Avsnitt
-
Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann ræðir hér um þær stjórnmálahræringar sem eiga sér stað á vesturlöndum um þessar mundir og stöðu alþjóðamála. Hann telur stefnu Evrópuríkja gagnvart Bandaríkjunum sem hafa viljað enda stríðið í Úkraínu varasama og hefur áhyggjur af þáttöku íslenskra ráðamanna í því. Arnar segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin vera í mikilli hættu þegar íslenskir stjórnmálamenn eru nokkurn vegin farnir að taka sér stöðu gegn Bandaríkjunum og hefur áhyggjur af því að stefna stjórnvalda sé að fara sækja hraðar um inngöngu í Evrópusambandið. Arnar spáir Flokki fólksins ekki miklu langlífi þar sem hann telur alveg ljóst að styrkjamálið svokallaða hafi ekki enn verið til lykta leitt.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Í þættinum ræða þeir Dagur og Óli við Soffíu Lenu sem hefur verið að flúra bæði hér á Íslandi og á Spáni. Að vanda fara þeir vítt og breitt í þættinum, hvenær hún byrjaði að gera flúr og opnaði stofu á Íslandi, tribal flúr og margt fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Saknas det avsnitt?
-
Í þætti dagsins förum við yfir hvernig fjölmiðlar eru notaðir til að matreiða ofan í almenning skilaboð sem eru afar hentug fyrir hergagnaiðnað hins vestræna heims. Stjórnmálamenn taka þannig gagnrýnilaust við fyrirmælum um hvaða skoðun þeir eiga að hafa á málefnum líðandi stundar og almenningur er teymdur í humátt á eftir.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Flosi Eiríksson er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann er í framboði til formanns VR sem er stærsta verkalýðsfélag landsins. Hann telur sig hafa rétta bakgrunninn og þekkinguna til að leiða félagið og hefur sterkar skoðanir á því hvernig standa skuli að kjaramálum á Íslandi. Flosi fer í þessu viðtali yfir áherslur sínar og kynnir sig fyrir kjósendum.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/Brotkast er efnisveita þar sem dagskrárgerðarmenn eru óháðir auglýsendum og svara eingöngu til áskrifenda sinna. Þannig bjóðum við upp á heilbrigðari umræðu sem verður ekki nauðbeygð undir háværan hóp róttæklinga á Twitter.Fylgdu okkur á Facebook: https://www.facebook.com/brotkast.is
Fylgdu okkur á YouTube: https://www.youtube.com/@brotkast_
Fylgdu okkur á Instagram: https://www.instagram.com/brotkast.is/
Fylgdu okkur á Twitter: https://twitter.com/brotkasttv
Brotkast á vefnum: https://brotkast.is
-
Flosi Eiríksson er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann er í framboði til formanns VR sem er stærsta verkalýðsfélag landsins. Hann telur sig hafa rétta bakgrunninn og þekkinguna til að leiða félagið og hefur sterkar skoðanir á því hvernig standa skuli að kjaramálum á Íslandi. Flosi fer í þessu viðtali yfir áherslur sínar og kynnir sig fyrir kjósendum.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður og fyrrverandi verkalýðsforingi er gestur Fullorðins að þessu sinni. Hann er þekktur fyrir beitt viðtöl og að tala tæpitungulaust. Hann segir okkur frá uppvexti sínum úti á landi og hvað hefur gert hann að þeim manni sem hann er í dag.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Gústaf Níelsson sagnfræðingur er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann ræðir í þessu viðtali stjórnmálin vítt og breytt, tjáningarfrelsi í Evrópu, aðhaldsaðgerðir Donald Trump og stríðið í Úkraínu.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Það er svakalegur munur á markaðsverði símafyrirtækjanna. Þannig er markaðsvirði Símans sjö sinnum meira en Sýnar – og makaðsvirði Nova er þrisvar sinnum meira en Sýnar. Þetta er mjög sláandi. Sætta hluthafar Sýnar sig við þetta? Markaðsvirði Símans er 35 milljarðar kr., Nova 16 milljarðar og Sýnar 5 milljarðar.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ein af okkar ástsælustu leikkonum og hefur verið í leikhúsum og sjónvarpi landsmanna í gegnum árin. Í þætti dagsins segir hún okkur frá æskuárunum, ástinni og lífinu almennt.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Við rifjum upp þann trylling sem átti sér stað þegar lögfræðingur og stjórnarkona í fjölmörgum íslenskum stórfyrirtækjum hvatti fyrirtæki til að reka starfsmenn umsvifalaust ef á þá voru bornar einhverjar ásakanir í MeToo byltingunni. Einnig tölum við um taktleysi evrópskra stjórnmálamanna sem vilja hvetja Úkraínu til að berjast til síðasta blóðdropa og vilja helst ekki heyra minnst á samningaviðræður við Rússa. Þá ræðum við um stjórnmál í Þýskalandi og mögulega rannsóknarnefnd Alþingis um byrlunar- og símastuldsmálið. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Hilmar Þór Hilmarsson prófessor er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann segir Evrópusambandið ekkert hafa um stríðið í Úkraínu að segja lengur. Donald Trump er að hans mati eini leiðtoginn sem hafi um eitthvað að semja við Pútín Rússlandsforseta og segir hann ríkisstjórn Bandaríkjanna vera búna að átta sig á því að nú er ekkert annað hægt að gera en að ljúka stríðinu til að lágmarka þann skaða sem orðinn er.