Avsnitt
-
Birna Ólafsdóttir hefur um skeið barist fyrir réttindum aðstandenda fanga, sér í lagi barna fanga, en málefnið stendur henni nærri.
„Þetta snertir mig persónulega því maðurinn minn situr inni, faðir barnanna minna,“ segir hún.Eiginmaður Birnu, Ólafur Ágúst Hraundal, var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar í fyrra fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi.
Hann var handtekinn í maí 2022 í saltdreifaramálinu svokallaða og hefur setið inni síðan.
-
Þjálfarinn og fitness-keppandinn Valentína Hrefnudóttir er gestur vikunnar í Fókus. Í þættinum ræðir hún um fortíðina, áföll og sjálfsvinnuna sem hefur gert henni að þeirri konu sem hún er í dag. Mikið hefur gengið á í lífi Valentínu, hún hefur glímt við átröskun og fíknivanda en náði bata og er í dag edrú og heilbrigð. Á barnsaldri varð hún fyrir ofbeldi og sleit samskiptum við blóðföður sinn þegar hún var ellefu ára gömul. Tíu árum seinna steig hún fram og greindi frá ofbeldinu og kærði hann.
Valentína ræðir einnig um alvarlegt bílslys sem hún lenti í árið 2019. Í tvo daga var henni vart hugað líf og var það kraftaverk þegar hún vaknaði úr dái. Hún var lengi að jafna sig og var hreyfihömluð á olnboga í fimm ár, allt þar til hún var á æfingu í sumar og eitthvað small.
Valentína segir sögu sína einlæg, hún ræðir einnig um fitness-lífið og lífið eftir sjálfsvinnuna.
-
Saknas det avsnitt?
-
Kynlífsfræðingurinn Sara Lind er gestur vikunnar í Fókus. Hún sérhæfir sig í ástar- og kynlífsfíkn en hún er sjálf ástar- og kynlífsfíkill og hefur þurft að leggja mikla vinnu í að koma sér úr hegðunarmynstrinu sem hafði mikil áhrif á líf hennar.
Hún ræðir einnig um skömm tengda kynlífi og lífið í Danmörku.
-
Bjarki Steinn Pétursson var um átta ára gamall þegar ókunnugur karlmaður braut á honum á fótboltavellinum á skólalóðinni. Hann segir frá brotinu og afleiðingum þess en hann fékk enga áfallahjálp og hélt áfram að ganga í skólann, gekk framhjá staðnum, þar sem honum fannst lífi sínu ógnað, á hverjum degi. Eftir þetta fór að halla undan fæti, hann byrjaði snemma að drekka og neyta fíkniefna, sem hann segir hafa verið ákveðna björgun frá sjálfsskaða og sjálfsvígshugsun á sínum tíma, þar til neyslan fór að vera önnur tegund af sjálfsskaða.
Fyrir nokkrum árum breyttist allt. Hann varð edrú, kynntist hugvíkkandi efnum og vann úr áföllum. Hann kom út sem trans maður og hóf ferlið sem hann ræðir nánar í þættinum.Bjarki hefur undanfarin fjögur ár sótt sér menntun í undirbúning og eftirvinnu tengt notkun hugvíkkandi efna. Hann ræðir um hugvíkkandi ferðalög, mikilvægi undirbúnings og áhætturnar.
Allt þetta og mikið meira í Fókus.
-
Hlaðvarpsstjórnandinn og athafnakonan Selma Soffía Guðbrandsdóttir er gestur vikunnar í Fókus.
Í þættinum segir hún frá sambandi sem hún var í frá 16 til 23 ára. Þetta var á erfiðum tíma, mikilvægum mótunarárum, og hafði mikil áhrif á Selmu. Hún var ung og hélt að svona ætti ást að vera, að það væri enginn annar þarna úti fyrir hana og þetta ætti hún skilið.
Hún leyndi ofbeldinu, sem hún segir hafa mest verið andlegt en einnig líkamlegt, fyrir fjölskyldu sinni og gleymir ekki þegar hún var að útskrifast úr MS og þurfti að hylja annan handlegginn því hann var svo blár og marinn eftir þáverandi kærasta.
Henni tókst að slíta sambandinu eftir atvik þar sem ekki var hægt að leyna þessu lengur. Hún flutti erlendis og segir að hún hafi einfaldlega verið að flýja land. Þar með hófst sjálfsvinnan sem hefur skilað henni á þann stað sem hún er í dag.
