Avsnitt
-
Sérfræðingurinn settist niður með Aroni Kristjánssyni þjálfari Bahrain. Aron þjálfaði íslenska landsliðið árin 2012-2016. Farið var yfir tíma Arons með íslenska landsliðið, tíma sinn með Bahrain auk þess sem spáð var í spilin fyrir HM sem framundan er.
-
Snorri búinn að velja 18 manna hóp og Final four (næstum) klárt
-
Saknas det avsnitt?
-
Síðasta umferðin fyrir jólin í Olísdeild karla gerð upp að undanskildum tveim leikjum. Styttist í stórmót og hvenær spilar FH í bikarnum?
-
Sérfræðingurinn og Ponzan fóru um víðan völl í þættinum. Hvar er hægt að kaupa landsliðstreyjurnar og afhverju er HK - Fjölnir ekki sjónvarpsleikur? Hvar eru allar Spiideo vélarnar sem HSÍ keypti fyrir tímabilið og talað var um að myndu auka gæði sjónvarpsútsendingana í Handboltapassanum með fleiri sjónarhornum? Hvaða landsliðsmaður má alls ekki detta út fyrir HM og fær Svenni Jó. tækifærið á HM? Upphitun fyrir lokaumferðina í Olís-deildinni fyrir Jóla/HM-pásuna og ýmislegt fleira.
-
Olísdeild karla gerð upp með Geira Sly og EuroBella. Kærumál Stjörnunnar komið á fullt og Meistraradeild Evrópu var á sínum stað.
-
Sérfræðingurinn, Klipparinn og Ragnheiður Júlíusdóttir fara yfir EM kvenna. Hverjar gætu hætt og hverjar eru næstar inn? Hverjar gætu farið út og er eitthvað betra að fara út? Spáð var í spilin fyrir 13.umferð Olís-deildar karla sem hefst annað kvöld.
-
Strákarnir gerðu upp 12.umferð í Olísdeildinni. Stelpurnar okkar hófu leik á EM gegn Hollendingum. Það var af nægu að taka í leikjum kvöldsins. Meistaradeildin var á sínum stað og Handkastið kíkti á kosningarnar.
-
Sérfræðingurinn og Stymmi Klippari fóru yfir það allra helsta í handboltanum þessa dagana. Stelpurnar okkar eru að hefja leik. Evrópa er búin þetta árið og rosalega umferð í Olísdeildinni framundan!
-
11.umferð Olísdeildar karla fór fram í kvöld og gerðu strákarnir hana upp. Fyrri umferðin er búin og hvernig standa liðin eftir hana? Stelpurnar okkar voru á ferðinn í Basel í kvöld. Meistaradeildin er komin aftur af stað eftir landsleikjahlé og hvað er að gerast í Magdeburg?
-
Evrópudraumur Vals og FH er úr sögunni þetta tímabilið en Evrópan er galopin hjá kvennaliðum Vals og Hauka. Powaraid bikarinn kominn á fullt og nóg að gera hjá aganefnd HSÍ. Strákarnir fóru aftur til fortíðar og spáðu í 11.umferð Olísdeildar karla.
-
Stymmi, Andri og Ásgeir fóru yfir 10.umferð Olísdeildar karla. Farið var yfir blaðamannafund HSÍ og Olísdeild kvenna var einnig á dagskrá.
-
Sérfræðingurinn, Stymmi klippari og Mikael Nikulásson héldu áfram að kryfja landsliðsmálin. Við ætluðum að fara ræða EM kvennalandsliðshópinn en það var því miður ekki hægt. Hitað var upp fyrir næstu umferðir í Olís-deild kvenna og karla. Mike er síðan kominn með nóg af Handboltapassanum og kallar eftir standard.
-
Sérfræðingurinn fékk til sín þjálfarateymi Fram, Einar Jónsson og Harald Þorvarðarson til að fara yfir landsliðsvikuna - tvo sigurleiki Íslands gegn Bosníu og Georgíu í undankeppni EM 2026. Einnig var farið yfir úrslitin í 8.umferð Olís-deildar kvenna og rætt um frammistöðu Fram í Olís-deild karla.
-
Ferðalagið á EM 2026 hefst í kvöld þegar strákarnir taka á móti Bosníu. Landsliðsumræða - Olís-deildirnar og Stymmi fer yfir Handborgarann á Grill-inu.
-
Stymmi Klippari og Benni Grétars gerðu 9 umferð Olísdeildar Karla upp. Kaldi Brugghús leikmaður umferðarinnar valinn og Skita umferðarinnar á sínum stað. Farið yfir úrslit í Olísdeild kvenna og eru línur í Meistaradeildinni farnar að skýrast?
-
Íslensku félögin geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðu sína í Evrópudeildinni í vikunni. Það styttist í EM kvenna og íslenska kvennalandsliðið vann sterkt landslið Pólverja tvívegis um helgina. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari var í símaviðtali þar sem farið var yfir sviðið. Einnig spáði hann í spilin fyrir 9.umferðina í Olís-deild karla.
-
Strákarnir fóru yfir 8.umferð í Olísdeild Karla, Kaldi leikmaður umferðarinnar var valinn og Skitan var ekki langt undan. Farið var yfir úrslitin í Meistaradeild Evrópu og margt fleira.
-
Farið var yfir ótrúlegan sigur FH á Savehof. Landsliðsumræða með Alla Eyjólfs. Farið yfir Olís-deild kvenna og spáð í spilin fyrir 8.umferðina í Olís-deild karla. Nýr liður hófst í þættinum: Heitustu pörin í Olís-deildunum.
-
Strákarnir fóru yfir 7.umferð Olísdeildar karla. Er landsliðsfyrirliðinn á leiðinni aftur í atvinnumennsku? Fórum yfir úrslit í Olísdeild kvenna og Meistaradeild Evrópu.
-
Þríeykið var mætt og fór yfir Evróputvennuna í Kaplakrikanum. Farið var yfir síðustu umferð í Olís-deild kvenna og hitað upp fyrir næstu umferðir í Olís-deildum karla og kvenna.
- Visa fler