Avsnitt
-
Leitin að elstu súrdeigsmóður Íslands tekur óvænta stefnu einn morguninn þegar Ragnheiður Maísól er að fara með dóttur sína í leikskólann. Frá leikskólanum berst leitin vestur á Strandir, þaðan austur á Seyðisfjörð, því næst til Baskalands og loks suður til Reykjavíkur þar sem í ljós kemur að háöldruð súrdeigsmóðir leynist í ísskáp einum þar í borg. Og þetta er engin venjuleg súrdeigsmóðir heldur súrdeigsmóðir sem veltir upp stórum spurningum, m.a. um líffræðilegan fjölbreytileika og sjálft hagkerfið.
Í þættinum er rætt við Gunnar Þorra Pétursson, Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur, Eddu Kristínu Sigurjónsdóttur og Sigríði Þorgeirsdóttur.
Lesarar eru Björn Þór Sigbjörnsson, Gígja Hólmgeirsdóttir, Kristján Guðjónsson og Jóhannes Ólafsson.
Umsjón og dagskrárgerð: Ragnheiður Maísól Sturludóttir.
Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Ragnheiður Maísól reynir að átta sig á sögu brauðmenningar á Íslandi og hvar sé líklegast að bakað hafi verið samfleytt úr súrdeigi um lengri tíma hér á landi. Þetta leiðir hana í hveitifyllt bakherbergi nokkurra bakaría víða í Reykjavík. Þar kemst hún m.a. í kynni við risastóra steinmyllu og rúnstykkjavél frá 1952 og hittir fyrir þó nokkrar súrdeigsmæður.
Í þættinum er rætt við Laufeyju Steingrímsdóttur, Sigurð Má Guðjónsson, Ásgeir Sandholt og Sigfús Guðfinnsson.
Umsjón og dagskrárgerð: Ragnheiður Maísól Sturludóttir.
Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Saknas det avsnitt?
-
Hvað er eiginlega þetta fyrirbæri, súr og súrdeigsmóðir, sem eru á allra vörum? Í fyrsta þætti kemst Ragnheiður Maísól að því að elsta súrdeigsmóðir heims er líklega um 4500 ára. En hver er elsta súrdeigsmóðir Íslands? Sjálf veit Ragnheiður Maísól ekkert um uppruna sinnar eigin súrdeigsmóður. Getur mögulega verið að sú elsta Íslands sé í raun hennar eigin?
Í þættinum er rætt við Sigfús Guðfinnsson, Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur, Steinunni Pálsdóttur, Ólínu Erlendsdóttur og Þórunni Kjartansdóttur.
Lesari: Ragnar Ísleifur Bragason.
Umsjón og dagskrárgerð: Ragnheiður Maísól Sturludóttir.
Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Útvarpsþáttaröðin Súrinn kemur á hlaðvarpsveitur 24. desember.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.