Hún er hamingjusöm í heilbrigðu sambandi, veit hver hún er og hvað hún vill. Hún lætur álit annarra ekki hafa áhrif á sig, enda ekki að lifa lífinu fyrir þá, heldur sig sjálfa.
-
Fegurðardrottningin Elísa Gróa Steinþórsdóttir er gestur vikunnar í Fókus. Hún er einnig aðstoðarframkvæmdarstjóri Ungfrú Ísland, yfirflugfreyja hjá Play og förðunarfræðingur.
Elísa tók þátt í sinni fyrstu fegurðarsamkeppni árið 2015 og vann loksins árið 2021. Í dag lifir hún og hrærist í bransanum. Hún er sviðshöfundur Ungfrú Ísland og tók við sem aðstoðarframkvæmdastjóri keppninnar í nóvember í fyrra.
Í þættinum ræðir hún um fegurðarsamkeppnabransann og að gefast ekki upp. Hún opnar sig um þrautseigju, erfiðleika, jákvæðni og ástina. Allt þetta og mikið meira í Fókus.
-
„Það er ótrúlegt að fá að upplifa venjulegt líf,“ segir Bjarki Viðarsson, gestur vikunnar í Fókus.
Hann skaust fram á sjónarsviðið fyrir einu og hálfu ári síðan þegar fyrsti þáttur af Götustrákum kom út. Síðan þá hefur hann nýtt vettvanginn til að tala um erfiða hluti, hluti sem margir þora ekki að tala um, jafnvel ekki við sína nánustu. Eins og baráttu hans við kókaín- og klámfíkn. Djúpa sjálfshatrið sem hann fann nær alla sína ævi og skuldasúpuna sem honum tókst að koma sér út úr.
Hann segir verra að skulda smálánafyrirtæki en dópsala, því maður getur allavega gert samning við dópsalann.
Allt þetta og svo mikið meira í nýjasta þætti af Fókus.
-
Flugfreyjan og fitnesskeppandinn Móeiður Sif Skúladóttir er gestur vikunnar í Fókus. Í þættinum ræðir hún um flugfreyjulífið, hvað hún myndi aldrei gera um borð í flugvél, hvað hún gerir við flugdólga og svo framvegis. Hún ræðir einnig um fitness og átröskun sem hún glímdi við í næstum einn og hálfan áratug.
-
Snyrtifræðingurinn og athafnakonan Pálína Ósk Ómarsdóttir er gestur vikunnar í Fókus. Í þættinum opnar hún sig um fæðingarþunglyndi, nauðgun sem hún varð fyrir og hvernig sú reynsla breytti henni til frambúðar. Hún ræðir um dómsmálið og árin þrjú sem fóru í að leita réttar síns sem enduðu með gerandann í fangelsi. Pálína ræðir einnig um líkamsímynd, samfélagsmiðla, fegrunaraðgerðir og margt annað.
-
Athafna- og ofurkonan Lína Birgitta Sigurðardóttir er gestur þáttarins. Hún ræðir um upphaf Define the Line, fyrsta fyrirtækið hennar sem fór í gjaldþrot og hvernig hún fann sig loksins í námi eftir að hafa átt mjög erfiða skólagöngu.
Lína opnar sig einnig um veikindi og hvernig hún er að tækla þau í dag. Ásamt því hvernig er að vera þekkt manneskja í sambandi með þekktri manneskju á þessu litla landi. Allt þetta og svo margt meira í Fókus.
-
Steinunn Ósk Valsdóttir er áhrifavaldur, förðunarfræðingur, hlaðvarpsstjórnandi, markaðsstjóri og stílisti.
Hún er einnig þriggja barna móðir en hún varð ólétt af tvíburum þegar hún var nítján ára gömul.
Hún opnar sig um lífið sem ung móðir, lærdóminn sem hún hefur dregið af því, hvernig samstarfið gengur með barnsfeðrunum og svo margt annað.
Hún ræðir einnig einlæg um áfengisvanda en Steinunn fór fyrst í meðferð um 17-18 ára gömul. Hún fór aftur fyrr á þessu ári og í framhaldsmeðferð á Vík. Hún segir alkóhólisma ekki fara í manngreiningarálit og að hún vilji vekja athygli á málefninu til að hvetja fólk að leita sér hjálpar áður en það verður of seint.
Allt þetta og margt fleira í nýjasta þætti af Fókus.
