Avsnitt
-
TikTokstjarnan Sigurður Anton vakti mikla athygli í aðdraganda nýliðinna alþingiskosninga þar sem hann ræddi um fasisma, stjórnmálin, nýfrjálshyggju og fleira.
Í þessum þætti er rætt um þau mál ásamt fyrirtækjaeign verkafólks, kynferðisafbrotahringi í Bretlandi, kynjamál og margt fleira.
Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling -
Sölvi Tryggvason, hlaðvarpsstjórnandi með meiru, spjallar við Þórarinn um stjórnmálin á Íslandi, hugarfar, heilsu, Donald Trump, RÚV og margt fleira.
- Afhverju klárar RÚV ekki umfjöllunina um Sölva Tryggvason?
- Sölvi Tryggvason er spenntur að sjá breytingarnar sem Donald Trump og Robert F. Kennedy munu gera.
- Myndi Sölvi starfa hjá RÚV fyrir þrjár milljónir á mánuði?
Þessum spurningum er svarað hér. -
Björn Jón Bragason mætir í settið og ræðir hina ýmsu hluti. Meðal annars mannréttindi, stjórnmálin á Íslandi, hugarfar, hægribylgju ungs fólks, menningarlega afstæðishyggju, vinstri róttækni og Vestræn Gildi.
- Fylgja því engar kröfur að gerast íslenskur ríkisborgari?
- Er hægribylgja ungs fólks óumflýjanleg?
- Er menningarleg afstæðishyggja fyrirlitlegri en aðrar syndir?
Þessum spurningum er svarað hér! -
Þórarinn ræðir við Sigríði Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI og formaður ráðgjafarnefndar EFTA, um iðnað á Íslandi.
- Hvernig skaðaði Halla Hrund Logadóttir, fyrrum orkumálastjóri, umræðuna um orkumál?
- Er Íslandi betur borgið innan ESB?
- Mun Valkyrjustjórnin vera stjórn verðmætasköpunnar?
- Afhverju er erlend fjárfesting álitin tortryggileg?
Þessum spurningum, og fjölmörgum fleirum, er svarað hér. -
Þórarinn ræðir við Björn Berg Gunnarsson, ráðgjafa, rithöfund og fyrirlesara, um jólahagfræði, ábyrgð foreldra, stjórnmálin og margt fleira.
- Ætla foreldrar að bíða eftir því að kerfið kenni börnunum að reima skóna?
- Er skynsamlegt að taka Netgíró lán?
- Mun Valkyrjustjórnin leggja grunn að verðmætasköpun?
Þessum spurningum er svarað hér. -
Halldór Armand skrifaði nýlega bók sem að heitir Mikilvægt rusl og fjallar um sorphirðufólk á tímum hrunsins. Í upphafi hlaðvarpsins er rætt stuttlega um bókina en þorri hlaðvarpsins fer í að ræða listamannalaun, hugmyndafræði og stjórnmálin.
- Er maður líklegri til að fá listamannalaun ef maður skrifar um loftslagskvíða á Gaza?
- Eru stjórnmálaflokkar raunverulega femínískir?
- Er fyrirtækjum á Íslandi raunverulega annt um fjölbreytileikann?
- Voru hvítir karlar afhöfðaðir við úthlutun listamannalauna?
Þessum spurningum er svarað hér. -
Guðmundur Hafsteinsson, eða Gummi, hefur gefið út bók sem ber heitið Gummi. Í bókinni fjallar hann um litríkan feril í tæknigeiranum en hann kom að vinnslu Siri, Google Maps og fjölda annarra smáforrita í vinnu sinni fyrir stærstu fyrirtæki heims í tæknigeiranum, bæði Apple og Google. Í þessum þætti er farið yfir vítt svið og Guðmundur spurður eftirfarandi spurninga:
- Verður Evrópa eftirbátur framþróunar vegna takmarkanna á gervigreind?
- Hefði Google getað orðið til á Íslandi?
- Er Ísland í sóknartækifæri til þess að verða frumkvöðull á sviði gervigreindar?
Til að styrkja þetta framtak má fara á www.pardus.is/einpaeling -
Þórarinn og Jakob Birgisson fara um víðan völl. Í upphafi er rætt um stjórnmálin og úrslit kosninganna, trúverðugleika flokkanna, símanotkun barna, kulnun, bakslagið og margt fleira.
