Það skiptir máli – hlaðvarpsþættir –
Björn Jón Bragason spyr Jón Steinar Gunnlaugsson spjörunum úr.
Í þessum hlaðvarpsþáttum gerir Jón Steinar Gunnlaugsson grein fyrir hugmyndum sínum um stjórnskipulega stöðu dómstóla og skýrir ástæður þess að þeir fara ekki með vald til að setja nýjar lagareglur, t.d. með því að beita ekki ákvæðum stjórnarskrár eða almennra laga í þágu viðhorfa sem dómendur kunna sjálfir að hafa en birtast ekki í lögum. Víkur hann að fjölda dæma þar sem Hæstiréttur hefur brotið gegn þessu með því að taka sér vald sem dómstólar hafa ekki.