Avsnitt
-
Hér fer síðari hluti viðtals við Nínu Jónsson varformann stjórnar Icelandair Group um feril hennar hjá sumum af stærstu flugfélögum heims. Nína er ráðgjafi hjá Jetzero í Kaliforníu þar sem unnið er að byltingarkenndu þróunarverkefni um smíði nýrrar gerðar farþegaþotu sem kölluð er „blended wing-body aircraft“ eða vaffþotan. Nína segir að þarna gæti komið vélin sem Boeing ákvað á sínum tíma að smíða EKKI til að taka við af B757 og B767. Vonir eru bundnar við að vaffþotan sem er á stærð við B767 verði komin á almennan markað innan sjö ára og fyrsta slíka hönnunin á að fljúga innan tveggja ára á vegum bandaríska flughersins sem eldsneytisflutningavél (tanker). Nýstárleg hönnun vaffþotunnar á að stuðla að um 50% minni eldsneytiseyðslu miðað við hefðbundnar þotur af svipaðri stærð á markaðnum í dag.
-
Rætt er við Nínu Jónsson varaformann stjórnar Icelandair Group en hún á að baki langan og stórmerkilegan feril í fluginu. Nína ólst upp í iðandi flugævintýri Íslendinga í Lúxemborg á áttunda áratugnum og fór í framhaldi af því til Bandaríkjanna að læra til atvinnuflugmanns. Fjöldagjaldþrot flugfélaga varð til þess að hún hélt áfram námi og lauk MBA gráðu frá Rensselaer Polytechnic Institute og B.Sc. gráðu í Air Transport Management. Nína hefur á síðustu árum unnið fyrir mörg stærstu flugfélög heims bæði austan hafs og vestan, einkum varðandi skipulagningu og samsetningu á flugflota félaganna. Þetta er fyrri þáttur af tveimur þar sem rætt er við Nínu. Seinni hluti viðtalsins verður birtur í næsta þætti.
-
Saknas det avsnitt?
-
Rætt er við Ásgeir Örn Þorsteinsson og Einar Hermansson sem eiga og stýra nýju fyrirtæki sem heitir Air broker Iceland og er leigumiðlun með flugvélar og þyrlur. Þeir hafa báðir langa og miklar reynslu í störfum við flugið hérlendis síðustu áratugina sem nýtist vel í að afla og sinna margvíslegum leiguverkefnum fyrir kúnna hvaðanæva úr heimunum. Þeir segja verkefnin vera margvísleg og eftirspurnin stundum umfram það sem flugvélar fást til að sinna. Rætt er um ýmsar breytingar í innanlandsfluginu, ríkisstyrki á flugleiðum og áhyggjur af yfirvofandi fækkun flugvéla í flugflotanum samhliða því þegar Icelandair hættir rekstri Dash 200 véla og ýmislegt fleira.
-
Jakob Ólafsson fyrrverandi flugstjóri á þyrlum og flugvélum Landhelgisgæslunnar segir hér frá ýmsu áhugaverðu sem á daga hans dreif á áratugaferli sem atvinnuflugmaður, lengst af í björgunar- og sjúkraflugi fyrir Landhelgisgæslu Íslands og síðustu árin í gæsluflugi fyrir Frontex. Jakob var einnig flugmaður um tíma hjá flugfélaginu Erni á Ísafirði um það leyti þegar hörmuleg slys urðu hjá félaginu sem m.a. ollu því að hann söðlaði um og fór til Landhelgisgæslunnar. Jakob rifjar upp fyrstu árin í þyrlufluginu, baráttu fyrir að komast í nám í Bandaríkjunum og við að safna reynslu áður en hann var ráðinn til þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar árið 1987. Þá segir hann frá ýmsum merkilegum atburðum sem hann upplifði á sínum langa starfsferli í flugsveit gæslunnar og ekki síst á þyrlunum TF-SIF og TF-LÍF.
-
Rætt er við Einar Örn Ólafsson forstjóra lággjaldaflugfélagsins PLAY í tilefni af ársuppgjöri félagsins fyrir 2024. Tap af rekstrinum var rúmir 4 milljarðar króna á árinu en að teknu tilliti til niðurfærslu á yfirfæranlegu skattalegu tapi nemur heildartapið um 9 milljörðum. Forstjórinn er samt brattur fyrir komandi mánuði en segir það taka tíma að breyta kúrsinum á félaginu eins og boðað hefur verið. Ætlunin er að færa 3 vélar félagsins til dótturfélags Play á Möltu sem leigðar verði í arðvænleg verkefni. Um leið verði fókus á arðbærar flugleiðir til og frá Keflavík og minni áhersla á tengiflug til Bandaríkjanna.
