Spelade
-
Einmanaleikinn er áberandi á aðventunni og í þessum aukaþætti af Á vettvangi koma fram sögur af ísköldum einmannaleika á Íslandi. Í seinni hluta þáttarins kom fram ráð um það hvað við getum gert til að berjast gegn einmannaleikanum og sjá fólkið í kringum okkur.
-
„Eigum við að skipta okkur niður í hlutverk. Soffía er á skráningu. Getur þú verið með tímann á taktgreiningum fyrir okkur? Hún er í “arreste” eins og er þannig að viið þurfum að fá hana bara yfir og við bara byrjum að hnoða,“ segir Þórir Bergsson sérfræðingur í bráðalækningum þegar hann undirbýr komu sjúklings í hjartastoppi á bráðamóttökuna. Í fjóra mánuði hefur Jóhannes Kr. Kristjánsson verið á vettvangi bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í þáttaröðinni Á vettvangi sem unnin er fyrir Heimildina veitir hann einstaka innsýn inn í starfsemi bráðamóttökunnar, þar sem líf og heilsa einstaklinga er undir.
-
Í fjóra mánuði hefur Jóhannes Kr. Kristjánsson verið á vettvangi bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í þáttaröðinni Á vettvangi sem unnin er fyrir Heimildina veitir hann einstaka innsýn inn í starfsemi bráðamóttökunnar, þar sem líf og heilsa einstaklinga er undir.
-
Teymisstjóri Bjarkarhlíðar segir öll ofbeldisbrot í tíunda veldi í fíkniefnaheiminum. „Við erum oft að sjá mjög ungar stelpur í þessum aðstæðum og við vitum af stelpum sem eru fimm árum eldri sem hafa lent í sömu mönnum, tíu árum eldri sem hafa lent í sömu mönnum,“ segir Jenný Kristín Valberg. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaþætti hlaðvarpsseríunnar Á vettvangi þar sem Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
-
Í rúminu við gluggann liggur sjúklingur sem lenti í árekstri, var handtekinn og fluttur á bráðamóttökuna. Sjúklingurinn verður órólegur og nær að komast út af deildinni. Hann er fáklæddur og skólaus. Sérhfæfðir starfsmenn bráðamóttökunnar eru úti að leita að sjúklingnum og hjúkrunarfræðingur hringir á lögregluna. Í fjóra mánuði hefur Jóhannes Kr. Kristjánsson verið á vettvangi bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í þáttaröðinni Á vettvangi sem unnin er fyrir Heimildina veitir hann einstaka innsýn inn í starfsemi bráðamóttökunnar, þar sem líf og heilsa einstaklinga er undir.
-
„Við sjáum í rauninni allan þennan ljótleika sem tilheyrir þessum brotaflokki gerast í nánum samböndum,“ segir Jenný Krístín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Jóhannes Kr. Kristjánsson er á vettvangi og fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
-
„Nýlega vorum við með mál þar sem ungur maður kynnist einni á netinu og gerir þetta og hann endaði með því á einni helgi að borga viðkomandi aðila alla sumarhýruna eftir sumarvinnuna og síðan bætti hann við smáláni þannig að hann borgaði alls eina og hálfa milljón krónur en þrátt fyrir það var birt,“ segir Kristján lngi lögreglufulltrúi. Jóhannes Kr. Kristjánsson er á vettvangi og fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.
-
„Ég fæ bara gæsahúð sjálf þegar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síðan ég sá þetta myndskeið,“ segir Bylgja lögreglufulltrúi sem hefur það hlutverk að myndgreina barnaníðsefni. Það felur meðal annars í sér að hún þarf að horfa á myndskeið þar sem verið er að beita börn ofbeldi. Jóhannes Kr. Kristjánsson er á vettvangi og fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum Heimildarinnar.
-
„Halló. Þú þarft að koma með okkur,“ segir lögreglan við mann sem verður færður á lögreglustöð vegna gruns um kynferðisbrot. Áður hafði leigubílsstjóri verið handtekinn vegna sama máls. Báðir mennirnir eru komnir í farbann. Á vettvangi er ný hlaðvarpssería þar sem Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hér er fyrsti þáttur.
-
Þáttaröðin Á vettvangi fer í loftið á Heimildinni þann 22. apríl og verða þættirnir fjórir og birtir vikulega.