Avsnitt
-
Heilbrigðri skynsemi mótmælt í íslenskum fjölmiðlum
Tilkynning um komu kanadíska fræðimannsins Gad Saad til Íslands hefur vakið upp hörð viðbrögð hjá róttækum rétttrúnaðarseggjum sem hvetja til sniðgöngu og mótmæla gegn viðburðinum. Vókið er sem sagt ekki alveg dautt þó dauðakippirnir séu farnir að gera vart við sig. Við ræðum einnig um bandaríska reglugerð gegn mismunun sem Íslendingar hafa miklar áhyggjur af, þroskaferil Snorra Mássonar, veðmálastarfsemi á Íslandi, hryðjuverkaógn hægri öfgamanna og aðvaranir Landlæknis gegn sýningu Adolescence þáttanna í íslenskum skólum. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/ -
Ritstjórarnir, þeir Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson, rýna í kristalskúlu heimsviðskiptanna þar sem tollastefna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta mótar umhverfið þessa dagana. Hvernig endar tollastríðið og hvað er planið, erum við að tala um samningatækni eða tekjuöflun? Allt hefur þetta skapað miklar sveiflur og taugaveiklun á hlutabréfa- og hrávörumörkum en ritstjórarnir láta sér ekki bregða og kryfja málið á sinn einstaka hátt.
Þá komu tveir góðir gestir, þau Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem var kosinn formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á aðalfundi samtakanna síðasta föstudag og María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans. Guðmundur hefur miklar efasemdir um hækkun á auðlindaskatti eins og ný ríkisstjórn setur málið upp núna og kemur með áhugaverð rök með vísun í lagabreytingar og þróun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Fáir eða engir þekkja þá sögu betur. Í seinni hluta þáttarins kemur María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans, en hún er búin að ráðast í mikla stefnumótunarvinnu enda kallaði sala á grunnkerfum Símans á slíkt. Verkfræðingurinn María Björk er nýr stjórnandi í Kauphöllinni og hefur áhugaverða sýn á hlutverk stjórnandans. Stútfullur þáttur að venju. -
Saknas det avsnitt?
-
Leifur Dagfinnsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda kvikmyndafyrirtækisins Truenorth, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Vöxtur Truenorth hefur verið mikill á undanförnu árum og veltir fyrirtækið orðið mörgum milljörðum ár hvert. Kvikmyndaverkefni á borð við Star Wars, Batman Begins, Flags of Our Fathers, Die Another Day, Lara Croft: Tomb Raider, Prometheus, Oblivion, Noah, The Secret Life of Walter Mitty og True Detective hafa að sögn Leifs ekki bara lift íslenskum kvikmyndaiðnaði upp á hærra plan heldur hafa verkefnin einnig skapað þjóðarbúinu gríðarlegar útflutningstekjur sem svo margfaldist þegar þær komist í virkni í íslenska hagkerfinu. Leifur varar þess vegna sterklega við hugmyndum um skerðingar á endurgreiðslum til kvikmyndagerðar sem hafa verið boðaðar og segir það muna verða á kostnað íslenskra hagsmuna og tækifæra.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Vók-hugmyndafræðin hefur sýkt vinstrið og frjálslyndisstefnur meira en nokkuð annað og vinstrimenn sem ekki átta sig á þeim skaða sem vókið hefur valdið þurfa að fara í rækilega naflaskoðun. Í þætti dagsins ræðum við innlegg Sólveigar Önnu hjá Eflingu inn í þessa umræðu og tökum fyrir helstu fréttamál síðustu daga.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Páll Steingrímsson lenti í lífshættu árið 2021 þegar hann segir að honum hafi verið byrlað svefnlyf sem varð honum næstum að bana. Málavöxtu eru með sannkölluðum ólíkindum og Páll kom til að deila með okkur nýjustu framvindu mála.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir að félagið sé rekið sem arðgreiðslufélag til hluthafa ásamt afsláttum og endurgreiðslum til viðskiptavina. Einbeitingin sé á vátryggingastarfsemina sem skilað hafi góðum árangri og hafi félagið aukið hlut sinn á tryggingamarkaðnum og er það fyrst og fremst innri vöxtur. Samkeppnin við VÍS, TM og Vörð sé mikil en tvö þessara félaga eru í eigu bankanna, þ.e. TM og Vörður. Hann fer yfir 10 ára sögu Sjóvá í Kauphöllinni.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Frosti Sigurjónsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann er ósammála fullyrðingum um að lofstlagsmál eigi að vera mikilvægustu verkefni stjórnmálanna í dag eins og margir hafa viljað halda fram. Frosti vill reyndar meina að ekkert neyðarástand ríki í þeim málaflokki og segir hvern þann sem skoði gögnin eiga að geta séð það. Í þessu viðtali fer hann yfir ýmsar áhugverðar staðreyndir í þessum málum og ræðir um hvernig hann telur skynsamlegast að nálgast þessi mál.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Við ræðum um þá áhugaverðu staðreynd að útilokun Marine Le Pen frá stjórnmálum í Frakklandi teljist mikið fagnarefni hjá frjálslyndum lýðræðisöflum í Evrópu. Þá spjöllum við líka um áhuga Donald Trump á Grænlandi og hvort það hafi einhverja þýðingu fyrir Ísland. Einnig tölum við um þá skoðun ákveðinna sérfræðinga að sumar bólusetningar geti valdið fæðuofnæmi og veltum fyrir okkur hvers vegna vísindamenn ákváðu að sturta trúverðugleika sínum í ræsið með því að hafna alfarið kenningunnu um rannsóknarstofuleka í Wuhan. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Ritstjórarnir, þeir Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson, fara yfir þróunina í síðustu viku en ársverðbólgan fór inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans nú í mars í fyrsta sinn síðan í desember 2020 og hjaðnar hraðar en greiningaraðilar gera ráð fyrir. Um leið er atvinnuleysið að aukast og ljóst að Seðlabankinn þarf ekki að berjast við þenslu í hagkerfinu og getur því lækkað vexti hraðar en ella. Fjárfestar þurfa gjarnan á súrefni að halda þessa dagana.
