Avsnitt
-
Fulham skellti toppliði Liverpool 3-2 á Craven Cottage. Man Utd og Man City skildu jöfn í borgarslagnum. Arsenal missteig sig í Guttagarði. West Ham og Bournemouth skildu jöfn 2-2 í skemmtilegum leik. Aston Villa skellti sterkum Notthingham Forest piltum á Villa Park og Jacob Murphy svarthvíta hetja Newcastle gegn Leicester.
-
Niðurtalningin fyrir Bestu deild kvenna er hafin. Það er vika í fyrsta leik í deildinni en núna er komið að því að ræða FHL sem er fulltrúi Austurlands í deildinni.
Rósey Björgvinsdóttir og Bjarndís Diljá Birgisdóttir, leikmenn FHL, komu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net og ræddu uppgang félagsins síðustu ár og komandi sumar í Bestu deildinni. -
Saknas det avsnitt?
-
Núna byrjum við Niðurtalninguna fyrir Bestu deild kvenna. Það er akkúrat vika í það að mótið fari af stað en í neðsta sæti í spánni er Tindastóll.
Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði, og Donni, þjálfari, ræddu við fréttamann Fótbolta.net um síðustu ár og komandi keppnistímabil á Sauðárkróki.
Þau eru núna í æfingaferð en hringt var til Spánar til að taka stöðuna fyrir komandi tímabil. -
Innkastið eftir 1. umferð í Bestu deild karla. Elvar Geir, Tómas Þór og Valur Gunnars.
Nýliðarnir töpuðu sannfærandi gegn bestu liðum deildarinnar, stjörnur voru sendar í sturtu og Valur með vonbrigðabyrjun. -
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 5. apríl.
Besta deildin að fara í gang. Rýnt er í spá Fótbolta.net fyrir lokastöðu deildarinnar, leikir fyrstu umferðar skoðaðir, farið yfir helstu fréttir, bestu leikmenn undirbúningstímabilsins valdir og rennt yfir ýmsa topplista.
Tómas Þór, Elvar Geir, Valur Gunnars og Benedikt Bóas í beinni frá Suðurlandsbrautinni. -
Liverpool vann borgarslaginn. Notthingham Forest skelltu Man Utd.
Newcastle á góðri siglingu. Ipswich lagði Bournemouth á útivelli. Saka stimplaði sig strax inn eftir meiðsli hjá Arsenal. Aston Villa með gæðasigur á Brighton og Dýrlingarnir náðu í stig gegn Palace. -
Liverpool er svo gott sem orðið meistari en dómgæslan stal senunni þegar nágrannaliðin Liverpool og Everton áttust við á Anfield.
Það var heil umferð í ensku úrvalsdeildinni og mættu þeir Magnús Haukur Harðarson og Kristján Atli Ragnarsson í stúdíó til þess að ræða um allt það helsta.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson stýrir þættinum. -
Þá er komið að síðasta liðinu í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net. Það er Breiðablik sem er spáð Íslandsmeistaratilinum.
Félagarnir Eysteinn Þorri Björgvinsson og Sigurjón Jónsson komu við á skrifstofunni til að ræða um ríkjandi Íslandsmeistara. -
Það eru aðeins tveir dagar í það að Besta deildin fari af stað og við höldum áfram að telja niður. Víkingum er spáð öðru sæti deildarinnar af Fótbolta.net.
Halldór Smári Sigurðsson og Tómas Guðmundsson, fyrrum leikmenn Víkinga, komu í heimsókn til að ræða um Fossvogsfélagið. -
Það eru þrír dagar í fyrstu leik í Bestu deildinni og við á Fótbolta.net höldum áfram að telja niður fyrir deildina. Í dag er komið að því að ræða Val sem er spáð þriðja sæti.
Vinirnir Arnar Sveinn Geirsson og Jóhann Skúli Jónsson komu í heimsókn til að ræða Val. Mjög skemmtilegt spjall svo ekki sé meira sagt. -
Það eru fjórir dagar í fyrsta leik í Bestu deildinni og við höldum áfram að telja niður í deildina. Núna er komið að því að ræða KR sem er spáð fjórða sætinu.
