun, Budvar, World Class og Golfklúbbsins Keilis !
- Visa fler