-
Guðrún Ósk Maríasdóttir er matvælafræðingur, næringarþjálfari, nuddari og saunadrottning. Hún er þriggja barna móðir. Halldóra María er elst, ellefu ára gömul og er með mjög sjaldgæfan genasjúkdóm og þekkir Guðrún Ósk það vel hvernig það er að þurfa að berjast fyrir réttindum barnsins síns.Þegar hún varð ólétt af sínu öðru barni var tíminn þar til þau hjónin gátu fengið staðfest hvort barnið væri með sama sjúkdóm eða ekki hrikalega erfiður. En hann og yngsti drengurinn fæddust báðir heilbrigðir.Hún eignaðist þann eldri heima og ætlaði að gera það sama með þann yngri en það gekk ekki eftir áætlun og finnst Guðrúnu Ósk eins og það hafi verið farið yfir mörk hennar á sjúkrahúsinu.Hún segir einnig frá höfuðhöggi sem breytti stefnu lífs hennar, hvernig hún og maðurinn hennar rækta sambandið og svo margt fleira í nýjasta þætti af Fókus.
-
Litla hetjan Thalia Guðrún Aronsdóttir varð þriggja ára í byrjun mars. Rúmlega níu vikum áður hafði hún gengist undir aðgerð þar sem sjö til átta sentímetra góðkynja heilaæxli var fjarlægt. Í dag er hún heilbrigð og líður vel, eða eins og hún sagði sjálf við foreldra sína eftir aðgerðina: „Læknirinn lagaði mig.“
Í marga mánuði höfðu foreldrar Thaliu Guðrúnar reynt að fá aðstoð. Þau horfðu á litla barnið sitt fara aftur í hreyfiþroska og var ástandið svo slæmt undir lokin að þau þurftu að halda á henni eða leiða hana út um allt. Hún var líka farin að kasta upp við hinar ýmsu aðstæður og glímdi við síþreytu. Þau fóru oft til læknis, hittu hjúkrunarfræðinga, fóru til oestopata, sjúkraþjálfara og kírópraktors, en enginn virtist setja einkennin saman fyrr en í lok desember 2023.
Fanney Dóra Veigarsdóttir er móðir Thaliu Guðrúnar og er gestur vikunnar í Fókus, hlaðvarpsþætti DV.
-
Hin frábæra Vala Grand er gestur vikunnar í Fókus og er gestur fyrsta þáttarins eftir sumarfrí. Hún er mætt í Fókus til að ræða um lífið, föðurmissinn og ólýsanlega sársaukann sem honum hefur fylgt. Hún er samt alltaf sama lífsglaða Vala sem lítur björtum augum til framtíðar. Hún er nýbúin að taka U-beygju í lífinu og segir okkur frá öllu þessu og mörgu öðru í Fókus.
(Þátturinn var tekinn upp í júní 2024.)
-
Tónlistarmaðurinn Ísak Morris hefur þrisvar sinnum legið við dauðans dyr eftir að hafa tekið of stóran skammt. Hann varð ungur háður fíkniefnum og endaði á götunni þegar hann var átján ára þegar mamma hans flutti úr landi og skildi hann einan eftir. Þar kynntist hann morfínefnum og við tók margra ára barátta við fíknisjúkdóm. Hann náði um tíma sjö ára edrúmennsku, eignaðist fjölskyldu og börn og lifði ósköp venjulegu lífi. Síðan bankaði sjúkdómurinn upp á og tók yfir líf hans. Hann kynntist þá krakki og missti vitið í kjölfarið, bókstaflega. Hann endaði á fíknigeðdeild og fór síðan í sveit til ömmu sinnar sem stappaði í hann stálinu. Ísak segir sögu sína í Fókus.
-
Guðbjörg Ýr Valkyrja Guðbjargardóttir á langa áfallasögu að baki. Hún varð fyrir tengslarofi sem barn og litaði það sambönd hennar á fullorðinsárum.
Eftir margra ára edrúmennsku byrjaði Guðbjörg með karlmanni sem hún taldi vera besta vin sinn og ástina í lífi sínu. Hún byrjaði að nota aftur og bauð honum til Dalvíkur þegar hún varð fertug. Ferðin breyttist fljótt í martröð þegar hún kom að honum með annarri konu. Sú kona réðst á hana og beit hana út um allt. Guðbjörg þurfti að fara í stífkrampasprautu og var konan kærð og dæmd fyrir árásina. En þarna var martröð Guðbjargar ekki lokið. „Við drógum fyrir og síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega og sagði síðan: „Ertu ekki glöð að þú fékkst það sem þú vildir?“ Hún segir einlæg sögu sína í þættinum.
