Avsnitt
-
Laugardagur 15. febrúar
Heimsmyndir - Valur Arnarson
Valur Arnarson verkfræðingur og net-aktívisti kom í þáttinn að spjalla um umræðumenninguna í netheimum og vókið. Þeir Kristinn reyndu að segja allskyns hættulega hluti og verða argir og rífast, en þetta varð ósköp vinalegt spjall. -
Fimmtudagur 13. febrúar
Sjávarútvegsspjallið - 39. þáttur
Grétar Mar og Ólafur Jónsson (Óli ufsi) fá til sín Gísla Reynisson sem heflur úti vefnum aflafrettir.is -
Saknas det avsnitt?
-
Miðvikudagur 12. febrúar
Sósíalísk stjórnarandstaða - 4. þáttur
Í þættinum í kvöld er gestur þáttarins Atli Þór Fanndal, verkefnastjóri Háskólans á Bifröst. Við stikluðum á stóru um glundroðann í borginni og fórum meðal annars yfir sögu Framsóknar í borginni, viðræður oddvita flokkanna sem leggja allt kapp á að mynda nýjan meirihluta og vonina á bættu ástandi í borginni með velferð borgarbúa í fyrirrúmi. -
Fimmtudagur 13. febrúar
Grimmi og Snar #34 - Kassinn þarf hjálp 📦
Heiða Vigdís Sigfúsdóttir kom í Grimma og Snar og master multitaskaði á skrifstofunni 🥷💻 -
Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og fyrrum þingkona ræðir um lífið og leikhúsið, uppvöxt og þroska, feminisma, pólitík, átök og sigra.
-
Föstudagur 14. febrúar
Vikuskammtur: Vika 7
Efnistök að þessu sinni verða, á meðal annars, sviptingar í borginni, ofbeldi í barnaskóla, brim við Þorlákshöfn, Guðrún Hafsteinsdóttir, Trump, Pútín, Úkraína, vopnahlé á Gaza, Kendrick Lamar og Superbowl ofl. Til leiks mæta þau Daníel Thor Bjarnason þroskaþjálfi, Anita DaSilva, úr ungliðahreyfingu sósíalista, Laufey Líndal, tæknimaður og Valgerður Árnadóttir, fyrrverandi varaþingmaður Pírata og dýravinur -
Fimmtudagur 13. febrúar
Breiðholt, harka í íþróttum, Hafró, ljóð, karlmennska og breytingarskeiðið
Hermann Austmar, faðir stúlku í Breiðholtsskóla, segir frá ógnarástandi í skólanum, en margir nemendur treysta sér ekki til að mæta í skólann. Darina Andreys, Hanna Þráinsdóttir og Dzana Crnac spila körfubolta með Aþenu, íþróttafélagi sem Brynjar Karl Sigurðsson veitir forstöðu, þjálfari sem er gagnrýndur fyrir yfirgang og dónaskap gagnvart leikmönnum. Hvað segja stelpurnar? Sá þingmaður sem hefur verið einna mest á milli tanna fólksins í landinu, Sigurjón Þórðarson, mætir á Samstöðina í kvöld og ræðir sjávarútveg, Hafró og fleiri mál ásamt Grétari Mar Jónssyni. Skáldkonan Margrét Lóa kemur að Rauða borðinu í bókaspjall við Vigdísi Grímsdóttur og Oddnýju Eir. Þær fara yfir fjörutíu ára feril skáldkonunnar í ljóðum, hún segir frá nýjustu bók sinni, verðlaunaritinu Pólstjarnan leiðir okkur heim og sýnir okkur hinar ljóðabækurnar sem margar eru bókverk. Ævar Þór Benediktsson þýðandi og leikari og Hilmir Jensson leikstjóri koma og segja frá leikritinu Kapteini Frábærum, sem fjallar um karlmennsku og sorg. Í lokin kemur Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona og segir okkur frá því þegar hún veiktist, hvers vegna hún gat ekki sungið og hvernig hún fann röddina aftur. -
Miðvikudagur 12. febrúar
Spilling, öryggi, pólitík, jaðarljóð, klassík, brúarsmíði og heilnæmi
