Spelade
-
Hvað segir ástarsaga Hallfreðar og Kolfinnu okkur um stéttamun á miðöldum? Gunnlaugur og Ármann fá Torfa H. Tulinius í heimsókn og ræða skáldasögur miðalda og hinar miklu vinsældir þeirra. Einnig berst talið að skynsamlegum hjónaböndum.
-
Gísli Súrsson var bestur í öllu nema kannski á nóttunni. En myndu Ármann og Gunnlaugur ráða bróður hans í vinnu?
-
Frumþátturinn þar sem Ármann og Gunnlaugur kynna leiðarljós hlaðvarpsins og íslensku 10. aldar útgáfuna af Hogwarts.
-
Gunnlaugur og Ármann ræða ævintýraleg atvik í Íslendingasögunum, meðal annars söguna af Melkorku sem kom með konunglegt blóð inn í Laxdælaætt. Jafnframt um óhugnanlega þrælamarkaði í Danmörku á 10. öld og hvort Gilli hinn gerski sé hliðstæða Watto úr Stjörnustríði.