Spelade

  • Rapparinn Vigdís Howser Harðardóttir, sem gengur undir listanafninu Fever Dream flutti frá Berlín til Íslands eftir að hafa fengið nóg af “Partý Berlín” í bili. Vigdís var einnig meðlimur í Reykjavíkur dætrum þar og túruðu þær um allan heim. Hún segir vanta allt pönk í íslenskan feminisma. Við ræðum aðeins afhverju Vigdís hætti í Reykjavíkurdætrum, white feminism, ofbeldi í æsku og fl.

  • Vítalía er 24 ára og var í ástarsambandi með 48 ára gömlum giftum manni í 16 mánuði. Þau kynntust í ræktinni þegar hún var hjá honum í einkaþjálfun. Vítalía segist hafa litið upp til hans áður en þau kynntust enda þjóðþekktur maður og vel liðin í samfélaginu. Fyrir rúmu ári síðan bauð hann henni í bústað og setti hana í aðstæður þar sem hún sat hún nakin í heita potti með fjórum háttsettum eldri mönnnum í heita pott. Þar burtu þeir á henni og troðið var puttum upp í rass. Hún var frelsissvipt og gerðir hlutir sem engin vill lenda í. Hún segir einnig frá öðru broti sem átti sér stað á þessu ári þar sem hann hleypir vini sínum inn á hótelherbergi og leyfir honum að snerta hana og gera hluti við hana gegn því að þessi vinur myndi ekki segja frá framhjáhaldinu. Vítalía talar um að hafa verið seld út eins og brúða til þess að kæmist ekki upp um hann. Þessir menn, sem birtast reglulega í sjónvarpinu, sitja í stjórn í stórum félögu, feður jafnaldra hennar og yfir 50 ára gamlir. Hvar er ábyrgðin? Hvar er siðferðið? Hvaða viðbjóður er þetta? Finnst ykkur þetta eðlilegt? Þið ættuð að skammast ykkar og segja af ykkur.

  • Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

    Ásdís María eða betur þekkt sem The Icelandic Stallion á Twitter og Instagram. Hún var 15 ára þegar hún byrjaði í ofbeldissambandi, en þau voru jafn gömul. Ásdís byrjaði í nýjum skóla og talar um að hafa byrjað með “vinsæla” stráknum til þess að fitta inn í. Þau eru ekki saman í dag en Ásdís er ennþá í dag að fá skilaboð frá stelpum sem vilja losna undan honum eða hafa verið í ofbeldissambandi með honum. Hann var 15 ára þegar hann byrjaði að beita hana líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Hann vissi hvar hann átti að sparka í hana svo krakkarnir í skólanum myndu ekki taka eftir því. Hún þurfti að vinna sér inn fyrir knúsi og hann refsaði henni með því að þvinga hana til kynferðislegra athafna. Þrátt fyrir að hann hafi verið einungis 15 ára að þá byrjaði hann snemma að brjóta hana niður og telja henni trú um að hún væri einskis virði. Við ræðum aðeins hvernig skólakerfið brást henni og hvort betri fræðsla hefði jafnvel getað hjálpað henni og honum.

  • Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur  

    TW: Lilja Hrönn er leiðbeinandi á Stígamótum. Eftir að hafa verið í löngu ofbeldissambandi fór hún að vinna í sér, varð leiðbeinandi á stígamótum en festist síðan í öðru ofbeldissambandi. Hún talar um skömmina sem felst í því að lenda í öðru ofbeldissamband eftir að hafa verið búin að vinna í sér. Hún kynntist fyrsta kærastanum sínum þegar hún var 17 ára og voru þau saman í tvö ár. Lilja varð fyrir miklu einelti í skóla og var sjálfsmynd hennar mjög brotin. Ofbeldissambandið einkenndist af miklu kynferðisofbeldi og var hún þarna til þess að þóknast honum. Hann refsaði henni með því að nauðga henni og lét hana gera hluti sem hún vildi ekki gera. Lilja talar um afleiðingar kláms og hvernig skömmin litar mann af  “hvernig lét ég þetta gerast” og “ég hefði átt að vita betur” .   

    Þátturinn er í boði:  The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is