-
Rætt er við Leif Guðmundsson tæknistjóra Icelandair en hann hefur starfað í tækni- og viðhaldsmálum í fluginu allt frá því hann lauk námi í flugvirkjun árið 1998. Flugflotinn sem tæknisvið Icelandair sinnir í dag telur yfir 50 flugvélar út um allan heim og verkefnin eru í öllum heimsálfum. Leifur segir hér m.a. frá því hvernig flókið viðhald á flugvélum er skipulagt, hvað fer í gang þegar flugvél bilar, hvernig viðhaldi nýrra véla versus gamalla er háttað og ýmislegt fleira áhugavert. Tæknisvið Icelandair sem Leifur stýrir telur yfir 400 manns og þar af eru hátt í 300 flugvirkjar í margs konar fjölbreyttum störfum.
-
Rætt er við þá Kristinn Pál Guðmundsson og Össur Brynjólfsson sem stofnuðu ásamt þremur öðrum fyrirtækið V-ONE þegar kóvid gekk yfir. Stofnendur félagsins sem allir hafa yfirgripsmikla reynslu og þekkingu í þjálfun flugmanna settu á fót flugskóla til að þjónusta erlend flugfélög. Nú örfáum árum síðar hefur fyrirtækið markað sér gott orðspor á alþjóðlegum vettvangi og stærstu kúnnar þess eru flugfélögin DHL Bahrein og DHL Austria. Velta fyrirtækisins hefur vaxið stöðugt síðustu misserin og á árinu 2024 var V-ONE með um 2000 kennslustundir í flughermum Icelandair/CAE í Hafnarfirði. Þá eru umsvif viðskiptavina V-one hérlendis umtalsverð í keyptri þjónustu á hverju ári. Kristinn Páll og Össur segja sér frá tilurð V-One og hvernig þeir sjá fyrir sér að fyrirtækið geti vaxið enn frekar á næstu árum.
-
Rætt er við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair í tilefni af uppgjör félagsins fyrir árið 2024. Icelandair tapaði um 2,5 milljörðum króna á síðasta ári sem í takti við spá stjórnenda félagsins. Tekjur félagsins jukust um 10 af hundraði í fjórða ársfjórðungi og afkoman batnaði töluvert miðað við sama ársfjórðung 2023. Félagið spáir hagnaði á árinu 2025 uppá 5-8 milljarða króna, sem er þó töluvert undir 8% EBIT markmiði stjórnenda félagsins. Viðtalið er tekið á Mid-Atlantic ferðakaupstefnunni sem fram fór í Laugardalshöllinni.
-
Rætt er við Jón Þór Þorvaldsson flugstjóra og formann í Félagi íslenskara atvinnuflugmanna í tilefni af þætti númer 100. Farið er vítt og breitt yfir sviðið og meðal annnars spjallað um stéttarfélagið, kjarasamninga framundan, Reykjavíkurflugvöll, pólitík og almennt um hæðir og lægðir í flugiðnaðinum. Jón Þór var nýtekinn við embætti formanns þegar ósköpin dundu yfir flugheiminn vegna kóvid faraldurs í ársbyrjun 2020 og þegar Flugvarpið hóf göngu sína í október það ár var Jón Þór fyrsti gesturinn. Það var því viðeigandi að bjóða honum aftur í spjall núna rúmlega fjórum árum síðar og fara aðeins yfir málin.
-
Rætt er við Guðmund Tómas Sigurðsson nýráðinn flugrekstrarstjóra Icelandair um ýmsar stórar áskoranir framundan í rekstrinum. Endurnýjun flugflota félagsins er hafin og nú þarf að ákveða hvort áfram eigi að reka breiðþotur eða eingöngu mjóþotur í framtíðarleiðarkerfi Icelandair. Guðmundur Tómas fer yfir óásættanlega stöðu á Reykjavíkurflugvelli og útskýrir hvers vegna hindranir í útreiknuðum flugferlum geta aftrað því að flugfélög geti notað völlinn á öruggan og eðlilegan máta. Guðmundur segist bjartsýnn á að Icelandair nái markmiðum í rekstrinum og geti vaxið og dafnað á næstu árum með Keflavík sem öfluga tengimiðstöð.