Snorri Sigurðsson, formaður KR klúbbsins, og Valur Páll Eiríksson, íþróttafréttamaður, komu í heimsókn til að ræða um Vesturbæjarstórveldið. -
Það eru fimm dagar í fyrsta leik í Bestu deildinni og við höldum áfram að telja niður í deildina. Núna er komið að því að ræða Stjörnuna sem er spáð fimmta sætinu.
Davíð Svavarsson og Eyjólfur Jónsson úr Silfurskeiðinni, stuðningsmannahóp Stjörnunnar, mættu í heimsókn á skrifstofuna og fóru yfir málin. -
Það eru fimm dagar í fyrsta leik í Bestu deildinni og við höldum áfram að telja niður í deildina. Núna er komið að því að ræða ÍA sem er spáð sjötta sætinu. Skagamenn komu upp sem nýliðar í fyrra og áttu frábært tímabil.
Frændurnir Andri Júlíusson og Sverrir Mar Smárason komu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net til þess að ræða um sitt félag. -
Gestir vikunnar eru Daníel og Jóhann Laxdalbræður. Við fórum yfir leikinn í Kaplakrika 2014, þar sem kemur í ljós að þeir þakka Allah fyrir að ekki var komið VAR í fótboltann á Íslandi. Við tókum líka fyrir tónlistarsmekkinn, Evrópukeppnina, atvinnumennsku og landsliðið ásamt því sem þeir sögðu frá þjálfurunum sem hafa þjálfað þá. Stórskemmtilegir náungar.
-
Útvarpsþátturinn laugardaginn 29. mars.
Það er vika í að Besta deildin fer af stað og Gunnlaugur Jónsson mætir í þáttinn. Auk þess að hita upp fyrir komandi tímabil ræðir Gulli um þættina um Arnar og Bjarka sem eru að fara í sýningu.
Þá kemur Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, en Blikar munu mæta Aftureldingu í opnunarleik Bestu deildarinnar 5. apríl. -
Það eru átta dagar í það að Besta deildin fari af stað og við höldum áfram að telja niður. Núna er komið að FH sem er spáð sjöunda sætinu í spá Fótbolta.net.
Til þess að ræða FH, þá komu Freyr Árnason og Magnús Haukur Harðarson, stuðningsmenn liðsins, í heimsókn á skrifstofuna. Var farið yfir gullaldarárin, síðustu tímabil og komandi sumar. -
Það eru átta dagar í það að Besta deildin fari af stað og við höldum áfram að telja niður. Núna er komið að KA sem er spáð áttunda sætinu í spá Fótbolta.net.
Til þess að ræða KA, þá komu Haraldur Örn Haraldsson og Egill Sigfússon, stuðningsmenn liðsins, í heimsókn á skrifstofuna. Var meðal annars vel farið yfir bikarmeistaratitilinn frá því í fyrra. -
Það eru níu dagar í það að Besta deildin fari af stað og við höldum áfram að telja niður. Núna er komið að Fram sem er spáð níunda sætinu í spá Fótbolta.net.
Til þess að ræða Fram, þá komu Svanhvít Valtýsdóttir og Agnar Þór Hilmarsson í heimsókn. Þau þekkja bæði félagið inn og út. -
Það eru tíu dagar í það að Besta deildin fari af stað og við höldum áfram að telja niður. Núna er komið að Aftureldingu sem er að fara að leika sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni. Mosfellingum er spáð tíunda sæti deildarinnar.
Ármann Örn Vilbergsson og Elvar Magnússon, stuðningsmenn Aftureldingar, mættu í heimsókn og fóru yfir síðustu ár og komandi sumar hjá sínu liði. -
Það eru tíu dagar í það að Besta deildin fari af stað en í dag tökum við Vestra fyrir í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net. Vestra er spáð ellefta sæti Bestu deildarinnar í spá síðunnar.
Aron Guðmundsson og Sigurgeir Sveinn Gíslason, stuðningsmenn Vestra, komu í heimsókn á skrifstofuna og ræddu um sitt félag. Þetta er annað árið í röð þar sem þeir koma og tala um Vestra, en þeir vonast til að gera þetta að árlegri hefð. - Visa fler