Avsnitt
-
Í þessum þætti er rætt um Íslandsbankaútboðið. Þann 22. mars seldi ríkið 22,5 prósent hlut í Íslansbanka til 207 fjárfesta á tæpa 53 milljarða króna. Þar með er ríkið ekki lengur meirihluta eigandi að bankanum en eftir söluna þá á ríkið 42,5 prósent í bankanum en einkaaðilar 57,5 prósent. Til að ræða um útboðið fékk ég til mín hana Andreu Sigurðarsdóttur, fyrrum blaðamann á Viðskiptablaðinu.
-
Í þessum þætti er rætt um fasteignamarkaðinn, byggingageirann og áhrif innrásar Rússa í Úkraínu á markaði svo fátt eitt sé nefnt. Rætt er við Vigni S. Halldórsson, byggingaverktaka og stjórnarmann í Samtökum iðnaðarins.
-
Saknas det avsnitt?
-
Í þessum þætti er rætt við Elísu Örnu Hilmarsdóttur, aðalhagfræðing Viðskiptaráðs. Elísa er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og var nýverið ráðin sem annar tveggja aðalhagfræðinga Viðskiptaráðs en hún starfaði áður hjá Seðlabankanum. Í þættinum er rætt um helstu áskoranirnar í íslensku efnahagslífi á þessu ári, kjaramálin, sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda, stýrivexti, fasteignamarkaðinn, samfélagsbanka og ýmislegt fleira.
-
Hverju á að fjárfesta í árið 2022? Í þessum sérstaka áramótaþætti Fjármálakastsins er rætt við Má Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík. Rætt er um árið 2021 á mörkuðum, horfur á árinu 2022 á hlutabréfa, skuldabréfa og fasteignamörkuðum. Einnig er rætt um rafmyntir og ýmislegt fleira.
-
Í þessum þætti er rætt við Jón Sigurðsson, fráfarandi forstjóra stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Jón tók við forstjórastól Össurar fyrir rétt tæpum 26 árum en mun láta af störfum í apríl á næsta ári. Í þættinum er rætt um feril Jóns og tíð hans í forstjórastól Össurar. Þá er jafnframt rætt um vöxt Össurar í gegnum árin, hvað stuðlaði að velgengni fyrirtækisins og ýmislegt fleira.
-
Í þessum þætti er rætt við hana Sólveigu Gunnarsdóttur, eiganda Sólveig Consulting. Sólveig er með BSc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Hult International Business School. Þá er hún einnig með próf í verðbréfaviðskiptum. Sólveig hefur starfað í 12 ár á fjármálamarkaði og hefur starfað sem stjórnarmaður en rekur nú sitt eigið fyrirtæki Sólveig Consulting en þar ráðleggur hún fyrirtækjum og einstaklingum í fjármálum. Í þættinum er meðal annars rætt um fjármál fyrirtækja og einstaklinga, atferlisfjármál en einnig það sem stóð upp úr í viðskiptalífinu á árinu sem er að líða og horfur á næsta ári.
-
Í þessum þætti er rætt við Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Anna Hrefna er hagfræðingur og hefur lengi starfað við efnahagsgreiningar. Í þættinum er meðal annars rætt um fjárlögin, brýnustu verkefni nýrrar ríkisstjórnar, fjölgun opinberra starfsmanna og ýmislegt fleira en einnig er rætt um þær efnahagslegu áskoranir sem við stóðum frammi fyrir á árinu sem er að líða og þau verkefni sem bíða okkar á nýju ári.
-
Í þessum þætti er rætt við Bjarna Herrera Þórisson, forstöðumann sjálfbærni hjá KPMG. Bjarni er með gráðu í lögfræði og viðskiptafræði og einnig MBA gráðu frá Yonsei háskóla. Hann hefur komið að fjölmörgum verkefnum í gegnum tíðina sem snúa að sjálfbærni í gegnum félagið sitt Circular sem síðar var selt til KPMG.
Í þættinum er rætt um sjálfbærni og sjálfbær fjármál sem hafa notið sívaxandi vinsælda að undanförnu en sífellt fleiri fyrirtæki eru farin að leggja áherslu á þann málaflokk.
-
Í þessum þætti er rætt við Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Konráð er með bachelor gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í hagfræði frá University og Warwick. Meðal annars er rætt um stýrivaxtahækkunina í þar síðustu viku, húsnæðismarkaðinn, nýja greiningu Viðskiptaráðs um atvinnurekstur hins opinbera, sóttvarnaraðgerðir, ríkisfjármálin og fleira.