-
Erna Mist, listmálari, mætir til þess að ræða hina ýmsu hluti er varðar list. Fjallað er um stjórnmálin, rétttrúnaðinn, menningarminni, athyglishagkerfið, listamannalaun og margt fleira.
- Hvað þýðir það þegar höfuðborgin hættir að vera íslensk?
- Er list nútímans trójuhestur hugmyndafræði?
- Geta unglingar höndlað farsíma athygliskerfisins? -
Þórður Gunnarsson er hlustendum kunnugur, hagfræðingur sem hefur marga hatta. Að þessu sinni er rætt um niðurstöður kosninga, orkumál, vinstrið, borgarlínu og margt fleira.
- Er loftslagsiðnaðurinn innihaldslaus kjaftaklúbbur?
- Mun Dagur B. taka við Samfylkingunni?
- Hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Þessum spurningum er svarað hér.
Til að styrkja þetta framlag má fara á www.pardus.is/einpaeling -
Björgvin Ingi Ólafsson er meðeigandi hjá Deloitte á Íslandi og sinnir hinum ýmsum verkefnum sem ráðgjafi hjá hinu opinbera og víðar. Í þessum þætti ræðir Þórarinn við hann um úrslit kosninganna, ráð til næstu ríkisstjórnar, Willum Þór og árangur í heilbrigðiskerfinu, ESB, gervigreind, nýsköpun og skólakerfið.
-
Þórarinn ræðir við Þorstein V. Einarsson, frumkvöðul á sviði kynjamála og hlaðvarpsstjórnandi. Fjallað er um hina ýmsu hluti er varðar kosningarnar en stór hliðarskref einnig tekin. Rætt er um Miðflokkinn, Vinstri Græna, hvaða flokkar geti talist femíniskir, og:
Er kynjafræði vísindagrein?#MeTooVísindaleg vinnubrögðHvernig horfir búrkan við ÞorsteiniRasismiRétttrúnaðurWokeMargt fleira.Njótið! -
Þórarinn ræðir við Víði Reynisson, oddvita Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um:
- Útlendingamál og landamærin
- Ferðaþjónustuna
- Stjórnmálin og jafnaðarmennsku
- ESB
- Flugvöllinn í Reykjavík
- Margt fleira.
Njótið! -
Diljá Mist Einarsdóttir mætir í settið til þess að ræða áherslur Sjálfstæðisflokksins. Fjallað er um jafnlaunavottun, sem að Diljá kallar "láglaunavottun", Viðreisn, Samfylkinguna, vinstrið, fjölmenningu, útlendingamál, efnahagsmál og margt fleira.
-
- Hver er stefna Samfylkingarinnar í einkarekstri heilbrigðiskerfisins?
- Er kerfið að fara að laga kerfið?
- Hversu mikið fjármagn þarf heilbrigðiskerfið?
Þessum spurningum og fjölmörgum fleirum er svarað í þessum þætti! -
- Eru allir flokkar á þingi spilltir?
- Afhverju eru fjármunir sem varið er í loftslagsaðgerðir sóun?
- Eru fjölmiðlar á móti Arnari Þór?
Þessum spurningum er svarað í þessum þætti. -
- Gekk #MeToo of langt?
- Skjátlast héraðsdómi um búvörulögin?
- Er fiskeldi nauðsynleg forsenda fyrir blómlegt líf á Vestfjörðum?
Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum er svarað í þessu viðtali við frambjóðanda Framsóknar í Reykjavík Norður, Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur. -
Þórarinn ræðir við Gunnar Smára, frambjóðanda Sósíalista í Reykjavík, um stjórnmálin á Íslandi, sósíalískt hagkerfi, innflytjendur, ESB, stríð og margt fleira.
-
Þórarinn ræðir við Finn Ricart Andrason, oddvita Vinstri grænna í Reykjavík Norður. Finnur er ungur maður sem hefur verið áberandi í umræðum um loftslagsbreytingar og umhverfisvernd og telur hann að rödd náttúrunnar þurfi að heyrast á þingi. Í þættinum er fjallað um kvenfrelsismál, náttúrumál, orkumál, borgarlínu og margt fleira.
- Visa fler