-
Í þessum áramótaþætti er farið yfir helstu fréttir úr fluginu á árinu 2024 og spáð í spilin fyrir 2025. Rætt er við tvo sérfræðinga í flugmálum; þá Matthías Sveinbjörnsson forseta Flugmálafélags Íslands sem jafnframt er verkfræðingur og fyrrum forstöðumaður tekjustýringar hjá Icelandair og Örnólf Jónsson flugstjóra og stjórnarmann í FÍA sem er líka hagfræðimenntaður og löggiltur endurskoðandi. Farið er yfir fréttir síðasta árs af Play, Icelandair, Air Atlanta og öðrum íslenskum flugfélögum, málefni flugskóla rædd og ISAVIA ásamt fjölmörgu öðru. Áhugaverður þáttur fyrir alla sem vilja fylgjast með því sem er að gerast í flugmálum.
-
Rætt er við Jóhann Óskar Borgþórsson flugstjóra hjá Play og fyrrverandi yfirflugstjóra félagsins, um hans merkilegan feril, starfið og breytingar framundan hjá Play. Eftir meira en áratug sem flugmaður og flugstjóri hjá Icelandair tók Jóhann Óskar stökkið árið 2017, sagði upp störfum og réð sig sem flugstjóra til Wow sem fór síðan í gjaldþrot tæpum tveimur árum síðar. Eftir það tók við ævintýri á framandi slóðum, en þegar Play hóf flugrekstur var Jóhann Óskar ráðinn flugstjóri og síðar yfirflugstjóri hjá félaginu og hefur tekið þátt í að byggja upp flugrekstur félagsins sem hann segir hafa verið einstakt afrek og gefandi vinna. Fyrr á þessu ári hætti hann sem yfirflugstjóri og er nú farinn að sinna stéttarfélagsmálum fyrir ÍFF íslenska flugstéttarfélagið, þar sem hann segir alla vinna af heilindum að bættum hag félagsmanna og segir gagnrýni á félagið oft ómaklega.
-
Rætt er við Kára Kárason flugstjóra og „fleet chief“ á Airbus hjá Icelandair um nýju flugvélategundina. Fyrsta Airbus flugvélin í flota félagsins er nýkomin til landsins og von er á þremur til viðbótar fyrir vertíðina næsta sumar. Kári segir hér frá innleiðingarferlinu, þjálfunarmálum og ræðir um muninn á því að fljúga eldri Boeing flugvélum og hinni nýju Airbus.
-
Þáttur #95 er samantekt Flugvarpsins frá kosningafundi Flugmálafélags Íslands um flugmál sem haldinn var 19. nóvember 2024. Þar var fulltrúum frá framboðum til Alþingiskosninga boðið að mæta og skýra frá stefnu og áherslum sínum í flugmálum. Auk almennra stefnumiða í flugmálum voru framboðin spurð um menntamál flugsins, Reykjavíkurflugvöll og framtíð hans og rekstrarform ISAVIA svo eitthvað sé nefnt. Fundinum stýrði Matthías Sveinbjörnsson forseti Flugmálafélagsins.
Þeir sem mættu frá framboðum til Alþingis voru: Grímur Grímsson frá Viðreisn, Rúnar Sigurjónsson frá Flokki fólksins, Njáll Trausti Friðbjörnsson frá Sjálfstæðisflokknum, Arnar Þór Jónsson frá Lýðræðisflokknum, Jón Þór Þorvaldsson frá Miðflokknum, Indriði Ingi Stefánsson frá Pírötum, Kristján Þórður Snæbjarnarson frá Samfylkingu og Jóhannes Loftsson frá Ábyrgri framtíð. Enginn fulltrúi mætti frá Vinstri grænum og enginn frá Sósíalistum. Fulltrúi Framsóknarflokksins ætlaði að mæta en afboðaði vegna veikinda. -
Tómas Dagur Helgason segir hér frá fjölbreyttum ferli í fluginu. Það varð honum mikið áfall að missa heilbrigðisvottorðið og þar með flugréttindin vegna sykursýki fyrir um áratug síðan, en hann hefur æ síðan barist ötullega fyrir því að fá reglum breytt í Evrópu í þá átt að heimila sykursjúkum að fljúga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hann hefur haldið ótrauður áfram í fluginu og flýgur í dag einkaflug á grundvelli skírteinis frá Bandaríkjunum og hefur viðhaldið fyrsta flokks heilbrigðisvottorði útgefnu í Bretlandi.