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Kaup fasteignafélagsins Heima á vísindahúsinu Grósku á háskólasvæðinu – félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar eru á vissan hátt söguleg. Þeir verða stærstu hluthafar í Heimum og frkvstj. Heima segir að með kaupunum sé félagið komið með meiri aþjóðleg tengsl.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Sérfræðimenntaðir kynjafræðingar eru ekki sáttir við að karlar sem unnið hafa með ungmennum í áratugi skuli voga sér að tjá sig um vandamál þeirra. Við ræðum einnig um innlegg íslenskra stjórnvalda í friðarviðræður Rússlands og Úkraínu, ærandi þögn skólastjóra Breiðholtssskóla og baráttu vinstrisins gegn löngu tímabærum aðhaldsaðgerðum í fjármálum Bandaríkjanna.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Estefan Leó Haraldsson, betur þekktur sem Ezzi á Tiktok er 21 árs og einstaklega skapandi og heilsteyptur ungur maður. Hann hefur persónulega reynslu af því að verða fyrir líkamsárás og segir okkur frá því í þætti dagsins, en einnig ákvörðuninni að hætta að drekka og margt fleira.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Í þætti dagsins fara þeir Dagur og Óli yfir víðan völl, tala um hvers vegna prentarar virka ekki, um mann sem lést í svæfingu fyrir flúr, uppákomur í líkamsrækt og þegar Dagur borgaði fyrir bensín en gleymdi að dæla á bílinn og fór.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Ræðan sem varaforseti Bandaríkjanna þrumaði yfir ráðalausum evrópskum stjórnmálamönnum var löngu tímabær og nauðsynleg. Ráðamenn í Evrópu hafa misst alla jarðtengingu og gleymt því að málfrelsið er undirstaða allra mannréttinda. Segja má að JD Vance hafi í raun að talaði beint til íbúa Evrópu en ekki valdaelítunnar sem sat á fínu öryggisráðtefnunni í Munchen. Við ræðum þetta og miklu fleira í Harmageddon þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Í þessu viðtali ræðir hann um rétttrúnaðarhugmyndafræðina sem hefur verið ráðandi á Vesturlöndum á undaförnum árum. Guðjón segir þá hugmyndafræði hafa verið vel skipulagða af öflum sem lengi hafa haft meira um skipan heimsmála að segja heldur en almenningur gerir sér grein fyrir. Hann segir hugmyndafræðinga rétttrúnaðarins markvisst hafa reynt að útrýma hugmyndum um bæði karlmennsku og hina hefðbundnu fjölskyldu og þá hafi sektarkennd verið komið inn hjá almenningi á Vesturlöndum til að hann samþykkti óheftan innflutning af fólki frá öðrum menningarheimum. Allt þetta segir Guðjón hafa verið liði í því að koma á breyttu heimskipulagi þar sem ein alheimsríkisstjórn hafi á endanum átt að ráða för en hann telur þessa áætlun nú vera í uppnámi vegna endurkjörs Donald Trump í forsetaembætti Bandaríkjanna.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Frosti og Ingimar spjalla um nýlegt og umtalað viðtal Samstöðvarinnar við Þorstein V Einarsson og Frosta um karlmennsku á krossgötum. Einnig er rætt um nýjan borgarstjórnarmeirihluta í þessum þætti, ófremdarástand í Breiðholtsskóla sem foreldrar lýsa sem menningarlegu vandamáli, þögn forsvarsmanna RÚV um byrlunar- og símastuldsmálið og aðgerðir Donald Trump á fyrstu vikum hans í embætti. Horfðu á þáttinn í fullri lengd inni á Brotkast.isFáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Brynjar Karl hefur verið áberandi í íslenskri íþróttaumræðu í gegnum tíðina og ekki síst undanfarið. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir hörkulega þjálfunarhætti á stúlkum í körfuknattleik og kallaður m.a. „költ“leiðtogi og ofbeldismaður. Þetta er fyrsta viðtalið sem kona tekur við hann og má segja að við höfum tekið aðeins öðruvísi vinkil á samtalinu en áður hefur verið gert.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/Brotkast er efnisveita þar sem dagskrárgerðarmenn eru óháðir auglýsendum og svara eingöngu til áskrifenda sinna. Þannig bjóðum við upp á heilbrigðari umræðu sem verður ekki nauðbeygð undir háværan hóp róttæklinga á Twitter.Fylgdu okkur á Facebook: https://www.facebook.com/brotkast.is
Fylgdu okkur á YouTube: https://www.youtube.com/@brotkast_
Fylgdu okkur á Instagram: https://www.instagram.com/brotkast.is/
Fylgdu okkur á Twitter: https://twitter.com/brotkasttv
Brotkast á vefnum: https://brotkast.is
-
Brynjar Karl hefur verið áberandi í íslenskri íþróttaumræðu í gegnum tíðina og ekki síst undanfarið. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir hörkulega þjálfunarhætti á stúlkum í körfuknattleik og kallaður m.a. „költ“leiðtogi og ofbeldismaður. Þetta er fyrsta viðtalið sem kona tekur við hann og má segja að við höfum tekið aðeins öðruvísi vinkil á samtalinu en áður hefur verið gert.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
- Visa fler