-
Kidda Svarfdal fékk allt í einu svakalegan hausverk árið 2021 og var send þrisvar sinnum heim af læknavaktinni og bráðamóttöku með sterkjar verkjatöflur. Henni var sagt að þetta væri bara slæm vöðvabólga en þegar hún rankaði við sér meðvitundarlaus í blóðpolli heima hjá sér var hún loksins send í myndatöku. Það kom í ljós að hún væri með heilablæðingu og sama dag fór hún í fyrstu aðgerðina af þremur.Kidda ræðir um þetta tímabil, bataferlið og lífið í nýjasta þætti af Fókus. Hún ræðir einnig um æskuna á Djúpavík, einum afskekktasta stað landsins, þar sem hún þurfti að fara með báti eða vélsleða í skólann.Kidda byrjaði að drekka á unglingsárum og vissi strax að drykkjan passaði ekki við hana. Með árunum versnaði það og var hvert djamm ævintýri, eða martröð, þar sem hún vissi aldrei hvar hún myndi enda. Eftir að hafa orðið fyrir hræðilegri líkamsárás sneri Kidda við blaðinu og hefur nú verið edrú í fjórtán ár.
-
Ólafur Laufdal og Dagur Gunnarsson eru báðir húðflúrarar en upphaf þeirra í bransanum er gjörólíkt. Á meðan Dagur byrjaði sem lærlingur á stofu, byrjaði Ólafur í bílskúr hjá foreldrum sínum með vél sem hann keypti erlendis.
Þessi þættur er fyrir alla en sérstaklega fyrir fólk sem hefur áhuga á tattúum. Við förum yfir rauð flögg í fari viðskiptavina og húðflúrara. Hvað skal varast, hvaða tattú er vinsæl í dag og rifjum upp stóra málið í fyrra þegar upp komst um tattúartista sem hafði verið að áreita viðskiptavin.
-
Aníta Ósk Georgsdóttir er móðir, dóttir, vinkona, eiginkona og svo margt annað. Hún er hárgreiðslumeistari að mennt og starfaði sem leiðbeinandi í grunnskóla áður en hún fór í veikindaleyfi. Í haust fer hún í starfsendurhæfingu hjá Virk og lítur hún björtum augum fram á veginn.
Aníta er hægt og rólega að læra að lifa upp á nýtt eftir að hafa verið greind með geðhvörf. Hún fékk greininguna eftir að hafa farið í fyrsta sinn í maníu í október 2022. Hún var þá stödd á Ítalíu með samstarfsfélögum sínum og endaði örmagna á sjúkrahúsi.
Í þættinum fer hún yfir sögu sína. Hún var greind með þunglyndi og kvíða fjórtán ára og lagðist fyrst inn á geðdeild þegar hún var ólétt af eldri dóttur sinni. Hún lýsir aðdragandanum að maníunni og hvernig hún var að trekkjast upp marga daga fyrir. Þó það hafi verið erfitt að ganga í gegnum þetta segist Aníta vera sterkari fyrir vikið og við greininguna hafi hún fundið meiri frið. Hún skilur sjálfa sig betur og líðanin er betri eftir að hafa loksins verið sett á rétt lyf.
Aníta var tvístíga að koma í viðtalið en ákvað að kýla á það til að sýna fólki að það er ekki dauðadómur að greinast með geðhvörf og að fólk með geðsjúkdóma lítur alls konar út. Hún segir að ef saga hennar geti hjálpað bara einni manneskju þá sé hennar markmiði náð.
-
Söngkonan, laga- og textahöfundurinn Katrín Myrra Þrastardóttir er gestur vikunnar í Fókus. Hún fékk fyrsta ofsakvíðakastið sitt árið 2021, en fyrir það hafði hún aldrei glímt við kvíða eða einhvers konar andleg veikindi. Hún var á þeim tíma búin með jógakennaranámið, stundaði núvitund og hafði ferðast ein til fjölda landa. Það var því mikið áfall að vera greind með ofsakvíðaröskun (felmtursröskun) og þurfa að læra að lifa með því.
Katrín Myrra fer einnig yfir ferilinn, að þora að láta slag standa, konur í tónlistarbransanum og segir frá því hvernig líf hennar breyttist eftir að hún fór ein í ferðalag til Taílands, Balí og Víetnam.
- Visa fler