Afsakið er hlaðvarp þar sem fjórar stelpukonur neita að biðjast afsökunar á því að vera þær sjálfar. Hér er (næstum) allt sett á yfirborðið – allt frá þeirra hjartans málum til hversdagslegra vangaveltna. Þessar stelpukonur eiga það til að taka beygjur sem enginn gat séð fyrir . Þær skirrast ekki við að taka upp hanskann fyrir þeim sem minna mega sín og nota húmorinn sem skjöld gegn því sem er ekki á rétta vog vegið í okkar óútreiknanlega samfélagi. „Ég get ekki staðið í því“ og „það hef ég alltaf sagt“ eru þeirra bráðsnjöllu tilsvör þegar þær reyna að koma á fullkomnu jafnrétti & bíða tjóns á sálu sinni í kjölfar Tinder hremminga.