Spelade
-
Hverjir voru Væringjar og hvernig varð sagnaritun um þá til? Og er Grís gott nafn á sveinbörn? Ármann og Gunnlaugur ræða við Sverri Jakobsson sagnfræðing sem sendir brátt frá sér bók um Væringja og dvelja að mestu í Miklagarði en þó er einnig vikið að Rússum og talið berst að seinasta skipti sem Sverrir og Ármann voru saman á öldum ljósvakans. Þetta er seinasti þáttur Flimtans og fáryrða í bili en orðrómur er í gangi um jólaþátt og jafnvel aðra þáttaröð ef áskoranir verða margar.
-
Ármann og Gunnlaugur ræða hinn mikla herkonung Harald harðráða sem raunar féll ekki á Chelseavellinum heldur Stamford Bridge í Yorkshire (eins og þeir vita báðir í endurupptöku þáttarins) en þó féll hann og það árið 1066. Vanstilling og sovéskur einræðisherra koma einnig við sögu.
-
Hverju verða menn fróðari með því að athuga allar setningar sem hafðar eru eftir Íslendingasagnapersónu í beinni ræðu? Gunnlaugur og Ármann ræða hvað danska heimspekingnum Kierkegaard hefði fundist um Skarphéðin Njálsson og hvort hann sé fyrirmyndin að Mr Bennett í skáldsögu Jane Austen.
-
Hrafnkels saga er fáum öðrum Íslendingasögum lík. Höfundur hefur takmarkaðan áhuga á ættfræði og nennir ekki að lýsa útliti manna en hefur áhuga á nýríkum stjörnulögfræðingum, hefndarþyrstum griðkonum og slyngum skósveinum. En tekst Ármanni að koma Friedrich Nietzsche að í þættinum? Og taka þeir virkilega ekki eftir því að Sámur er hundsnafn? Gunnlaugur og Ármann eru komnir alla leið til Austfjarða sem ævinlega voru of litlir á Íslandskortum fyrri alda.
-
Færeyskan dreng dreymir stóra drauma en þessir færeysku draumaráðendur hugsa ekki nógu hátt. Ármann og Gunnlaugur skyggnast um í sögu Sverris konungs.
-
Hrikaleg óheppni Ála flekks er til umfjöllunar í þessum þætti þar sem meðal annars er rætt hvernig mannssálin endurspeglast í ævintýrinu. Sérstakur gestur er Aðalheiður Guðmundsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands og sérfræðingur um varúlfa.
-
Í sögu dagsins er ekkert kammerorkester eða kamarorghestar en hins vegar mikið kamarorg. Gunnlaugur og Ármann ræða púka og saur í þætti sem aldrei þessu vant er mjög við hæfi barna innan tólf ára.
-
Hún var jafnoki greindustu karlmanna Íslands en fjölmargir lesendur sjá það ekki og Gunnlaugur og Ármann ræða þessa útþurkkun gáfukonu
-
Ýmsum verður ekki kápan úr því klæðinu í þessum þætti. Ármann og Gunnlaugur fá til sín góðan gest, hana Ásdísi Egilsdóttur, og haldið er til hirðar Artúrs konungs.
-
Ekki trúa öllu sem fólk segir um aðra er boðskapur þessa þáttar þegar Gunnlaugur og Ármann ræða meintan drykkjuskap þriggja ára drengs.
-
Gísli Súrsson var bestur í öllu nema kannski á nóttunni. En myndu Ármann og Gunnlaugur ráða bróður hans í vinnu?
-
Frumþátturinn þar sem Ármann og Gunnlaugur kynna leiðarljós hlaðvarpsins og íslensku 10. aldar útgáfuna af Hogwarts.