Avsnitt
-
Halldóra var rétt um tvítugt þegar hún byrjaði að grána og nennur ekki að lita á sér hárið. Einu sinni hljóp kona þvert yfir götu til að ráða henni heilt í þeim efnum. Steinunni finnst svo leiðinlegt á hárgreiðslustofum að hún óskar þess að klippingu væri hægt að fá undir svæfingu. Hvernig stendur á því að börn eru svona treg að hjálpa til, eru þau kannski bara útgáfur af okkur sjálfum það er eru þau bara við sjálf að vera löt. Ljósverur og handanheimatröll koma við sögu enda er ekki allt sem sýnist.
-
Í þessum þætti er það ástin og augun og ástin í augunum. Hvað má sjá í augum þeirra sem eldri eru...? Steina heldur að hún gæti verið dóttir leikarans Marty Feldman af því að hún er með svo útstæð augu en Dóra er örugglega dóttir foreldra sinna. Steina kann ljóð utan að sem Dóra kann ekki en það kemur ekki að sök því þær hafa báðar fengið hrós fyrir að vera vel máli farnar. Er hægt að fá verðlaun fyrir hlaðvarpsmálfar? þær vilja keppa í því!
-
Saknas det avsnitt?
-
Dísa Ljósálfur var mikill örlagavaldur í lífi Steinunnar Ólínu enda sólgin í drama en eru þær bækur sem við lásum í æsku áhrifavaldar í lífi okkar sem fullorðinna kvenna? Dóru er tíðrætt um froska og glæpastorka...verðum við ekki að læra að skilja og elska glæpadýr líka, því erum við ekki öll bæði vond og góð? Steinunn og Halldóra eru alveg sammála um eitt; það er glatað að láta klippa af sér vængina, því við viljum öll fljúga á milli greinanna í veraldarskóginum!
-
Dóra er með hendur ömmu sinnar– en af afhverju vill hún ekki mála sig? Steina þarf að hætta að vera hávær og að misþyrma lyklaborðum en Dóra getur ekki þegar eggin kenna hænunni. Kötturinn Pablo sem er úr Dölunum dregst að ljóðskáldinu Jóhannesi úr Kötlum. Steina er ekki sátt við að þátturinn sé að breytast í virðulegan bókmenntaþátt en Dóru finnst það flott og segist geta klippt út og inn hugsanir og reykelsi í þáttinn.
-
Halldóra dregur upp handbók sem breytti lífi hennar en hún man ekki hvernig. Steinunn vill ekki ná árangri í lífinu. Hvernig á að vera ekki alltaf í viðbragsstöðu ef kötturinn þinn kemur fram við þig eins og þú sért vinnukona. Hvers vegna eru börn nútímans förðunarfræðingar?
-
100.000 erindi er slatti en fólk hafði svosem nægan tíma í eld eld gamla daga. Hvernig er í neðsta víti Dantes? Er maður þar botnfrosinn til eilífðar eða er leið fær til að losna út úr myrkrinu og finna leiðina í paradís. Smá átök en upprisan er freistandi og mannbætandi. Í ilmvötnum eru olíur sem leiða aðrar olíur og gera það að verkum að ilmvötn endast og endast á manni. Kannski á maður að fara í gegnum helvíti með ilmvatn?
-
Jesúbarnið er um það bil að fæðast undir Úranusi og vitringarnir eru stressaðir. Vill María gull, reykelsi og myrru eða vill hún kannski bara fá að vera í friði? Það er ekki gaman að vera fastur í hvalsmaga, það veit Jónas öðrum betur. Kynæsandi örleikrit dregur fram hliðar í persónuleika Halldóru sem ekki hafa sést áður. Steinunn spyr hvernig það hefði verið, hefði Oliver Twist verið Guðmundsson.
-
Gætu Íslendingar vanist því að hafna búningum lífsins og ganga um naktir? Matvöruverslanir á föstudegi, sjáið þetta fyrir ykkur? Tæknihornið hefur göngu sína því þegar konur sem eru búnar með einn þriðja af ævinni búa til podcast þurfa þær að gefa sig tækninni gjörsamlega á vald. Dóra deilir reynslusögu sem má ekki fara lengra. Hvað getum við lært af frumbyggjaþjóðum? Allt og meira til.
-
Í þessum þætti eru sálfræðingshæfileikar katta ræddir því heimili án katta er eins og spítali án hjúkrunarfræðinga. Steinunni dreymdi um að vera tökubarn og Halldóra ætlar að standa fyrir hópfjármögnun fyrir vísindagrein sem staðfestir með óyggjandi rökum að hún sé besta leikkona í heimi. Eru öll dýrin í skóginum vinir, já þangað til þeir taka upp á því að éta vini sína. Eru þau þá samt ennþá vinir? Ekki gott að segja.
-
Í þessum þætti ræða þær Steinunn Ólína og Halldóra mikilvægi þess að draga andann, nokkuð sem flestir gera hugsunarlaust. það kemur í ljós að áralangt svefnleysi Steinunnar stafaði af nálægð við hræðilega bók sem olli straumhvörfum í mannkynssögunni en hvað á að gera við hræðilegar skruddur, brenna þær, éta þær, selja þær eða...vá nú er vandi á höndum.
ATH! Óheimilt er að skrifa fréttir fyrir vef- og fréttamiðla upp úr þessum þáttum nema að fengnu leyfi og í samráði við þáttastjórnendur. -
Í þessum þætti podcastsins – Á ég að hend'enni – drekka þær vinkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína, sparneytið myntuvatn, þvælast um S-Afríku og Los Angeles, ræða barnauppeldi eða kannski ofeldi og kafa ofaní bókaskápa hvor annarrar þar sem bók Trevor Noah, Glæpur við fæðingu, kemur við sögu. ATH! Óheimilt er að vinna fréttir upp úr efni þáttanna fyrir prent eða netmiðla án samráðs og samþykkis þáttastjórnenda.
-
Fyrsti þáttur kemur út á miðvikudaginn 6. nóv!