Þorvaldur Logason stjórnarformaður Transparency, Jóhann Hauksson blaðamaður og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur eru sammála um að mæliskekkja hafi verið gerð varðandi spillingu á Íslandi fremur en að spilling sé á undanhaldi. Valur Ingimundarson prófessor ræðir öryggismál Evrópu í ljósi ummæla og stefnu Donald Trump. Sigurjón Magnús fær til sín reynslubolta að ræða daginn og veginn: Drífa Sigfúsdóttir varaformaður Landssambands eldri borgara, Ólafur Þ. Harðarson prófessor og Arnar Björnsson fréttamaður fara yfir stöðuna. Þorbera Fjölnisdóttir, varaformaður NPA miðstöðvar og Sigríður Jónsdóttir, aktivisti, listakona, liðskonur Tabú, femínískrar fötlunarhreyfingar, koma að Rauða borðinu og segja okkur frá Ljóðakvöldi RVK Poetics #17: Frá hjartarótum: Skrif eftir fatlaðar konur og jaðarsett kyn. Tónlistarnemarnir Sól Björnsdóttir og Sóley Lóa Smáradóttir taka á móti Hildigunni Halldórsdóttir fiðluleikara og Helga Jónssyni slagverkskennara og ræða tónlist og tónlistarkennslu. Auður Aðalsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit og Svartárkotssysturnar Sigurlína Tryggvadóttir og Guðrún S. Tryggvadóttir, sauðfjár og ferðaþjónustubændur, huldukonur í stjórn Huldu-Náttúruhugvísindaseturs, ræða um brúarsmíðina til framtíðar. Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur og umhverfissinni og Guðrún Birna le Sage, framkvæmdastjóri SUM og verkefnastjóri Pietasamtakanna segja okkur frá Samtökum um áhrif umhverfis á heilsu, helstu ógnum og mikilvægi heilnæms umhverfis fyrir okkur öll. -
Þriðjudagur 11. febrúar
Stjórnmálaátök, karlmennska, íslenskan, réttindi fatlaðra, píanókeppni og Marmarabörn
Við ræðum um stjórnmálaátökin á þinginu og í borgarstjórn, Ágúst Bjarni Garðarsson, fráfarandi þingmaður, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor, Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður spjalla við Sigurjón Magnús. María Lilja veltir fyrir sér karlmensku á krossgötum og fær til sín turnana tvo Frosta Logason, fjölmiðlamann og Þorstein V. Einarsson, kynjafræðing sem hafa tekist á í gegnum árin og þau leita af samnefnara til að bæta megi líðan karla í samfélaginu og mögulega spyrna gegn ofbeldi. Við ræðum um ögrandi áskorun varðandi innflytjendur á Íslandi: Tölum fokking íslensku. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, almannakennari og aðjúnkt í HÍ kemur frá Ísafirði og segir okkur frá afstöðu sinni til íslensku sem annars máls, ræðir hugtakið almannakennari og mikilvægi samfélagslegrar þátttöku í máltileinkun í spjalli við Oddnýju Eir. Brandur Bryndísarson Karlsson lamaðist fyrir neðan háls fyrir rúmum tíu árum síðan. Hann er í dag mikill baráttumaður fyrir réttindum fatlaðra milli þess sem hann sinnir myndlistinni og ferðast en hann er nýkominn heim eftir að hafa ferðast um Nepal öðru sinni. Brandur ræðir takmarkanir vegna fötlunar, myndlistina og ferðalög við Maríu Lilju. EPTA-píanókeppninni sem átti að halda í næsta mánuði í Salnum í Kópavogi hefur verið frestað með skömmum fyrirvara vegna peningaskorts og hringlandaháttar stjórnvalda. Þrír píanókennarar sem allir tengjast keppninni, Ólöf Jónsdóttir, Kristinn Örn Kristinsson og Birna Hallgrímsdóttir ræða málin við Björn Þorláksson. Marmarabörnin Sig¬urð-ur Ar¬ent Jóns¬son og Saga Kjerúlf Sigurðardóttir ræða við Gunnar Smára um sýninguna Árið án sumars, dans-tilraunaleikhús á stóra sviði Borgarleikhússins. -
Fimmtudagur 10. febrúar
Borgarpólitíkin, stefnuræða Kristrúnar, voðaverk í Svíþjóð, fjölmiðlar, Þorsteinn Pálsson og raddir almennings
Við hefjum leik á greiningu á stefnuræðu hins unga forsætisráðherra á Alþingi, Kristrúnar Frostadóttur.