Tómas Dagur er í dag flugrekstrarstjóri Norlandair og var áður flugrekstrarstjóri Bláfugls. Þar að auki á hann að baki þrjá áratugi sem flugmaður og flugstjóri hjá Icelandair. Tómas Dagur er líka formaður DC-3 Þristavinafélagsins sem í eru hátt í fjögur hundruð manns sem vilja viðhalda Þristinum. Það er því af nógu að taka þegar rætt er við Tómas Dag um flugmálin. -
Rætt er við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um uppgjör félagsins eftir fyrstu 9 mánuði ársins 2024. Tekjur félagsins dragast verulega saman og hagnaðurinn var tæpum tveimur milljörðum króna lakari miðað við sama tíma í fyrra eða 9,5 milljarðar. Bogi ræðir hér um síkvikar breytingar á samkeppnisumhverfinu í Keflavík, betri árangur í frakflutningum og góða afkomu af leiguflugi á vegum Loftleiða. Málefni innanlandsflugsins og Hvassahraun eru einnig rædd ásamt ýmsu fleiru eins og mögulegu samstarfi Icelandair og Air Atlanta.
-
Rætt er við þá Benóný Ásgrímsson, Júlíus Ó. Einarsson og Pál Halldórsson en þeir eru höfundar nýrrar bókar sem heitir Til taks – þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands – fyrstu 40 árin. Í þættinum er farið yfir aðdraganda þess að þeir réðust saman í þessi skrif og stiklað á nokkrum þáttum úr efni bókarinnar.
-
Flugöryggismál eru viðfangsefni þessa þáttar. Rætt er við þá Jón Hörð Jónsson formann Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Matthías Arngrímsson skólastjóra Geirfugls og nefndarmann í ÖFÍA um ýmislegt sem hæst ber í flugöryggismálum um þessar mundir. Tilefnið er árleg flugöryggisráðstefna – Reykjavik Flight Safety Symposium sem haldin verður 10. október n.k. og í þættinum er tæpt á helstu viðfangsefnum ráðstefnunnar í ár eins og GPS truflunum í flugi og netárásum.
Jón Hörður og Matthías telja ýmislegt gagnrýnivert í nýrri skýrslu varðandi mögulegt flugvallarstæði í Hvassahrauni og í tengslum við það er einnig farið yfir hvernig stöðugt hefur verið þrengt að Reykjavíkurflugvelli mörg síðustu ár. Í þættinum er einnig fjallað um möguleg áhrif vindmylla á flugöryggi, en áætlanir eru uppi um stóra vindmyllugarða bæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og víða um land. -
Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA og ræðir í þessum þætti um þau fjölmörgu verkefni sem hún er að fást við. Um innanlandsflugvellina á Íslandi fara um 700 þúsund farþegar á ári og þrátt fyrir smæðina er kerfið afar mikilvægt fyrir alla landsmenn, en um leið brothætt að sögn Sigrúnar. Hún gagnrýnir hvernig stöðugt er þrengt að Reykjavíkurflugvelli og skilur ekki hvers vegna sjónarmið sem varða flugöryggi skuli ekki fá betri hljómgrunn. Sigrún Björk fer einnig yfir uppbyggingu á Akureyrarflugvelli og ræðir um ýmsa aðra flugvelli, ekki síst út frá mikilvægi þeirra í sjúkraflugi ef slys verða út um landið.
-
Rætt er við Baldvin Má Hermannsson forstjóra Air Atlanta um starfsemi fyrirtækisins og hvernig það hefur vaxið og dafnað á allra síðustu árum. Flugfélagið var eitt fárra sem var á fullu í covid faraldrinum og á undraskömmum tíma tókst að auka vægi fraktflugs mjög hratt þegar botninn datt úr farþegafluginu. Atlanta er í dag með 11 Boeing 747 breiðþotur í fraktflutningum um allan heim og að auki 6 Boeing 777 vélar í farþegaflutningum. Baldvin Már ræðir hér hvernig félagið hefur oft mætt erfiðri samkeppni í gegnum tíðina og hvernig íslensk þekking, reynsla og gæði í flugrekstri hefur fleytt félaginu á þann stað sem það er á í dag.
- Visa fler