-
Í þessum þætti er rætt við hann Arnald Þór Guðmundsson, formann Ungra fjárfesta, um fjárfestingar, markaði og starf Ungra fjárfesta. Félagið Ungir fjárfestar var stofnað af sex ungum fjárfestum í upphafi árs 2014 og er tilgangur félagsins að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna. Félagið hefur einnig það markmið að vekja áhuga félagsmanna og ungs fólks á fjármálum, fjárfestingum, sparnaði og verðbréfamörkuðum. Þeir sem vilja kynna sér félagið nánar er bent á Facebook-síðuna Ungir fjárfestar en hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðunni ungirfjarfestar.net.
-
Í þessum þætti er rætt við Rósu Kristinsdóttur, meðstofnanda Fortuna Invest. Rósa er lögfræðingur og starfar sem yfirlögfræðingur og regluvörður hjá Akta. Fortuna Invest er fræðsluvettvangur sem veitir aðgengilega fræðslu um fjárfestingar með það að markmiði að auka fjölbreytileikann í þátttöku á fjármálamarkaði. Í þættinum er rætt meðal annars rætt um hlutverk og markmið Fortuna Invest og nýútkomna bók sem stofnendurnir skrifuðu.
-
Í þessum þætti er rætt við hann Gunnlaug Jónsson, verkfræðing og framkvæmdastjóra Fjártækniklasans, um fjártækni. Mikil gróska hefur verið í fjártækni að undanförnu og hafa mörg ný og spennandi fyrirtæki sprottið upp. Fjártækniklasinn er samfélag um framfarir í fjártækni og tilgangur hans er að efla nýsköpun í fjármálum og gera viðskipti auðveldari og betri.
-
Í þessum þætti er rætt við hann Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóra greiningar hjá Íslandsbanka, um nýútkomna bók hans Peninga. Bókin Peningar varpar ljósi á áhugaverðar og spaugilegar hliðar fjármála og er bókinni skipt upp í kafla þar sem ýmis atriði eru tekin fyrir í fjármálalegu samhengi. Bókinni er skipt í nokkra kafla og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
-
Í þessum þætti er rætt við Heiðar Guðjónsson, forstjóra Sýnar, um málefni Norðurslóða. Heiðar er hagfræðingur, fjárfestir og sérfræðingur í málefnum Norðurslóða en hann ritaði bókina Norðurslóðasókn sem kom út árið 2013. Í þættinum er rætt um tækifærin sem felast á Norðurslóðum, gjaldmiðlamál, hlutverk Seðlabanka og ýmislegt fleira.
-
Í þessum þætti er rætt við Þórunni Björk Steingrímsdóttur en hún starfar í markaðsviðskiptum hjá Landsbankanum. Þórunn er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja við Háskólann í Reykjavík. Hún er einnig með próf í verðbréfaviðskiptum. Í þættinum er rætt um horfur á mörkuðum á komandi misserum, hvaða hluti þarf að hafa í huga áður en maður byrjar að fjárfesta, starf hennar sem verðbréfamiðlari og ýmislegt fleira.
-
Í þessum þætti er rætt við Jón Bjarka Bentsson, aðalhagfræðing Íslandsbanka. Jón Bjarki er með BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í hagfræði frá University of Warwick. Í þættinum er meðal annars rætt um stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans í síðustu viku, hvort það sé góð hugmynd að taka húsnæðisliðinn út úr verðbólguviðmiði Seðlabankans, nýja Þjóðhagsspá Íslandsbanka og fleira.
-
Í þessum þætti er rætt við Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Svanhildur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður sem aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra og þar áður í fjölmiðlum. Í þættinum er meðal annars rætt um áherslur Viðskiptaráðs sem kynntar voru í aðdraganda kosninga. Umsjónarmaður þáttarins er Magdalena Anna Torfadóttir.
-
Í fyrsta þætti Fjármálakastsins er rætt við Magnús Harðarson forstjóra Kauphallarinnar. Magnús tók við forstjórastól Kauphallarinnar af bróður sínum Páli Harðarsyni í október 2019. Hann hefur starfað hjá Kauphöllinni síðan 2002 en áður starfaði hann sem hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun og sem efnahagslegur ráðgjafi. Magnús hefur doktorspróf í hagfræði frá Yale-University. Í þættinum er rætt um fjárfestaumhverfið á Íslandi og leiðir að úrbótum á því. Einnig er rætt um þróun markaðarins í áranna rás, hvernig hann muni koma til með að þróast á næstu árum og ýmislegt fleira. Umsjónarmaður þáttarins er Magdalena Anna Torfadóttir.