Avsnitt
-
Sérfræðingurinn fékk til sín þjálfarateymi Fram, Einar Jónsson og Harald Þorvarðarson til að fara yfir landsliðsvikuna - tvo sigurleiki Íslands gegn Bosníu og Georgíu í undankeppni EM 2026. Einnig var farið yfir úrslitin í 8.umferð Olís-deildar kvenna og rætt um frammistöðu Fram í Olís-deild karla.
-
Ferðalagið á EM 2026 hefst í kvöld þegar strákarnir taka á móti Bosníu. Landsliðsumræða - Olís-deildirnar og Stymmi fer yfir Handborgarann á Grill-inu.
-
Saknas det avsnitt?
-
Stymmi Klippari og Benni Grétars gerðu 9 umferð Olísdeildar Karla upp. Kaldi Brugghús leikmaður umferðarinnar valinn og Skita umferðarinnar á sínum stað. Farið yfir úrslit í Olísdeild kvenna og eru línur í Meistaradeildinni farnar að skýrast?
-
Íslensku félögin geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðu sína í Evrópudeildinni í vikunni. Það styttist í EM kvenna og íslenska kvennalandsliðið vann sterkt landslið Pólverja tvívegis um helgina. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari var í símaviðtali þar sem farið var yfir sviðið. Einnig spáði hann í spilin fyrir 9.umferðina í Olís-deild karla.
-
Strákarnir fóru yfir 8.umferð í Olísdeild Karla, Kaldi leikmaður umferðarinnar var valinn og Skitan var ekki langt undan. Farið var yfir úrslitin í Meistaradeild Evrópu og margt fleira.
-
Farið var yfir ótrúlegan sigur FH á Savehof. Landsliðsumræða með Alla Eyjólfs. Farið yfir Olís-deild kvenna og spáð í spilin fyrir 8.umferðina í Olís-deild karla. Nýr liður hófst í þættinum: Heitustu pörin í Olís-deildunum.
-
Strákarnir fóru yfir 7.umferð Olísdeildar karla. Er landsliðsfyrirliðinn á leiðinni aftur í atvinnumennsku? Fórum yfir úrslit í Olísdeild kvenna og Meistaradeild Evrópu.
-
Þríeykið var mætt og fór yfir Evróputvennuna í Kaplakrikanum. Farið var yfir síðustu umferð í Olís-deild kvenna og hitað upp fyrir næstu umferðir í Olís-deildum karla og kvenna.
-
Farið var yfir 6.umferð í Olís deild karla. Heil umferð er á morgun hjá stelpunum. Kaldi leikmaður umferðarinnar valinn og skitan fór á kunnulegar slóðir. Meistaradeild Evrópu og margt fleira í þætti kvöldsins.
-
Þátturinn um víðan völl stendur heldur betur undir nafni í dag. Evrópudeildin, Olís-deild kvenna, Olís-deild karla, Strákarnir okkar erlendis, hvað er að frétta af landsliðtreyjunum og hvar verður Final4 haldið? Að lokum hringdum við til Noregs þar sem Sigurjón Guðmundsson markvörður Kolstad var á flugvellinum á leið til Frakklands að spila í Meistaradeildinni. Ótrúleg saga.
-
Ponzan, Andri Berg og EuroBelli yfir fyrstu 5 leikina í Olísdeild karla þar sem Gróttumenn sitja á toppnum eins og allir spáðu fyrir tímabil. Karen Knúts er mætt aftur á parketið hjá Fram og spilað var til úrslita í heimsmeistarakeppni félagsliða.
-
Fram eru farnir að gera sig gildandi í toppbaráttunni. FH átti tvo lélega leiki í vikunni en tókst að sækja 4 stig. Strákarnir okkar erlendis og óvænt hetja hjá Kolstad. Hver er þessi Bjarki Jóhannsson hjá Álaborg? Stelpurnar okkar kláruðu æfingarmót í Tékklandi um helgina í undirbúningi sínum fyrir EM 2024.
-
Stymmi Klippari, Ásgeir Jónsson og Benni Grétars fóru yfir fyrstu leikina í 4 umferðinni í Olísdeild Karla. Valsarar unnu loksins sinn fyrsta sigur og Gróttumenn eru á toppnum. ÍR-ingar sýndu að þeir geta gefið öllu liðum í deildinni leik á góðum degi. Hvað er að gerast fyrir norðan?
-
FH hafði betur gegn Haukum í Hafnarfjarðarslagnum sem fór ekki framhjá neinum. Hitað upp fyrir 4.umferðina í Olís-deild karla sem hefst í kvöld. Hverjar hafa skarað framúr í Olís-deild kvenna og Strákarnir okkar erlendis. Kíkt var til ársins 2015 í "Aftur til fortíðar" þegar íþróttasíður Morgunblaðsins voru stútfullar af fréttum um Þjóðaríþróttina.
-
3.umferð Olísdeildar Karla gerð upp með Einari Inga og Nabblanum. Óvænt úrslit í skemmtilegustu deild í heimi þar sem allir virðast getað unnið alla. Olísdeild kvenna er komin í stutt landsleikjahlé og fóru yfir úrslitin í Meistaradeild Evrópu.
-
Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ var í viðtali þar sem farið var yfir Handboltapassann, markaðsmál, landsliðsbúningamálin og meira til. Hitað var upp fyrir 3.umferðina í Olís-deild karla og farið yfir 2.umferðina í Olís-deild kvenna. Að lokum var farið yfir Strákana okkar erlendis.
-
Ponzan, Euro-Belli og Andri Berg fóru um víðan völl í þessum þætti. 2. umferð Olísdeildar karla brotin til mergjar, farið yfir leiki í Olísdeild kvenna, Meistaradeild Evrópu gerð góð skil og meira til!
-
Sérfræðingurinn og Gaupinn settust niður og fóru um víðan völl í þætti dagsins. Olís-deild karla, Olís-deild kvenna, Evrópudeildin, Meistaradeildin, vistaskipti Íslendinga í Evrópu og Evrópurúnturinn.
-
Stymmi Klippari fékk þá Ásgeir Jónsson og Ásgeir Gunnarsson til sín í stúdíó til að fara yfir fyrstu umferðina í Olísdeild karla og kvenna. Félögin virðast flest koma vel undan sumri og eigum við vona á æsispennandi móti í allan vetur.
-
Keppnistímabilið í Olísdeildinni fer af stað í vikunni og Handkastið hefur opinberað spá sína en það þurfti tvær tökur til. Meistarakeppni kvenna fór fram um helgina þar sem Valur hafði betur.
Verið með okkur í allan vetur. - Visa fler