Fjallað verður um síðustu vendingar í stöðu borgarmálanna eftir að Einar Þorsteinsson framdi valdarán gegn sjálfum sér eins og einhver orðaði það. Munu sósíalistar hreppa borgarstjórastólastól Einars er ein spurningin.
Jón Óðinn Waage er Akureyringur sem býr í Svíþjóð. Hann lýsir hvernig nánast tilviljun bjargaði því að dóttir hans slapp við að lenda í skotlínu fjöldamorðingjans í Örebro.
Hundingjarnir fara á stjá og ræða um stjórnmál á götum úti. Að þessu sinni fær fólkið í borginni að pæla í borgarstjórninni og nýjum borgarstjóra.
Hinn gamalreyndi Sigurjón Magnús Egilsson ræðir við fyrrum forsætisráðherra, Þorstein Pálsson um pólitík og þjóðfélagið.
Og Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki, sem er ekki á facebook, upplýsir hvers vegna - samhliða því að fjalla um ýmis siðferðisleg álitamál er varða fjölmiðla og stjórnmálafólk.
Rauða borðið hefst á Samstöðinni klukkan 20 í kvöld – í beinni útsendingu. -
Sunnudagurinn 9. febrúar
Synir Egils: Upplausn, plott, átök og óöryggi
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambandsins, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi og Svandís Svavarsdóttir formaður Vg og fara yfir viðburðaríka fréttaviku og ræða stöðu stjórnmála og efnahagsmála. Þeir bræður taka púlsinn á pólitíkinni en fá síðan góðan hóp til að ræða stöðuna í utanríkis- og varnarmálum: Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, Sóley Kaldal öryggisverkfræðingur og stjórnarmaður í Varðbergi, Stefán Pálsson sagnfræðingur og stjórnarmaður í Samtökum hernaðarandstæðinga og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingkona og fyrrum utanríkisráðherra meta stöðuna, ekki síst út frá orðum og stefnu Donalds Trump. -
Sigurður Gylfi Magnússon, sagnfræðingur segir okkur frá lífi sínu í einsögufræðum og ást, eldmóði, átökum, skáldskap og skynjun, frá hundalílfi og hamskiptum.
-
Föstudagur 7. febrúar
Vikuskammtur: Vika 6
Við förum um víðan völl enda umfangsmikil fréttavika. Trump og Gaza og Trump og transfólk. Svo kom þing saman, óveður, Halla forseti og Auschwitz, fjöldamorð í Svíþjóð, 75% hælisleitenda frá Úkraínu, Kennarar og flugvöllurinn svo fátt eitt sé nefnt.
