Eins og nafnið gefur til kynna er umfjöllunarefnið hér fjölmiðlar sem gjarnan eru nefndir fjórða valdið við hlið dómsvaldsins, framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins.
Þáttunum sem unnir eru af Fjölmiðlanefnd er ætlað að efla umræðu um miðlalæsi á Íslandi og kafa nánar í rannsóknir og skýrslur á því sviði sem nefndin gefur út. Þá verða málefni fjölmiðla og fjölmiðlunar rædd útfrá ýmsum sjónarhornum með viðtölum við fjölmiðlafólk, sérfræðinga og rannsakendur á sviði fjölmiðlunar.