Þá kom Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood International (ISI), í heimsókn en félagið var með aðalfund sinn í vikunni. Greina má verulegan umsnúning á rekstri félagsins en um leið er sótt hart að sjávarútveginum með nýrri skattlagningu. Ægir Páll hefur áratuga reynslu af rekstri og ráðgjöf í sjávarútvegi og fer yfir helstu vendingar.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Það er ekki af ástæðulausu að fólki virðist misboðið vegna umfjöllunnar Ríkisútvarpsins um barnamálaráðherra, Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Vísbendingar eru um að fréttin hafi verið sett upp með þeim hætti að skaðinn yrði helst meiri en tilefni stóðu til. Í þessum þætti fjöllum við líka um feðraveldið í Háskóla Íslands, aukna skattheimtu á sjávarútveg, starfslokasamninga úr sameiginlegum sjóðum og förum á dýptina í stóra eltihrellismálinu. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Íris Helga Jónatansdóttir, sem sökuð hefur verið um að eltihrella minnst 9 manneskjur og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, hafnar öllum ásökunum og segir mennina sem hafi sakað sig um slíkt í raun vera hina brotlegu. Einn manninn segir hún hafa leitað á tólf ára dóttur sína og misnotað. Myndband sem sýni hana fyrir utan heima hjá honum þar sem hún lætur öllum illum látum og sparkar í bíl hans hafi í raun verið tekið upp þegar hún hafi farið þangað til að ræða við hann um það mál. Hún vill meina að þetta sé rótin að því að fjöldi fólks hafi tekið sig saman um að reyna ná henni niður og að hún sé þannig fórnarlamb svæsinnar rógsherferðar. Íris Helga tjáir sig um ásakanirnar og leggur öll spilin á borðið í mögnuðu viðtali.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Foreldrar leikskólabarna eru á einu máli um að starf leikskólakennarans er það mikilvægasta á íslenskum vinnumarkaði. Stjórnmálamenn þyrftu að gera sér grein fyrir þessu og forgangsraða fjármunum sveitarfélaga eftir því. Í þætti dagsins ræðum við einnig um foreldraútilokun, bardagakappann Gunnar Nelson og Vegan-Trans hryðjuverkamenn sem sækja í sig veðrið beggja vegna Atlantsála. Ekki missa af Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Við ræðum við hana um nokkur af helstu fréttamálum síðustu daga eins og afsögn barnamálaráðherra, ófremdarástand í Breiðholtsskóla og áherslur ríkisstjórnarinnar í varnarmálum í tengslum við breytta stöðu á sviði alþjóðamála.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Hagstofan var að birta tölur um að tekjujöfnuður hins opinbera var neikvæður um 160,8 milljarða króna árið 2024. Útgjöld hins opinbera aukast hraðar en tekjur samhliða aukinni skuldsetningu og nema nú 46,3% af landsframleiðslu samanborið við 45,3% árið 2023. Gengur þetta eða verður að hætta við Borgarlínuna?
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Hneykslismál skekur ríkisstjórn Íslands en fókusinn í því er rangur. Stóri skandalinn er auðvitað tálmunin sem olli því að lítill drengur fékk ekki að kynnast blóðföður sínum af því mamman kærði sig ekki um það. Flokkur fólksins hefur sem betur fer talað gegn tálmunarofbeldi en núna virðist sá málaflokkur ekki vera þeim jafn mikið hjartans mál. Við ræðum þetta og önnur fréttamál líðandi stundar í Harmageddon þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Einar Ágúst Víðisson er kannski þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Skítamóral um árabil, en líf hans hefur ekki bara verið frægð og glamúr. Í þætti dagsins segir hann okkur frá uppvextinum, tónlistinni, trúnni, áföllum og fleira.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Í þættum fara þeir Dagur og Óli yfir tannlæknasögur, tannkrem, geimskip og margt fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
- Visa fler