Gestir eru þau Björg Eva Erlendsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Katla Ásgeirsdóttir og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir -
Fimmtudagur 6. febrúar
Sjávarútvegsspjallið - 38. þáttur
Grétar Mar fær til sín Þórberg Torfason sem segir frá störfum sínum, m.a. fyrir Hafrannsóknarstofnun og Fiskistofu. -
Fimmtudagur 6. febrúar
Nauðungarvistun, Prójekt 2025, fötlun og menning, Radíó Gaza og bókaspjall
Í upphafi þáttar verður Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, gestur Sigurjóns í beinni útsendingu. Magga Stína Blöndal, tónlistakona mætir til leiks ásamt Sigtryggi Jóhannssyni, ljósmyndara en þau eru sérstaklega fróð um málefni Gaza. Þau ræða fréttir af Bandaríkjaforseta sem hyggst nú ásamt ísraelskum stjórnvöldum flytja fólk af Gaza svæðinu til að útbúa þar lúxus-nýlendu. Arna Magnea Danks, transfréttaritari Rauða borðsins segir okkur hinsegin fréttir og frá hinu lífshættulega trömpíska prójekti 2025. Anna Rós Árnadóttir, ný rödd í ljóðaheiminum sem hlaut ljóðstaf Jóns úr Vör og Anton Helgi Jónsson sem þekkir verðlaunin vel, bæði sem verðlaunahafi og dómnefndarmaður, mæta í bókaspjall við Rauða borðið og ræða um verðlaun og ljóð og lífið. Rannveig Traustadóttir, prófessor emerita í fötlunarfræðum við HÍ kemur í lok þáttar til Maríu Lilju og ræðir menningarhátíðina Uppskeru og almennt um listir, fötlun og fræði -
Miðvikudagur 5. febrúar
Spilling, vítissódi, vextir, leiklist, reynsluboltar og neytendamál
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, kemur og bregst við stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Er til góðs að ný ríkisstjórn leggi fram nýtt búvörufrumvarp? Breki svarar því. Sigurjón Magnús Egilsson fær landslið reynslubolta til að ræða ýmis mál. Þau Jakob Frímann Magnússon, Erna Indriðadóttir, fyrrum fréttakona og Einar Kárason rithöfundur láta gamminn geysa – ekki missa af því. Einnig verður áhugaverð menningarumfjöllun í þættinum. Gunnar Smári ræðir við Björk Jakobsdóttur leikstjóra, Óla Gunnar Gunnarsson leikara og handritshöfund og Vigdísi Höllu Birgisdóttur leikkonu. Leikverkið Tóm hamingja verður til umfjöllunar, leikrit sem Gaflaraleikhúsið hefur sett upp í Borgarleikhúsinu. Þorvaldur Logason heimspekingur og rithöfundur og Hallfríður Þórarinsdóttir doktor í menningarmannfræði koma og ræða hvaða áhrif geta orðið af umfjöllun um spillingu á þessu litla og skrýtna skeri okkar. Þorvaldur er höfundur Eimreiðarelítunnar, sem vakið hefur mikla athygli. Við endum Rauða borðið á áhugaverðu deilumáli í Hvalfirði. Þar á að setja mikið magn af vítissóda í sjóinn innan skamms og sýnist sitt hverjum um ágæti þess. Haraldur Eiríksson sem hefur hagsmuna að gæta kemur og ræðir við okkur. -
Miðvikudagur 5. febrúar
Sósíalísk stjórnarandstaða - 3. þáttur
Í þættinum í kvöld fáum við til okkar Kjartan Þór Ingason, verkefnastjóra hjá Réttindasamtökum ÖBÍ, og Maríu Pétursdóttur, formann húsnæðishóps ÖBÍ. Þau eru höfundar skýrslu um húsnæðismál fatlaðs fólks, sem kom út í nóvember árið 2023. Stiklað verður á stóru um stöðu fatlaðs fólks á húsnæðismarkaðnum og hvers má vænta af nýrri ríkisstjórn í málaflokknum þegar litið er til nýútgefinnar málefnaskrár hennar. -
Þriðjudagur 4. febrúar
Valdaumskipti á Alþingi, þýskar kosningar, hinsegin barátta, listir, trúmál og öryggi barna
Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrum þingkona greinir þau miklu umskipti sem hafa orðið í valdatafli landsmanna með því að flokkar sem vanir eru að sitja í ríkisstjórn eru nú í stjórnarandstöðu og öfugt. Alþingi var sett í dag. Við höldum áfram að ræða um trúmál og fáum til okkar fulltrúa andans að Rauða borðinu, Davíð Þór Jónsson þjóðkirkjuprest og Sverri Agnarsson, fjölmiðlaráðgjafa og múslima. Þau ræða meðal annars aukna kirkjusókn, fordóma gagnvart trúarbrögðum, einn guð og feðraveldið. Auðunn Arnórsson stjórnmálafræðingur fer yfir stöðuna í þýskum stjórnmálum í aðdraganda kosninga. Auður Magndís, Ugla Stefanía og Íris Ellenberger ræða bakslag í hinsegin baráttu. Herdís Storgaard fjallar um öryggi barna og viðureignir við kerfið. Ólöf Ingólfsdóttir dansari og söngvari segir okkur frá endurkomu sinni í listina og ræðir verk sitt Eitthvað um skýin. -
Mánudagur 3. febrúar
Ríkisstjórn, kennaraverkfall, glæpir, rasismi, Mogginn, lágstéttarkona trú og baskavígin
Við byrjum á að fara yfir verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar og fáum síðan forystu kennara til ræða yfirstandandi og komandi verkföll: Haraldur Freyr Gíslason, formaður leikskólakennar, Mjöll Matthúasdóttir, formaður grunnskólakennara, Guðjón Hreinn Hauksson formaður framhaldsskólakennara og Sigrún Grendal formaður tónlistarkennara mæta að Rauða borðinu. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur ræðir um undirheimana og þróun glæpa á Íslandi. Oddný Eir og María Lilja fóru á stúfana og heyrðu hvað fólk á förnum vegi hefur að segja um rasisma, og svo berst talið líka að Grænlandi. Er Morgunblaðið fyrst og fremst í pólitík fremur en sanngjörnum fréttum þessa dagana? Blaðamennirnir Ólafur Arnarson, Jón Ferdinand Esterarson, Oddný Eir Ævarsdóttir og Atli Þór Fanndal ræða málin með Birni Þorláks. Þórey Birgisdóttir leikari og Anna María Tómasdóttir leikstjóra hafa þýtt og staðfært einleikinn Ífigeníu í Ásbrú, sem Þórey leikur snilldarvel í Tjarnarbíói. Verkið fjallar um grimman samtíma okkar, segir sögu stúlku sem við kannski sjáum ekki og viljum ekki sjá. Karlar sækja kirkjuna í auknum mæli, er það jákvæð þróun eða ber það vott um afturhvarf til íhaldsins? María Lilja fær til sín þau Karl Héðinn Kristjánsson og Ingu Auðbjörgu Straumland sem eiga það sameiginlegt að vera forsvarsfólk lífskoðunarfélaga: DíaMat og Siðmenntar. Í Tjarnabíói er annar einleikur um baskavígin, byggður Arisman eftir Tapio Koivukari. Þar fer Elfar Logi Hannesson með hlutverk Jóns lærða sem afhjúpaði glæpa Ara í Ögri (sem Elfar Logi leikur líka). Við fáum hann og dóttur hans, Sunnefu Elfarsdóttur búningahönnuð, ásamt Héðni Birni Ásbjörnssyni formanni Baskasetursins og Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðing til að ræða verkið og fjöldamorðin á baskneskum skipbrotsmönnum. -
Sunnudagurinn 2. febrúar
Synir Egils: Nató-krísan, verkföll, sparnaður, styrkir og VR
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þær Andrea Sigurðardóttir blaðakona á Morgunblaðinu, Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingkona Samfylkingarinnar og Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði og ræða frérttir vikunnar og stjórnmálaástandið. Þeir bræður taka líka púlsinn á pólitíkinni og fá svo frambjóðendur til formanns VR til að ræða félagið, verkalýðsbaráttuna og stöðu launafólks: Bjarni Þór Sigurðsson stjórnarmaður í VR, Flosi Eiríksson viðskiptafræðingur, Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Þorsteinn Skúli Sveinsson sérfræðingur hjá Byko setjast að Rauða borðinu. - Visa fler